Jökull

Eksemplar

Jökull - 01.12.1993, Side 47

Jökull - 01.12.1993, Side 47
MISVÍSUN ÁTTAVITA Á ÍSLANDI - SÖGULEGT YFIRLIT Leó Kristjánsson, Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 5, 107 Reykjavík INNGANGUR Kveikjan að ritun þessarar greinar varð öðru frem- ur setning í leiðbeiningum um notkun áttavita, sem höfundur rakst á í dagblaði. Þar stóð orðrétt: "Seg- ulnálin á áttavitanum bendir ekki í hánorður heldur segulnorðurvegna miðflóttaraflsjarðarinnar". Þettaer nokkuð fjarri lagi, og gefur til kynna að fólk almennt geti haft óljósar hugmyndir um eðli jarðsegulsviðs- ins. Hér verður því sagt lítillega frá orsökum hinnar svokölluðu misvísunar áttavitans, og lýst mælingum á þessari misvísun á Islandi og við landið fyrr og nú. Bæði almenningi og vísindamönnum hefur alltaf þótt segulmagn vera dularfullt og heillandi, einkum það hvernig sumir hlutir gátu dregið að sér aðra og krafturinn dofnaði ekki með tímanum eins og verða vildi um rafmagnaða hluti. Seguláhrif hafa oft í huga fólks verið tengd ýmsurn fyrirbrigðum sem í raun eru alls óskyld því; má þannig rifja upp að dáleiðsla er í ýmsum tungumálum kennd við segulmagn. 011 efni hafa einhverja seguleiginleika, en þeir eru lítið áberandi og þarf næm mælitæki til að kanna þá. I járni, nikkel og kóbolt (og nokkrum öðrum málm- kenndum frumefnum við lág hitastig) verða þessir eig- inleikar þó mjög sterkir af völdum flókinna víxlverk- ana milli rafeindanna, sem sveima um í frumeindum þeirra. Þær víxlverkanir er ekki hægt að skilja að fullu nema með hjálp skammtakenningarinnar, sem kom fram upp úr 1920. Þær eru kallaðar "járnsegul- mögnun" (ferromagnetism) en skiptast síðan í marga undirflokka eftir aðstæðum. Auk hreinu málmanna sem nefndir voru, hafa margar málmblöndur járnseg- ulmögnun, svo og ýmis önnur sambönd, til dæm- is súrefnis- og brennisteinssambönd járns. Þekktast þeirra er seguljárnsteinn (magnetit, FejOU. P Mynd 1. Úr bók W. Gilbert frá 1600, um rannsókn hans á stefnu lítilla segulnála sem hann festi á segul- magnaða kúlu. —An illustration from W. Gilbert’s "De magnete JARÐSEGULSVIÐIÐ - MÆLINGAR Fyrir mörgum öldum áttuðu menn sig á því að segulmagnaðir hlutir, einkum aflangir, leituðust við að stefna því sem næst norður-suður og hafði það mikla þýðingu í siglingum allt frá miðöldum. A fyrstu ár- um 16. aldar voru menn farnir að gera sér grein fyrir því að slíkir áttavitar stefndu þó ekki beint í norð- ur, og um miðja þá öld var auk þess tekið eftir því að segulmagnaðar nálar höfðu tilhneigingu til að hall- ast allbratt niður. Var leitað ýmissa skýringa á þessari hegðun, en rétta svarið fann W. Gilbert, læknir Elísa- betar I. Englandsdrottningar. I bók hans "De magnete" JÖKULL, No. 43, 1993 45

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.12.1993)

Handlinger: