Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 91

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 91
KÖTLUFÖR, 2. SEPTEMBER 1919 Páll Sveinsson, menntaskólakennari Undur yfir ofan dundu ofan úr Kötlugjá um fjöll og grænar grundir, grátlegt var að sjá, seytján hundruð fimmtíu og fimm voðalegar vikur þrjár varði plágan dimm (Þrettánda Kötluhlaup 17. Október 1755.) Svo er talið, að hlaup og gos úr Mýrdalsjökli hafi verið 16 alls á rúmum 1000 árum; hið fyrsta árið 894, en hið síðasta (16.) 1918. Fimm fyrstu hlaupin eru talin hafa komið úr jöklinum fyrir vestan Sólheima, en hin öll upp af Mýrdalssandi. Hæsturer jökullinntalinn um 1600 metra, en niður af honum gengur skriðjökull allmikill, um 35 ferhymings kílómetra. Mýrdalssand- ur er nálega 700 ferh. km. Um nafnið Katla eða Kötlugjá er sú sögn, að hjá ábóta einum í Þykkvabæjarklaustri hafi verið bú- stýra, að nafni Katla. Var hún fom í skapi og heldur viðskotaill. Er þess getið að hún hafi í fórum sínum átt svo nefnda skollabrók, en þeirri flík fylgir, sem kunnugt er sú náttúra, að enginn sá, er í hana fer, má þreytast á hlaupum. í hana brá Katla sér í viðlögum. Sauðamaður var þar á Klaustrinu, er Barði hét. Var það einn dag, er Katla var að heiman með ábóta, að Barða var vant alls fjársins, en bústýra vildi sjálf mjólka að kvöldi. Þóttist nú smalamaður þurfa alls við, brá sér 1 brók Kötlu og létti ekki fyrr en allt féð var fundið °g heim rekið. En ekki var Katla fyrr heim komin en hún varð þess vör, að Barði hafði brúkað brókina góðu, og varð æf við. Hafði hún engar veltur á því, en tók smalamann og kæfði hann í sýrukeri; en enginn vissi hvað af honum hafði orðið. Að áliðnum vetri, er sýruna tók að þrjóta í kerinu, heyrðu menn Kötlu segja: „Senn bryddir á Barða.“ Og er hún sá, að allt mundi upp komast, brá hún sér í brók sína, tók á rás og stefndi til jökuls í útnorður. Steypti hún sér þar ofan í gjáíjöklinum,er síðanernefndKötlugjá. En skömmu síðar kom flóð úr jöklinum, sem stefndi á Álftaverið, og var það síðan trú manna, að hlaupin væru að kenna fjölkynngi Kötlu. Hefir þetta verið einhvemtíma eftir 1300, því að fyrsta hlaupið úr eystra hluta jökulsins var 1311 (Sturluhlaup), en fyrir 1600, því að um 1550 var klaustur lagt niður að Þykkvabæ. Aðalhlaupin á því tímabili voru 2: 1311 og 1416 (6. og 7. hlaup). Hinn 23. dag Júnímánuðar síðastliðinn (þ.e. 1919) fóru fjórir Mýrdælingar, að fyrirlagi sýslumannsins, könnunarferð upp á Mýrdalsjökul og telja sig hafa fundið eldgíginn eða Kötlugjá. Ég hafði þá hugsað mér það, er ég fór austur í Skaftártungu í áliðnum Júlí- mánuði, að komast sem fyrst á gosstöðvarnar, þ. e. að Kötlu. Gerði ég mér þá ekki í hugarlund, að nein sérstök gjá myndi finnast, er svo langt var um liðið frá gosinu (í síðastl. Október), því að hæpið má teljast, að hún hefði nokkur fundist á ákveðnum stað, þó að komist hefði orðið á þær slóðir, jafnskjótt sem gos- inu linnti. Svo ört sígur jökullinn saman, og eflaust jafnóðum og gýs, enda ekkert um það fullyrðandi, að ekki hafi gosið á ýmsum stöðum á um ræddu svæði, tveimur að minnstakosti, ef ekki fleirum. Er það leiðin- legt, og reyndar varla ámælislaust, að ekki skuli neinir sérfróðir menn, jarðfrœðingar, hafa orðið til þess að koma á eldstöðvarnar. Af mínu ferðalagi varð þó eigi, það sem eftir var Júlímánuðar, né heldur í Ágúst. Var þann tíma að vísu, svo að segja, óslitin þurkatíð, og að því leyti hentug, en oftast var þó svo mikið sandkóf og ryk af öskufallinu, að ótryggilegt var að leggja á jökul, enda hefði það orðið gagnslaust í slíku veðri. Reyndar höfðu ýmsir í Skaftártungu ætlað sér þessa för allan tímann frá gosinu, en úr því varð eigi fram að þessu. Var nú orðið ófýsilegra að fara, er dag var svo mikið farið að stytta og vandfengið almennilegt veður, mest vegna sandryksins sífellda. Ég hafði þó förina enn í huga. Síðustu daga Ág- ústmánaðar var stillt veður og hlýtt, og 1. Sept. var JÖKULL, No. 42, 1992 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.