Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 98

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 98
við mikinn vatnagný og sjá brátt geipilegan vatnsflaum æða suður Mýrdalssand. Mun Víkurbúum strax hafa orðið ljóst, hvað væri á seyði. Var því gengið í að bjarga undan sjó öllum þeim vörum, sem fluttar höfðu verið niðurað flæðarmáli. Tókst það giftusamlega. Síðan var flutningabátum frá Vestmannaeyjum veifað frá, enda voru flóðbylgjur, sem mynduðust við jökulhlaupið svo stórar að ekki sá á möstur bátanna þegar þeir sigu niður í öldulægðirnar. Engin fjarskiptatækni var þekkt á þessum árum og því varð að notast við merkjamál þegar höfð voru samskipti við bátana og ekki gaf út í þá. Var þeim yfirmönnum þakkað að ekki urðu slys á mönnum eða tjón á eignum. Jökulhlaupið æddi niður sandinn og bar með sér mikið af stórum jökum, allt á hæð við fjögurra hæða hús. Sumir þeirra bárust á sjó út en aðrir sátu fastir á sandinum, allt að tveim árum. Mynduðust þá sand- bleytupollar umhverfis jakana, sem gátu orðið hættu- legir. Auk þess barst með flóðinu óhemja jarðefna og vikursands, sem myndaði um fjögurra km langan tanga út á fertugt dýpi. Varð þetta nokkrum erlendum togurum að fjörtjóni. Þessi tangi, sem hlotið hefur nafnið Kötlutangi, myndaðist í hlé við Hjörleifshöfða. Er þessi vikursandur á sífelldri hreyfingu með stórum hluta suðurstrandarinnar enn þann dag í dag. Eftir því sem ég man best var lygnt veður fram und- ir kvöld, þó mun gossúlan hafa hallast til norðausturs. Þegar fram undir kvöldið kemur fór að skyggja og um kvöldmatarleytið er orðið svo dimmt að ekki sér handa skil, nema þegar eldingamar leiftruðu í gosmekkinum. Þeim fylgdu mjög háværar þrumur, sem bergmáluðu með ofsakrafti milli fjallanna, svo segja mátti að sama þruman bergmálaði hvað eftir annað. Leifturrákirnar smugu um gosmökkinn í ótal, leiftrandi krókaleið- um og lýstu upp biksvart umhverfið. Þrumumar og eldingarnar trylltu skepnurnar, hross ærðust og sauð- fé tók jarmandi á rás. Ogjömingur var að vera úti, þar eð öskurykið sótti í augu, andfæri og innan undir föt, hvar sem smuga var og olli óþægindum á húð og ertingu. Flestir bæir sem ekki höfðu lokaða brunna, lentu í vandræðum, vatnið varð ónothæft. Þegar fram á kvöldið kom breyttist vindstaðan, mökkinn lagði í aðra átt og hægt og bítandi rofaði svo til að grisjaði í birtuna, svo menn sáu til vega og komust þá leiða sinna, skepnurnar róuðust en sættu sig þó engan veg- inn við ástandið. Mér var sérstaklega minnistætt, þeg- ar birtan var að ná yfirtökunum, að á vissu birtustigi fannst mér eins og komið hafði föl á jörðina. Þeg- ar betur birti var aðeins kolsvart vikurlagið yfir allt. Dagsbirtan mun hafa brotist þarna niður um rifur eða þynnri lög í gosmekki og þá myndaðist þessi villibirta. Daginn eftir lá nokkra cm gjóskulag yfir öllu og olli mönnum og skepnum miklu tjóni, óþægindum og van- líðan. Samt mun þetta hafa verið miklu alvarlegra í Skaftártungunni og á Ut-Síðunni. Eins og ævinlega vandist mannskepnan nábýlinu við Kötlu, menn vissu af henni og virtu, löguðu störf sín að duttlungum hennar og skapgöllum en eru þó alltaf viðbúnir. 96 JÖKULL, No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.