Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 55

Jökull - 01.12.1992, Page 55
Norður-írlands studdu aðrir einnig álit Gardners um eósen aldur flórunnar þar (Seward og Holttum 1924, bls. 89; Wright 1924, bls. 486). Seward (1925, bls. 15-17) var sammála Gardner (1878 og síðar) um landfræðilegar orsakir þeirra veð- urfarsbreytinga, er hefðu þrengt heimskautaflóru Ter- tíertímabilsins suður á bóginn. Berry (1930) og Chaney (1936) tóku síðan sterklega undir þá tilgátu Gardners (1879a, 1879-83), að eósenflóra heimskauta- svæðanna hafi fyrst orðið til þar og breiðst þaðan suður eftir, þannig að henni svipaði mjög til míósen- flóru á breiddargráðum kringum 45°. Þessa tilgátu má rekja til hugmynda breska náttúrufræðingsins Thomas Huxley um 1870, en auk Gardners áttu m.a. grasafræð- ingamir Asa Gray í Bandaríkjunum og Adolf Engler í Þýskalandi mikinn þátt í að koma henni á framfæri (sjáNathorst 1883,bls.252-3; Þorv. Thoroddsen 1889, bls. 65; Hollick, 1936). Hún lifði fram til um 1960 undir nafninu „the (warm temperate) Arcto-Tertiary (geo)flora“, en síðar hafa sumir vestan hafs talið hana hafa verið hina mestu óþurftarkenningu þar (MacNeil o.fl. 1961; Wolfe 1977, 1980). ÁHRIF Á SKOÐANIR UM ALDUR ÍSLANDS, EFTIR 1885 Um 1880 eða fyrr er farið að benda á það að íslandi og Færeyjum svipi til basaltsvæðanna á norðanverðum Bretlandseyjum og Austur-Grænlandi (J. Geikie 1880; Judd 1886; A. Geikie 1902). Sá síðastnefndi (1895, 1897) telur bæði ísland og skosku tertíersvæðin vera >,older Tertiary“ að aldri, og eftir að Holmes (1918) birti efnagreiningar af basaltinu, hefur mörgum þótt skyldleikinn svo augljós, að þessi svæði allt til Austur- Grænlands hlytu að vera leifar af einu samhangandi flæmi. Geikie-bræðumir og sumir aðrir (t.d. Hawkes 1916) höfðu þó ekki mestan áhuga á aldri þessara svæða, heldur á því hvort þau hefðu byggst upp úr sprungugosum eða dyngjugosum, hve lengi þau hefðu verið að myndast (sem meta má t.d. út frá veðrun hraunyfirborða og millilaga í staflanum) og hve hratt rof hefði verið eftir að upphleðslu lauk. Keilhack (1886) telur allan eldri hlutaíslands vera frámíósen, ogÞorvaldurThoroddsen(t.d. 1889,1896, 1908) segir jafnan að íslenski surtarbrandurinn sé frá Mynd 7. Bolungarvík. Þykk setlög með surtarbrandi eru í Breiðhillu ofan við bæinn, og má rekja þau bæði til Súgandafjarðar og norður á Homstrandir. — Thick interbasaltic sediments with lignites, Bolung- arvík, NW-Iceland. þeim tíma. í síðastnefnda ritinu er hann greinilega samþykkur því að eitthvað af hraununum undir brand- lögunum geti verið frá eósen en virðist vera kominn ofan af því aftur eftir 1913 (Þorv. Thoroddsen 1922). Tímalengd surtarbrandsskeiðsins hefur eflaust mátt reyna að meta út frá þykkt setlaganna (7. mynd), mis- lægi um þau og mismun ummyndunar ofan og neðan við, en allt er þetta breytilegt frá einum stað til annars. Sapper (1907) tekur ekki afstöðu í aldursmálinu, og nefnir aðeins að ísland sé hluti eósen-míósen basalt- breiðu. Helgi Pjeturss (1896, 1910) hallast að míó- sen aldursákvörðunum Heers á steingervingum, en í fyrmefndu greininni nefnir hann samt ekki skýr- ingu hans á hlýju veðurfari hér, heldur þá að pólar jarðar hafi flutst til. í þeirri síðari bergmálar Helgi hinsvegar þá skoðun Gagels, sem nefnd var í kafl- anum hér á undan, að „Vielleicht sind die altesten Basalte Islands Eozan"; þessi skoðun bergmálar svo aftur hjá Jóhannesi Áskelssyni (1939). Helgi (1899) er sammála Þorvaldi Thoroddsen um það að mikið land allt kringum ísland hafi sokkið, og tilheyri m.a. Faxaflói og Breiðifjörðurgreinilegahinu sokkna land- svæði. Spethmann (1909) er kunnugur sinnaskiptum Gardners um aldur íslensku steingervinganna. I bók Knebels (1912) er vitnað til rannsókna Heers en skoð- anir hans nú hafðar að engu: „Wahrscheinlich gehören sie ins Eozán“, og er þá átt við plöntumar; staflinn undir þeim sé frá því snemma á eósen. Svipaðar skoð- JÖKULL, No. 42, 1992 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.