Jökull - 01.12.1993, Síða 55
Vestf.
Löwenörn
Dutaillis-
Trehouart
Austf.
Wallut
n ^ Bienaimé
V o.fl.
\
\
\
J____I___I___I____I___I___1____L
1800 1850
ÁR - A.D.
__I____I___L
1900
MÆLINGAR 1940 OG SÍÐAR
I seinni heimsstyrjöldinni gaf breski sjóherinn út
handbók um landafræði íslands (Hawkes o.fl. 1942)
þar sem birt er smækkað kort af misvísun á íslandi eftir
öðru frá 1940 (Iceland, Air Map 1:600 000, G.S.G.S.
no. 4140). Ekki hefi ég grennslast fyrir um það, á
hvaða mæligögnum fyrirmyndin var byggð. Misvís-
unin hefur enn minnkað frá fyrri kortum, og er sögð
vera minnkandi um 13’ á ári. Á bandarísku landakort-
unum af öllu íslandi í kvarða 1:50 000, sem mörgum
eru kunnug, eru upplýsingar um misvísun á hverju
kortblaði. Virðist hún á mörgum þeirra vera svipuð
og hinu breska, en á öðrum munar nokkrum gráðum.
A sumum kortanna er misvísunin gefin upp fyrir árin
1948 eða 1949 og sögð minnka um 12’-13’ árlega, en
á nokkrum er átt við árið 1950 og misvísunin þá talin
minnka um 9’-10’ á ári. Samantekt misvísunarmæl-
inga, er sýnir hvernig lfklegt er að meðal-segulsvið á
Reykjavíkursvæðinu hafi breyst frá 1780-1990, er I 7.
mynd.
Mynd 7. Breytingar á meðal-
segulmisvísun í Reykjavík,
áætlaðar samkvæmt mæling-
um hér og öðrum heimildum,
frá því seint á 18. öld. Sýnt er
hve miklu munar á mæling-
um austast á Austfjörðum og
vestast á Vestfjörðum, mið-
að við Reykjavík. Mæling-
ar í segulmælingastöðinni í
Leirvogi eru einnig sýndar.
— Average magnetic decli-
nation valuesfor the Reykja-
vík area, estimatedfrom var-
ious local and global mea-
surements since the late 18th
century. The modern values
at the Leirvogur observatory
are ojf by about 2° due to
local and regional anomal-
ies. Vertical line shows the
change in declination across
Iceland.
Á árunum 1957-69 var gert sérstakt alþjóðlegt átak
í kortlagningu segulsviðs jarðar, er nefndist "World
Magnetic Survey" (Zmuda 1971). í tengslum við það
átak gerðu G.W. Haines o.fl. frá kanadísku jarðfræði-
stofnuninni vandaðar mælingar á öllum þáttum seg-
ulsviðs jarðar í 3-4 km hæð yfir íslandi 1965 úr sér-
útbúinni flugvél, sjá Leó Kristjánsson (1987) og kort
í skýrslu Þorsteins Sæmundssonar (1969). Sovéskt
rannsóknaskip að nafni "Zarya", sérhæft til segulmæl-
inga, hefur verið við mælingar víða á höfunum allt
frá því á árinu 1956 og sigldi kringum Island 1966,
en ekki er mér kunnugt um niðurstöður þess. Frek-
ari mælingar á meðalsviðinu allt kringum landið (þó
ekki yfir því) voru gerðar af bandarískum aðilum úr
flugvél 1973-74 (sjá Leó Kristjánsson 1987), en hafa
hvergi birst. Fleiri flugvélar hafa komið hér við, þótt
ekki verði rakið. Eflaust hefur einnig mikilla upplýs-
inga um sviðið verið aflað gagngert vegna kafbátaleitar
kringum landið.
JÖKULL, No. 43, 1993 53