Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 105

Jökull - 01.12.1992, Page 105
þeirra og mengun sem af henni hlýst. I kaflanum um vatn er rætt um nýtingu og gæði vatns. Dæmi eru rakin frá Danmörku um gæði grunn- vatns. Áhrif framkvæmda á vatnsauðlindir fá sérstaka umfjöllun. Aswanstíflan og Nasservatnið er tekið sem dæmi um framkvæmd sem í upphafi var ætlað að vera íbúum landsins til góða en snerist upp í andhverfu sína vegna þeirra alvarlegu umhverfisáhrifa sem fylgdu í kjölfarið. Hafið skipar sinn sess í bókinni. Eðlis- og efniseig- inleikar, bylgjuhreyfingar og hafstraumar eru tekin til umfjöllunarog áhrif þessa á auðlindir hafsins. Meng- un hafa er einnig til umræðu. Hið almenna ferli nátt- úrunnar er skýrt en einnig hið sérstæða s.s. Ei Nino, fyrirbæri við vesturströnd Suður Ameríku sem hefur veruleg áhrif á líf fólks á viðkomandi svæðum. Níundi kaflinn er dálítið á skjön við það sem á undan er að því leyti að hér er einungis fjallað um Danmörku, þ.e.a.s. danskt landslag, mótað af ferl- um og lögmálum náttúrunnarfrá kvartertíma, landnám gróðurs og komu mannsins til Danmerkur, áhrif lofts- lagsbreytinga og landnáms plantna á dýralíf. Síðasta jökulskeiði, Weichsel, eru gerð góð skil, hækkun og lækkun sjávarborðs og áhrifum þess á mótun landsins. Sérstaklega er fjallað um strendur landsins. Á eftirkaflanum um landslag fylgirkafli um mann- vistarlandslag. Landið er skoðað með það fyrir aug- um að kanna hvemig viðkomandi menning og samfél- ag hefur haft áhrif á umhverfið og hvemig samfélög sem búa við ákveðna menningu hafa í samspili við mismunandi náttúru mótað land. Þessi umfjöllunbrú- ar bilið á milli kaflanna um eðlisræna landafræði og mannvistarlandafræði. Skoðuð eru tengsl menningar og stjómunar á landslag og á hvem hátt landslag getur sagt til um það. Fyrst er litið á landslag til sveita, þá iðnaðarlandslag og að lokum landslag bæja og borga. Fyrsti kaflinn um mannvistarlandafræðina er um menningu og félagsleg tengsl. Gerð er grein fyrir fjölbreytni menningar á mismunandi svæðum. Sagt er frá menningarlegum, efnahagslegum og pólitísk- um áhrifum Vesturlanda á aðra hluta heims, svo og viðhorfum Vesturlandabúa til annarra menningarsam- félaga. Gerð er grein fyrir því hvernig viðhorf okkar til þjóða mótast út frá okkar eigin forsendum. Lögð er áhersla á að samfélög eru síbreytileg og að varast beri að líta á framandi þjóðir sem fulltrúa gamalla stein- gerðra samfélaga. Orsakatengsl milli náttúru, samfé- lagsgerða og menningar eru flókin og ekkert þeirra er hægt að útskýraeingöngu sem afleiðingu af einu öðru. Menn eru ekki óvirkir gagnvart náttúrunni og hún er breytanleg. Vilji og gerðir mannsins hafa mikil áhrif á þróun samfélaga og náttúru. Búferlaflutningar eru skoðaðir í menningarlegu ljósi og þar rætt um minni- hlutahópa í Danmörku. Bent er á hvernig við í hinum vestræna heimi höfum full af fordómum og með stund- arhagsmuni okkar í huga fjallað um og skipt okkur af svæðum og þjóðum utan Evrópu. Einnig er gerð grein fyrir þróunaraðstoð sem hefur oftast nær farið fram á forsendum Vesturlandabúa. Lögð er áhersla á að skoða staðbundið sögulegar, efnahagslegar, félags- og menningarlegarforsendurfyrirþróun. Sahelsvæðiðer til umfjöllunar í þessu samhengi. Þá er komið að umfjöllun um þróun atvinnulífs og er þá kastljósinu enn beint sérstaklega að Danmörku. Hér er um að ræða góða úttekt á dönsku atvinnulífi og upplýsingar eru ítarlegar. Þá er fjallað um svæði í Danmörku þar sem efnahagsástand er erfitt og í lokin fjallað um atvinnuleysi. í 13. kaflaeru lýðfræðilegefni til umfjöllunar: Bú- seta fólks, fólksfjölgun, og búferlaflutningar. Fjallað er um lýðfræðilegar aðstæður í ólíkum heimshlutum og flóttamenn heimsins, svo og ástæður fólksflótta s.s. efnahagslegar og pólitískar, einnig vegna umhverfis- breytinga. Góð dæmi og skýringarmyndir færa þessi mikilvægu mál nær lesanda en ella. Næsti kafli fjallar um bæi og borgir. Söguleg þróun borgmyndunar innan og utan Evrópu er rædd ásamt skipulagi bæja frá mismunandi tímum. Fjallað er um kjamasvæði borgmyndunar á ýmsum tímum og þau sýnd á skemmtilegum myndum. í 15. kafla er fjallað um ríkjaskipan heimsins í hagrænu ljósi. Lífskjör eru til umfjöllunar og gerð grein fyrir nýjum hugmyndum um hvernig reynt er að mæla þau nú á dögum ("vísitala sjálfbærrar velferðar" ISEW), sem og hefðbundnum efnahagslegum mæli- kvörðum. Efnahagsþróun, alþjóðaviðskipti og við- skiptasambönd eru til umræðu. Fjallað er um einstök svæði og lönd í þessu samhengi. Vandamál einstakra heimshluta og svæða, ekki síst þróunarlanda, fá tals- vert rúm. JÖKULL, No. 42, 1992 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.