Jökull


Jökull - 01.12.1993, Side 64

Jökull - 01.12.1993, Side 64
Mynd 1. Kort af Hnútuhólma og nágrenni hans. — Map ofthe research area. sandur, sem eins og íslenskt set yfirleitt, að mestu er mógler (sideromelan). Hér er það aðeins tekið að ummyndast (palagonitiseras) en fleira hefur hér gerst. Sums staðar í þessum brúnleita sandsteini koma fyr- ir og, ósjaldan í þéttum hópum, smáir, hvítir, nálar- laga kristallar, svo smáir að vart greinast með berum augum (Mynd 4). Ljóst er að þeir hafa myndast í sandinum eða sandsteininum, væntanlega í vatninu, áður en sandsteinsflykkin bárust upp á yfirborð. Þess- ir smáu kristallar hafa reynst vera kalsít. Inni í brúna sandsteininum eru lög eða lagabútar, úr súrum vikri með kornastærð mest um 1,5-3 mm og einstaka allt að 4 mm mest þvermál. Vikur sá kemur fyrir í einstaka kornum á víð og dreif í sandsteininum, en samfellt í lægðum milli sandgáranna. Þetta er greinilega stein- gerð báruför í sandsteininum og sýnir að hann er orð- inn til og hefur fengið form í vatni, sem vindar hafa hreyft (Mynd 5). Fyllri sönnun fæst í því að í steinin- um eru skeljar kísilþörunga sem lifa í fersku vatni og hægt er að greina. Meðal þeirra Diatoma hiemale, Melosira islandica, Meridion circulare, Ceratoneis arcus, Hantzschia ampyoxys og fleiri mætti telja ef ástæða þætti til. Þetta sýnir að sandurinn hefur sest til á botni vatns og súri vikurinn annað hvort fallið beint í það eða borist í það með rennandi vatni. Líklegt þykir, markað af stærð sandgáranna, að vart hafi vatnið verið dýpra en 1-1,5 eða 2 metrar. Af þessum athugunum hefur eftirfarandi niðurstaða verið dregin: Fyrir gosið hefur þarna verið stöðuvatn eða tjarnir með sandbotni, sem síðar hefði líklega orðið að mýrasvæði líkt því sem nú er í Hrossatungum. Þegar svo glóandi hraunið féll þarna yfir hafa flekar af sandbotni vatnsins rifnað frá undirlaginu, hrærst saman við hraungjallið er stundum náð að berast í stórum stykkjum upp á yfirborð í öllu umrótinu. En hvenær gerðist þetta? 62 JÖKULL, No. 43, 1993

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.