Jökull - 01.12.1992, Side 80
6. mynd. Vatnshæðarlínurit úr mæli
nr. 234 í Jökulsá í Fljótsdal við Eyja-
bakka. Hlaup sennilega úr Háöldu-
lóni.
—Hydrograph of a jökulhlaup in
Jökulsá í Fljótsdal at Eyjabakkar.
að um mánaðamótin júní-júlí 1987 hafi hækkað mjög
snögglega um einn metra í Jökulsárlóni og það fyllst
af jökum. Um haustið var svo lónið í Innra-Veðurárdal
alveg tómt. í þessum upplýsingum felst nokkurt mis-
ræmi, því gert er ráð fyrir, að hlaupin í Jökulsá komi úr
Veðurárdal innri, sem verður þrátt fyrir allt að teljast
sennilegt. í bréfi frá 8. desember, 1989 rekur Flosi
Bjömsson það sem honum er kunnugt um hlaup á
Breiðamerkurssandi. Hann telur þar upp hlaup í Jök-
ulsá í september 1927, október 1941, desember 1945,
janúar-febrúar 1947, júlí 1963, ágúst 1964, júlí 1966,
júlí 1968 og ágúst 1971. Þar sem fátt hefur komið
fram um þessi hlaup, er þeirra getið hér, þótt þau heyri
ekki til því tímabili sem hér er til umfjöllunar.
FREMRA-VEÐURÁRDALSLÓN; VEÐURÁ;
STEMMA
Veðurárdalslón fremra var þurrt 1982-84 að því er
Steinn Þórhallsson segir í jökulsporðamælingaskýrslu
en vatn safnaðist þar fyrir 1985. Annars koma smá-
hlaup í Veðurá, oft tvisvar á sumri, sennilegast úr
Fremri - Veðurárdal.
VATNSDALSLÓN; KOLGRÍMA
Kolgríma hleypur einu sinni til tvisvar á ári. Dag-
setningar em óþekktar, en samkvæmt upplýsingum
Hafsteins Jónssonar fyrrum vegaverkstjóra á Höfn
hafa öll hlaup síðan 1977, er nýja brúin var reist og
garðar niður frá brúnni síðast lagfærðir, verið tiltölu-
lega lítil og engum skaða valdið.
HÁÖLDULÓN; JÖKULSÁ í FUÓTSDAL
Hlaup úr Háöldulóni við Eyjabakkajökul eru ekki
árviss. Stundum er eins og göngin sem myndast við
hlaup nái ekki að lokast strax að því loknu. Þá líður
að sjálfsögðu mun lengri tími áður en hleypur næst.
6. mynd er teiknuð eftir síritablaði með jökulhlaupi úr
Háöldulóni.
Tajia 3. Hlaup úr Háöldulóni
Uppruni dags. ár hámarks- rennsli (m3/s) hlaup- vatn G1
Háöldulón 13.-15. júní 1984 11
Háöldulón 1.-3. júlí 1985 10
Háöldulón 12.-15. júní 1986 19
Háöldulón 22.-25. júní 1988 15
78 JÖKULL, No. 42, 1992