Jökull - 01.12.1989, Side 128
Framtíðarfyrirkomulag jarðfræðastarfsemi
á Islandi
Greinargerð Jarðfræðafélags íslands
TILGANGUR
Tilgangur með jarðfræðastarfsemi er m.a.:
• að kanna nátturuauðlindir á Islandi, sem margar
hverjar eru háðar jarðfræðilegum aðstæðum; til
dæmis vatn, bæði kalt og heitt, vatnsafl og bygg-
ingarefni.
• að afla upplýsinga um jarðfræðilega gerð landsins
og miðla öðrum af þeim fróðleik bæði til gagns og
gamans.
• einnig að búa íslenskum jarðvísindamönnum þau
skilyrði að þeir geti verið í forystuhlutverki í jarð-
fræðarannsóknum á Islandi.
NÚYERANDIFYRIRKOMULAG
Núverandi fyrirkomulag byggist einkum á tíma-
og verkefnabundinni þörf stofnana og einstaklinga
fyrir jarðfræðarannsóknir. Af því leiðir m.a. að:
• rannsóknimar geta verið tilviljunarkenndar bæði
hvað varðar skipulag og framkvæmd.
• að oft em teknar veigamiklar ákvarðanir um þær
af aðilum, sem ekki hafa tileinkað sér jarðvísinda-
lega þekkingu og viðhorf.
• að stundum er framlag jarðfræða vanmetið eða
hreinlega gleymist í ákvarðanatöku.
Hér á landi er ekki starfrækt Jarðfræðastofnun líkt
og hjá nágrannaþjóðum okkar og hefur tilfinnanlega
skort á það að við ættum miðstöð eða kjama jarðvís-
indalegrar starfsemi eins og sýnt er fram á í skýrsl-
unni. Ókostir núverandi fyrirkomulags em margir
og koma æ betur í ljós er tímar líða.
HUGSANLEGAR ÚRBÆTUR
Úrbætur fælust fyrst og fremst í:
• breytingu á löggjöf er m.a. miðaði að því að færa
jarðfræðastarfsemi undir stjóm eins ráðuneytis
(t.d. umhverfisráðuneytis) í stað margra eins og
nú er og kvæði nánar á um, hvaða undirstöðurann-
sóknir ber nauðsyn og skylda til að stunda í land-
inu.
• endurskipulagningu á jarðfræðastarfsemi og
mætti framkvæma hana í áföngum.
Breytt löggjöf gæti m.a. falið í sér, að Jarðfræða-
stofnun og Jarðþjónustustofnun yrðu settar á lagg-
imar. Þær myndu að vemlegu leyti byggja á núver-
andi starfsemi, sem dreifð er á ýmsum stofnunum.
JARÐFRÆÐASTOFNUN
Helstu þættir starfsemi hennar væm þessir:
• Þar fæm fram almennar undirstöðu- og yfirlits-
rannsóknir á sviði jarðfræða.
• Stofnunin færi með visst miðstöðvarhlutverk,
hvað varðar samskipti og samstarf á sviði jarðvís-
inda, a.m.k. hins opinbera hluta slíkrar starfsemi.
• Einnig væm starfræktar deildir úti á landi, t.d. ein
í hverjum landsfjórðungi.
• Aukin áhersla verði lögð á jarðváaeftirlit,
ferskvatnsrannsóknir og fleiri þætti, sem ekki hafa
átt sér neinn skýran og afmarkaðan stað til þessa
hjá hinu opinbera.
• Verulegar nýjunga- og þróunarrannsóknir færu
fram á Jarðfræðastofnun.
• Greitt verði fyrir tímabundnum skiptum jarðvís-
indamanna milli stofnana sem myndi leiða til skil-
virkari nýtingar t.d. á sérhæfingu manna og auk-
inna kynna og bættra samskipta.
• Skammtímasveiflum í álagi mætti að vemlegu
leyti mæta með aðkeyptri sérfræðingavinnu, t.d
126 JÖKULL, No. 39, 1989