Jökull


Jökull - 01.12.1992, Side 112

Jökull - 01.12.1992, Side 112
plexígler í gluggahlera. Áburðarefni var komið í skálann í Goðahnúkum í vorferðinni, en þar sem ekki reyndist unnt að bera á hann vegna snjóa var gerð sérstök ferð til þess um mitt sumar. Þá var einnig sett plexígler í gluggahlera til þess að hleypa birtu inn á vetuma þegar snjór og ísing liggur á skálanum. Nú er skálinn í mjög góðu lagi. Esjufjallaskálinn er í góðu horfi, borið var á hann að utan, en þörf fer að verða á að lakka gólf og veggi og setja plexígler í gluggahlera. Á Grímsfjalli var fúavöm borin á skálana í vorferð. Helstu framkvæmdir sem skálanefndin leggur til em bygging geymslu á Grímsfjalli og endurbætur á gamla skál- anum í Jökulheimum. Á Grímsfjalli er um að ræða geymslu- húsnæði fyrir eldsneyti, gas, tæki og áhöld, sem þarf að geyma á fjallinu. Rætt hefur verið um að í þessari bygg- ingu verði settur kamar til notkunar allt árið með tilheyrandi losunarútbúnaði til þess að leysa sívaxandi vandamál sem fylgir ört vaxandi umferð um fjallið. Stjóm félagsins hef- ur samþykkt að ráðist skuli í þessar framkvæmdir. Gamla skálann í Jökulheimum þarf að einangra og klæða að innan. Bflaskemmuna og bensíngeymslunaþarf einnig að klæða og þétta. Að lokum skal á það bent að tekjur em nú nokkrar af læstu skálunum og ekki veitir af vegna mikils viðhaldskostn- aðar. HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðismál félagsins í Reykjavík em enn óviðunandi. Leiguherbergi að Bakkagerði 9 er allt of lítið og engin leið að koma þar skipulagi á rit og skjöl félagsins vegna þrengsla. Á nokkmm undanfömum ámm hefur verið rætt um það í félagi okkar að úr þyrfti að bæta, annað hvort með leigu á nýjum stað eða kaupum á húsnæði. Stjómin telur að það yrði lyftistöng fyrir félagið að eiga húsnæði og því vill hún stefna að því. Á liðnu ári héldu hins vegar áfram viðræður við Ferðafélag Islands, sem hófust fyrir um tveimur ámm, um að félag okkar fengi inni í húsi Ferðafélagsins, sem nú rís að Mörkinni 6 í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að á stjómarfundi fyrr í þessum mánuði var samþykkt að taka tilboði Ferðafélags Islands um að leigja aðstöðu í risi hússinsog líta á það sem tilraun til ársloka 1994 svo að fram komi á þeim tíma hver not félagsins em af húsnæði eins og því sem þar býðst. Að þeim tíma loknum verði okkur betur ljóst hvers kyns húsnæði hentar félaginu best í Reykjavík. f húsi Ferðafélags íslands býðst okkur 25 m2 einka- geymsla í kjallara, þar sem birgðir okkar af Jökli yrðu geymdar. Mánaðarleiga yrði um 9000 kr., að viðbættum kostnaði við að koma upp skilrúmum. Auk þess höfum við aðgang að risi hússins, þar sem er 60 manna salur með eldhúsi og fundarherbergi fyrir stjóm og nefndir. Fundar- herbergið hefðum við til einkaafnota ásamt Islenska alpa- klúbbnum og Ferðaklúbbnum 4x4. Gegn þessum afnotum af risinu, frá miðju ári 1992 til ársloka 1994 (30 mánuði), kosta þessi þrjú félög vinnu við innréttingu þess, en Ferða- félagið leggur til allt efni. Sá kostnaður er áætlaður um 6000 kr. á hvert félag á mánuði, en auk þess er stofnkostnaður við innréttingar í fundarherberginu. Ekki er ætlast til þess að leigutakar greiði rafmagn og hita eða fasteignagjöld. Að loknu þessu leigutímabili yrðu gerðir nýir leigusamningar ef félögin óska þess. Með þessu opnast möguleikar á að auka félagsstarfið hér í Reykjavík t.d þannig að haft yrði opið hús svo sem hálfsmánaðarlega y fir vetrarmánuðina þar sem félagar ræddu fyrirhugaðar jöklaferðir, sýndu myndir að loknum ferðum, grúskuðu saman í gömlum skjölum og ljósmyndum af jökl- um eða kæmu eingöngu til þess að hittast. BÍLAMÁL OG FARARTÆKI Snjóbfll félagsins, Bombardier, hefur nú verið endur- bættur, sett í hann sjálfskipting og millikassi og beltin breikk- uð. Hann reyndist vel í vorferðinni á Vatnajökul. Bflanefnd- in vinnur nú að því að smíða kerru á breiðum dekkjum, sem getur tekið allt að 6 olíutunnur og draga má af jeppum, jafnt á jökli sem vegum. Einnig hafði nefndin forgöngu í því að fjölga stikum á leiðinni frá Vatnsfelli inn í Jökulheima og hefta ný endurskinsmerki á gömlu stikumar. Nefndin hefur nú ákveðið að setja upp skilti víða á hálendinu með lóran- og GPS-hnitum. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var haldin laugardag 9. nóvember í Ármúla 40 og og tókst hún ágætlega og skilaði um 36000 kr. hagnaði. Stjómin þakkar skemmtinefnd mjög vel unnin störf. GJÖRFI OG KJÖRFI Skíðagöngufélagar í GJÖRFI fóru sínar venjulegu heilsubótagönguferðir annan hvem laugardag frá Nesti í Ár- túnsbrekku. BREYTINGAR í STJÓRN FÉLAGSINS Pétur Þorleifsson, sem setið hefur í varastjóm síðastlið- inn áratug, baðst undan endurkosningu. Pétur hefur unnið 110 JÖKULL, No. 42, 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.