Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 83

Jökull - 01.12.1992, Page 83
JÖKLABREYTINGAR 1930-1960, 1960-1990 og 1990-1991 Oddur Sigurðsson Orkustofnun Grensásvegi 9,108 Reykjavík yfirlit Haustið 1991 var brugðið máli á jökulsporð á 42 stöðum. Á 5 stöðum komu aðstæður í veg fyrir beina mælingu. Á 9 stöðum hafði jökull gengið fram, staðið 1 stað á 2 stöðum, en hopað á 24. Veturinn 1990-1991 var talsvert úrkomusamur einkum um vestanvert landið. Sumarið 1991 var all- hlýtt og bráðnuðu því jöklar vel þetta ár. Öskuslæða frá Heklugosinu í janúar þetta ár jók enn á bráðnun, einkum um miðbik landsins. Snœfellsjökull gengur enn fram en Drangajökull hopar og er það í engu frábrugðið því sem verið hefur undanfarna áratugi. Sólheimajökull skríður enn fram en hægt og hikandi. Vatnajökull hopar víðast hvar með þeirri merku undantekningu að Skeiðarárjökull hljóp fram meira en dæmi eru til síðan mælingar hóf- ust þar. Jöklar í Öræfum hopa nú flestir en þó gekk Svínafellsjökull fram um nokkra metra. athugasemdir og viðaukar snæfellsjökull Hallsteinn Haraldsson segir Hyrningsjökul þykkna enn „en mér virðist jökullinn hafi lækkað þegar kemur lengra upp eftir Hyrningsdalnum." Og „Hjarnskaflar undanfarinna ára við jökulinn hafa að mestu horfið í sumar“ á Jökulhálsi. DRANGAJÖKULL í Kaldalóni - Bréf Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn frá 4. nóvember er á þessa leið: „Síðasti vetur var mildur og snjóléttur en stórviðrasamur. Vor alkomið í síðustu viku í apríl, gott, áfallalaust en of þurrt. Rættist þó úr með úrhelli 3. júlí, svo sprettu var borgið. Sumarið einmunagott, bjartviðri og hitar svo naumast hafðist undan að bjarga heyjum undan sólinni. Há í legu undir haust á öllum túnum. Berjaspretta geipileg og trjávöxtur, svo og annar jarðargróður og allar ár og ósar fullar af fiski, einkum eldislaxi. Haustveðrátta framhald af sumrinu til 3. október og dilkar svo vænir að ekki sást munur hvort einn gekk undir ánni eða þrír. Jökull blásvartur og grátt leikinn fyrir Lón- og dal- botni hér strax í ágúst, mikil þynning á skriðjökuls- leifum í Kaldalóni og „jökull“ í Selá í Skjaldfannardal fer þverrandi með ári hverju. Togarasjómenn segja, að af miðum að sjá séu Borg- irnar að rísa meira og meira úr jöklinum með hverju ári og þeir sem farið hafa um hájökulinn undanfarin ár, segja frá nýjum sprungusvæðum þar sem hlýturannað tveggja að benda til þynningar eða jarðhita. Óvera eftir af Skjaldfönn ca. 1 1/2 m að þykkt, sem er glöggt dæmi um hlýindin þar sem fannleifar hinna tveggja snjóþungu næstliðnu vetra voru afarmiklar í vor. Hafa þær valdið verulegum gróðurskemmdum og víða svört flög þar sem áður var vel gróið berjalyng, jafnvel fjalldrapi sem þolir ekki hörkufrost ef hann laufgast ekki fyrr en seint í september eða fyrri part október. Mun gróður í kring um þessar snjóakistur í brúnum móti suðri verða lengi að ná sér eftir þá kaffæringu. Rjúpnastofn hér á greinilegri uppleið, enda sumar- ið bæði mönnum og málleysingjum vafalaust eitt hið allrabesta á öldinni". Reykjarfjarðarjökull - Guðfinnur Jakobsson tekur undir með Indriða á Skjaldfönn og segir sumarið 1991 með afbrigðum gott og gróskumikið. Leirufjarðarjökull - Sólberg Jónsson lýsir einnig JÖKULL, No. 42, 1992 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.