Jökull - 01.12.1989, Page 107
Eberg var gæddur ríkri sköpunargáfu. í starfi sínu
beitti hann henni óspart við úrlausn vandamála, út-
færslu hugmynda eða hönnun nýrra tækja og tóla er
að gagni komu við starfið. Hann var einnig opinn
fyrir nýrri tækni og þeim möguleikum, sem hún
bauð upp á og bera fjölmargir vatnshæðarmælar og
rennslismælikláfar, reistir við erfiðustu skilyrði,
hugmyndaflugi hans vitni. Hugmyndaauðgi hans
kom einnig fram í leik hans með íslenskt mál. Hann
var slyngur orðasmiður og notaði nýyrðin til þess að
draga fram það spaugilega eða jafnvel það fáránlega
í tilverunni.
A undanfömum árum hefur starfsemi vatnamæl-
inga verið endurskoðuð og í framhaldi af því hefur
hún verið skipulögð með breyttum áherslum. Um-
fang hennar hefur verið aukið jafnframt því að nýir
menn hafa komið til starfa. Á þessum umbrotatím-
um reyndi mjög á reynslu og þekkingu Ebergs.
Einnig sýndi hann aðdáunarverðan sveigjanleika í
samskiptum sínum við nýja starfsmenn, en jafnframt
festu, þannig að reynsla liðinna ára fór ekki forgörð-
um, heldur reyndist kjölfesta nýrra starfshátta.
Eberg var mér traustur vinur og hollráður í þau
óteljandi skipti sem ég leitaði ráða hans. Heimili
hans stóð mér og fjölskyldu minni ávallt opið og átt-
um við margar góðar stundir á Álfhólsveginum. Við
kveðjum að lokum með trega og þökkum samver-
una.
Ámi Snorrason
forstöðumaður Vatnamælinga
Orkustofnunar
JÖKULL, No. 39, 1989 105