Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 50
Schweiz Italien Deutschland. Oestreich. Ungarn. Siebenbiirgen. Frankr. England Varia
Unt. Braunkohlenbildung. Rhonen. Monod. Paudex. Thorens in Savoyen. Heliceenkalk v. Hochheim. Roth bei Fladungen. Fulda. Miinzenberg. Salzhausen. Niederrh. Braunkohlen. Westerwald. Samland. Bernstein. Menat. Auvergne. Armissan. Weisser Thon und Susswasserkalk von Martillat. Falun von Merignac.
Ralligen-Sandstein. Zovenzedo. Cadibona. Bagnasco. Peissenberg u. Miesbach. Sagor. Island. Kirgi-
Rothe Molasse. Stella. St. Cristina. Reut in Tirol. Schwarzach- tobel. Altsattel. Speebach in Elsass. senst.
Mynd 4. Lítill hluti af töflu úr bók Heer (1859a) þar sem íslandi er í fyrsta sinn raðað inn í jarðsögutímatal
Evrópu. Þessi hluti, ögn styttur hér, telur upp myndanir neðantil á míósen (en ofantil á því sem sumir voru þá
famir að nefna ólígósen). — Heer’s placement oflceland into the Aquitanian stage, in his 1859 age scheme for
Europe.
Thoroddsen 1896), og þótti eflaust með hinum mestu
furðum að tré skyldu finnast inni í hraunstafla (3.
mynd). Eftir Vínarfriðinn 1815 jókst mjög áhugi á
rannsóknum hvers konar og voru m.a. margir leið-
angrar sendir til heimskautasvæðanna fram yfir alda-
mótin til að leita nýrra landa, kanna siglingaleiðir, og
lýsa náttúrunni. Þessir leiðangrar, þeir sem heppn-
uðust, komu sumir til baka með margháttuð sýni af
steingervingum og öðru bergi. Það vakti mjög mikla
athygli, að ýmsir þessara steingervinga voru af lífver-
um sem alls ekki gætu þrifist í miklum kulda nú, og
steingerður skógur fannst jafnvel norðan við 810 N.
Fjallar til dæmis skáldsaga þekkts höfundar (Veme
1889) um tilraunir félags eins til að færajarðmöndul-
inn svo hægara yrði að stunda kolanám við norðurpól-
inn. Vísindamönnum urðu steingervingarnir ekki síst
tilefni til vangaveltna um ástæður veðurfarsbreytinga
á jörðinni. Urðu þær fljótlega afar fjölskrúðugar og
sér enn ekki fyrir endann á þeim, sjá hér á eftir.
J. Steenstrup hafði safnað plöntusteingervingum á
íslandi ásamt Jónasi Hallgrímssyni um 1840, og var
safn þetta sent til Oswald Heer. Ritaði hann kafla
(Heer 1859a, bls. 315-320) um þessa steingervinga í
III. bindi rits síns um flóru Sviss á Tertíertímabilinu.
Þar telur Heer upp 31 tegund, lýsir rækilega þeim sem
hann telur vera áður óþekktar, og álítur þær vera frá
míósen tíma (4. mynd). Kaflinn um ísland er felld-
ur inn í yfirlit um flóru margra annarra svæða, og er
í því m.a. (bls. 325) rætt um vensl plantna í Evrópu
á neðri hluta míósen við plöntutegundir vestan hafs.
Varð sá skyldleiki mjög til umræðu í ritum um þessa
steingervinga allar götur síðan. I bindinu var ítarleg-
ur kafli um loftslag á þessu tímabili, það fyrsta seni
ritað var um það málefni, meðal annars um meðalhita-
stig (sjá Heer 1859b, 1871). Heer notaði þó til þess
aðeins tegundasamsetninguna; síðar var farið að taka
með í slíkum ákvörðunum bæði útlit plöntuhlutanna
í smáatriðum (t.d. Bailey og Sinnott 1915, sbr. Wolfe
1978), frjókornagreiningu, og eðli þeirra setmyndana
sem viðkomandi steingervingar finnast í (sbr. Nathorst
1911). Töldu surnir hitastig Heers alltof há (Seward
1892, bls. 101; Berry 1930) og verður ekki farið út í
þá sálma hér.
íslensku steingervinganna var getið í bók Heers
um Sviss 1865, sem áður var talin, og einnig voru þeir
nefndir í eldri ritum annarra (sjá Friedrich 1966, bls.
34, 64, 97; Þorv. Thoroddsen 1896). Göppert (1861;
1867, tilv. af Heer 1868b) birti greinar um plöntustein-
gervinga frá heimskautalöndunum og tók þar upp að
mestu niðurstöður Heers frá 1859 um Island, en Heer
(1871) gerði lítið úr framlagi hans og hefur sjaldan
verið vitnað til þeirra greina.
48 JÖKULL,No. 42, 1992