Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 73

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 73
að ganga á fjallið. Ákvað Þorvaldur því að ganga á innsta Þjófahnjúkinn, sem hann kallar Litla-Snæfell. „Það er einstakur hnjúkur, strýtumyndaður“, 1160 m á hæð, Þaðan fékk Þorvaldur gott útsýni yfir fjöll og jöklaumhverfis, einnig til Snæfells. Þann 20. fer leið- angurinn svo út fyrir austan Snæfell, að Laugará og er þar fjórðu nóttina. Þótt Þorvaldur gengi ekki á Snæfell og virðist raunar hafa skoðað fjallið næsta Iítið, reynir hann að gera sér grein fyrir berglagabyggingu þess og my ndun. Hann telur að Snæfell og „tindarnir fyrir utan það og innan“ séu allir úr móbergi. „Snæfell sjálft hefir ein- hvem tíma gosið í fyrndinni, löngu fyrir landnámstíð, en þó hafa engin hraun runnið þaðan, að sjáanlegt er.“ „Það er talið næsthæsta fjall á landinu (1822 m) [nú talið 1833 m y.s.], og á því er töluverð jökulhúfa efst. Þó var hún nú í sumar með minnsta móti sakir hitanna. Niður úr jökulhúfunni ganga nokkrir skrið- Jökulstangar, og eru tveir stærstirað norðaustan. Und- nn hinum nyrðri rennur mórauður jökullækur, og fyrir neðan hann eru stórar hraungrýtishrúgur, sem jökull- inn hefur ekið á undan sér.“ „Nyrzt í Þjófadalnum miðjum er hár líparíthrygg- ur, sem gengur inn í Snæfell, og kemur líparítið líka fram í því að norðan. Það er því allt útlit til þess, að stór sprunga full af líparíti, gangi þvers í gegnum Snæfell. Gossprunga hefir að öllum líkindum í fyrnd- >nni klofið Snæfell, frá suðri til norðurs. Upp um hana hefir kastazt aska og blágrýtisgjall. Af einhverjum breytingum neðanjarðar hefir glóandi líparítleðja að lokum gubbazt upp í sprunguna, fyllt hana og storkn- að þar. Hefir afl gossins ekki verið nóg til þess að koma hparítinu alveg út, því það er, þegar það er rennandi, miklu seigara en blágrýtið. Síðan þessi tappi kom í gossprunguna, hefir Snæfell ekki getað gosið.“ Þorvaldur getur um hvítt vikurlag, 12-15 sm undir yfirborði, og svart blágrýtisvikurlag 30-60 sm neðar, sem hann telur ekki ólíklegt að rekja megi til gosa í Snæfelli , og virðist því gera ráð fyrir að það hafi verið virkt eldfjall fram á Nútíma. Tilgáta hans um líparítstífluna í gossprungu fjalls- >ns er skemmtileg og athyglisverð, og er gott dæmi um glöggskyggni þessa mikla landkönnuðar, þótt eftir sé vist að fá hana staðfesta eins og fleira í sambandi við Snæfell. Reyndar mun jarðfræðilegri þekkingu á fjall- inu lítið hafa farið fram síðan Þorvaldur gekk þama um garða, fyrir nærfellt hundrað árum. SÖGULEG SNÆFELLSGANGA 1925 Þann 22. júlí 1925 lögðu fjórirferðalangartil upp- göngu á Snæfellstind. Það voru þeir bræður, Benedikt og Emil Jónassynir og Þorsteinn Gíslason, allirbúsettir á Seyðisfirði og Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum. Fylgdarmaður þeirra var Friðrik Stefánsson bóndi í Hóli í Fljótsdal, en ekki gekk hann á fjallið í það sinn. Frásögn Benedikts af ferðinni birtist í blaðinu Hæni á Seyðisfirði sama ár, og var endurprentuð í tímaritinu Gerpi, 12. tbl. 2. árg. 1948, með myndum sem þeir félagar tóku. Það sem gerði ferðinasvo merkilega var, að Sveinn á Egilsstöðum teymdi hest sinn alla leið upp á tindinn, og er ekki vitað til að það hafi gerst fyrr eða síðar að þar hafi komið skepna af því kyni. Daginn sem þeir gengu á fjallið var bjart veður og hlýtt, en nokkuð hvöss vestanátt, 15 gr. hiti niðri en uppi á tindinum var 1 gr. frost, enda skall á þá þoka meðan þeir voru þar. Eftir ferðalýsingunni að dæma, hafa þeir gengið norðan eða NV á fjallið, og lentu í illfærum skriðum, en niður fóru þeir eftir fönnum SV í fjallinu, og gekk það eins og í sögu. Þeir höfðu tvo hæðarmæla meðferðis upp á fjallið. Sýndu þeir báðir um 2100 m hæð á tindinum, eða um 100 m hærra en leiðangurinn 1880 hafði mælt. Eftir að hafa leiðrétt fyrir loftþyngdarbreytingu meðan á ferðinni stóð, fengu þeir út hæðina 2130 m. Daginn eftir fóru þeir suður með Snæfelli, upp á Snæfellsháls og gegnum Þjófadal yfir á Vesturöræfi, en þar sem veður var enn mjög gott og bjart á fjallinu, ákvað Sveinn að freista þess að koma „steingráum hesti, sem hann átti, upp á Snæfell, eftir fönnunum, sem við fórum niður daginn áður.“ Fékk hann Emil til að fylgja sér, og er ekki að orðlengja það, að þeir teymdu hestinn alveg upp á tindinn, og þar tók Emil mynd af Sveini með hestinn, sem hann kallaði Snæfelling eftir þennan atburð. HEIMILDIR Ármann Halldórsson (ritstjóri), 1975. Sveitir og jarðir í Múlaþingi 2. bindi. (“Búkolla“) JÖKULL,No. 42, 1992 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.