Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 52

Jökull - 01.12.1992, Page 52
söfnum Heers, Þorvaldar Thoroddsen og G. Flink. Hann nefnir þær í grein (Nathorst 1888b, bls. 52) sem að mestu fjallar þó um steingervinga frá Japan. Þar telur hann íslensku steingervingana líkjast basaltflóru Grænlands, en bendir aftur á móti á að á íslandi vanti „Sequoien, Taxodien, Pappeln, Eichen, Buchen, Kast- anien und Hainbuchen". Þetta nefnir Nathorst líka í sænskri útgáfu sinni á jarðfræðikennslubók Neumayrs litlu síðar. Einn samstarfsmanna hans birti greinar um kísilþörunga úr sýnum af tertíer aldri frá Steenstrup (Östrup 1896, 1900), en Nathorst lauk aldrei rann- sóknum sínum á íslensku plöntusteingervingunum, og lést frá því verki 1921 (Lindquist 1947). FYRSTU NIÐURSTÖÐUR UM BRESKU GOSBERGSSVÆÐIN OG AUSTUR- GRÆNLAND Förum nú aðeins aftar í tímann, til Bretlands 1850- 70. Breskir fræðimenn voru að ýmsu leyti í fararbroddi í þróun jarðfræðinnar og á Suður-Englandi voru margir merkir fundarstaðirplöntusteingervingaí setlögum frá Tertíertímabilinu, en Bretar urðu samt furðu seinir til að hefja rannsókn tertíerflóru sinnar. Blágrýtissvæðin norðan til á Bretlandi voru lengi talin vera frá því á Júra- eða Krítartímabilunum, en sú skoðun var þó byggð á mjög ófullkomnum gögn- um (sjá Judd 1886). 1850 fann áttundi hertoginn af Argyll, sem var áhugamaður um náttúruvísindi, stein- gervinga á eyjunni Mull vestan Skotlands, og rann- sakaði þá náttúrufræðingurinn E. Forbes. Bentu rann- sóknir hans til þess að þessi svæði gætu verið frá míó- sen (Argyll 1851). Ekki varð framhald á rannsóknum þarna að sinni, því að Forbes lézt 1854, en bæði Heer og franskur fræðimaður munu hafa samþykkt þessa aldursgreiningu 1859 (tilv. af Gardner 1885d, bls. 83 og Gardner 1887a, bls. 293). Enn nokkru síðar var í fyrsta sinn lýst steingervingum frá Tertíertímabilinu í blágrýtismyndunum Norður-írlands (Baily 1869; Tate og Holden 1870) og voru þeir einnig taldir vera frá míósen. Heer fékk til greiningar nokkur steingervingasýni frá Sabine-eyju á blágrýtissvæðinu norðan við Scor- esbysund á Austur-Grænlandi, sem þýskur leiðangur hafði náð 1869-70, og var ekki að spyrja að því að þau voru líka talin frá míósen (Heer 1876). Nær eng- ir greinanlegir steingervingar fundust í Færeyjum fyrr en um 1960 (sjá Walker og Davidson 1935-36; Barth 1950; Lund 1983). Johnstrup (1873) gerði athyglis- verða tilraun til að ráða í aldur færeysku kolanna með hjálp efnagreininga, en sú tilraun tókst ekki. GARDNER LÆTUR í SÉR HEYRA Þáttaskil í rannsókn eósenflórunnar á Bretlandi urðu við útgáfu John Starkie Gardner og Constant- in v. Ettingshausen (1879-82) á fyrra bindi ritverks sem sérstaklega fjallaði um hana. Kom verkið út í nokkrum heftum. Gardner var Englendingur, fædd- ur 1844 og menntaður erlendis: svo er að skilja á honum (1879c; Proc. Geol. Soc. 1885-86, bls. 31- 32) að jarðfræðirannsóknirhans hafi verið tómstunda- starf frá unga aldri. Við öflun gagna til þessa rits virðist Gardner hafa fundið ýmislegt athugavert við aldursgreiningar Heers á steingervingum, og skrifar hann um það nokkuð hvassyrta grein í tímaritið Nature (Gardner 1878). Þar bendir hann á að Heer telji ým- is steingerð plöntusamfélög heimskautasvæðanna til míósentímans vegna samlíkingar við plöntur frá þeim tíma í Sviss og öðrum Evrópulöndum. Heer hafi þó í fyrsta lagi aldrei haft aðgang að plöntusöfnum sem örugglega hafi verið ákvörðuð frá eósen tíma út frá dýraleifum, og í öðru lagi sé mjög hæpið að treysta á plöntusteingervinga eingöngu til aldursákvörðunar. Alveg eins megi bera suma heimskautasteingerving- ana saman við plöntusamfélög eósen setlaga í Amer- íku, og geti því margir þeir heimskauta-fundarstaðir sem Heer segi vera frá míósen, verið frá eósen. Gardner telur að sama veðurfar hafi varla getað verið samtímis í Sviss og Grænlandi, heldur hafi kóln- að milli eósen- og míósen-tíma, og plöntusamfélag heimskautanna þá hopað suður á bóginn. Kólnunin hafi að líkindum stafað af breytingum á hafstraumum vegna lóðréttra hreyfinga jarðskorpunnar, er leitt hafi til svæðisbundinna breytinga á afstöðu láðs og lagar. I greininni tekur Gardner sérstaklega fram, að eósen- flóra Islands gæti nú vaxið syðst á Englandi. I formála fyrra bindis Bretlandsflórunnar (1879- 82) ítrekar Gardner þá skoðun að steingerð flóra heim- skautasvæðanna sé frá eósen fremur en míósen. Hann virðist einnig vera orðinn vantrúaður á skoðun Forbes 50 JÖKULL, No. 42, 1992
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.