Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 47

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 47
SAGA HUGMYNDA UM ALDURISLANDS Leó Kristjánsson Raunvísindastofnun Háskólans ÁGRIP Rakin er saga hugmynda jarðfrœðinga um aldur Islands og blágrýtissvœðanna í kring, alltfrá því 0. Heer birti fyrst rannsóknir sínar á íslenskum plöntu- steingervingum 1859 og taldiþá verafrá míósen tíma, Þ-e. um miðbik Tertíertímabilsins. Við athuganir á steingervingaflóru Bretlands frá því um 1878, þar sem J. Starkie Gardner kom einkum við sögu, breytt- ust smám saman hugmyndir jarðfrœðinga um aldur Hágrýtissvœðanna. Á árabilinu frá 1920-67 töldu flestir þessi svœði að meðtöldu íslandi vera að stofni tilöllfrá fyrri hluta tímabilsins og leifar samhangandi flœmis. Þessi lífseiga skoðun um aldur íslands, sem teynist að hluta hafa verið byggð á því að menn hafi ekki kynnt sér öll rit Gardners um málið, var studd mJog ákveðið affrjókornarannsóknum eftir 1946. inngangur Ymis atriði í jarðsögu íslands hafa löngum ver- ’ð álitamál; má þar nefna það hvaða jarðlög hér hafi myndast á jökulskeiðum, hvort verulegar lóð- rettar hreyfingar hafi átt sér stað á Norður-Atlants- hafssvæðinu, og hvort meginlandsbrot, eða þá gamall hafsbotn, geti legið undir íslandi. A fyrri hluta sjöunda áratugarins, þegar höfund- Ur þessa pistils var í mennta- og háskólanámi, var það Vlðtekin skoðun að elstu hlutaríslands væru frá eósen- bma. (Samkvæmt nýjustu hugmyndum nær sá tími yhr bilið frá því fyrir 58 milljón árum til 36.5 - sumir *egja þó 53 til 34 og enn aðrir 56.5 til 35.5 - milljón ara). Byggðist sú skoðun einkum á athugunum á stór- sæjum plöntusteingervingum, síðar á frjókomum og gróum. Þessi álagahamur féll ekki af fyrr en 1967-68 með tilkomu aldursgreiningaá íslenskum hraunum ná- ^ægt elstu steingervingalögunum, út frá geislavirkni. Þær sýndu að landið væri vart eldra frá miðjum míó- sentíma sem náði yfir 24 til 5.5 milljón ára aldursbilið. Það er tilgangur pistilsins að kynna nokkuð orsakir þessarar ranghugmyndar. Önnur röng en lífseig hugmynd, sem ekki var kveðin niður fyrr en með rannsóknum George Walkers upp úr 1960, var sú að uppbygging bergmyndana landsins hafi gerst á afmörkuðum tímabilum með löng- um hléum á milli. Ferill þeirrar skoðunar verður ekki rakinn hér, en ásamt með hinni um aldur Islands (og ýmsum öðrum atvikum) getur hún hafa tafið fyrir almennri viðurkenningu á landrekshugmyndinni hér- lendis sem víðar (sjá t.d. Wilson 1963). JARÐSAGAN OG SKIPTING HENNAR Margar bækur hafa verið ritaðar um sögu jarðfræð- innar. Kemur þar fram að mikla skilningsþröskulda þurfti að yfirstíga áður en sú fræðigrein komst á ein- hvern skrið. Þannig var sköpunarsagabiblíunnarlengi tekin svo bókstaflega, að fram á miðja átjándu öld var Nóaflóðið talið eina skynsamlega ástæðan fyrir tilvist steingervinga (Rudwick 1985, bls. 88). Sumir stein- gervinganna voru einnig ærið framandlegir og gátu komið fyrir á óvæntum stöðum: þar urðu áhrif lóð- réttra landhreyfinga og fellinga í jarðskorpunni (t.d. við myndun Alpanna), ísöldin og fleiri fyrirbrigði til þess að rugla menn í ríminu. Fyrir aldamótin 1800 var aðeins hægt að tala um mjög grófa skiptingu jarðsögunnar í „aldir“ (eras). Rannsóknir í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi, sem birtust um 1810-20, sýndu síðan fram á að sérhverri jarðmyndun tilheyra sérstakir flokkar steingervinga. Þessar uppgötvanir lögðu grunninn að skipulegri rann- sókn jarðmyndana, svo að næstu áratugi urðu mjög hraðarframfarirí jarðlagafræði (stratigraphy) og stein- JÖKULL, No. 42, 1992 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.