Jökull


Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 71

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 71
Engum getum skal að því leitt hvað langt var að j ökli, þó orð Sigurðar Stefánssonar sýslumanns í sýslu- lýsingu frá 1746 (Kálund, 1914) um að Máfabyggðir tilheyri Öræfum bendi til sagna urn að þau hafi áður fyrr verið nytjaland. En á því svæði sem þá var jök- ullaust hefur verið vel gróið land, m.a. hafa þar verið mómýrar því fram eftir þessari öld bai' Breiðá fram allmikið af ágætum mó. Hvernig það hefur verið fyrir þann tíma er ekki vitað nema um 1756 þegar Eggert og Bjarni fóru um. Ekki var þetta jafn og stöðugur framburður af mó, en stundum talsvert mikill. Eftir að farið var að nota kerrur á Kvískerjum (1916) var öðru hvoru sóttur mór að Breiðá, stundun á tvær til þrjár kerrur í einu en sum árin bar lítið á að áin bæri fram mó. Dálítið var af lurkum í mónum, en lítið af stórum stofnum. Breiðamerkurfjall virðist hafa verið notað fyrir fráfærnalömb eitthvað fram á 17. öld, sbr. orð sr. Gísla Finnbogasonar í bréfi til Árna Magnússonar um 1700 um að það verði ekki notað til lambagöngu því þar girði nú jökull í kring (Kálund, 1914). (ísleifur Einarsson segir um Hafrafell 1709 að það hafi verið upprekstrarland, "nú óbrúkandi því allt er komið í jök- ul"). Þetta bendir til að ekki hafi verið langt urn liðið frá því að jöklar gengu sarnan framan við fjöllin því menn hafa nokkuð fljótt áttað sig á að hægt var að reka kindur yfir jökulinn, en það gæti þó hafa verið verra fyrstu árin. Þegar jöklarnir fóru að ganga frarn, hafa þeir vikið anum sitt á hvað. Faðir minn Björn Pálsson kvaðst hafa séð jökulvatn í hverjum einasta farvegi á Breiða- merkursandi að undanskildum Nýgræðum og Fitjum frá aldamótum til 1940, en oft ekki nema skamma stund í einu í hverjum farvegi. Líklegt má telja að svipað hafi þetta verið áður, en nokkur óvissa er samt hvernig gróðureyðingin gerðist, hvort árnar rifu nið- ur grassvörðinn eða huldu hann aur, en það hefur að minnstakosti sums staðar gerst. Þegar Fjallsáflutti sig i núverandi farveg 1936 gróf hún sér djúpan farveg urn Jökulöldur og möl. Undir mölinni, um það bil tveim metrum undir yfirborði reyndist vera jarðlag, sem mun hafa verið hálft fet að þykkt, en vegna þess að alltaf var nokkurt vatn yfir því var það aldrei kannað vel. Undir jökulöldunum nokkru ofar er þunnt jarðlag sem vel er hægt að athuga þó e.t.v. þurfi að grafa frá því möl sem hrapað getur úr öldunni. Þegar Breiðá sameinaðist Fjallsá 1954 gróf hún sér farveg þvert fyrir framan Breiðamerkurfjall. Þar kom í ljós þunnt jarðlag sem ætla má að hafi verið yfirborð lands áður en jökull gekk yfir það. Vel má því vera að víða megi finna jarðlag með gróðri undir mölinni ef borað væri. Hugsanlega væri hægt með skipulegum rannsóknum að rekja þróun svæðisins frá landnámi til þessa dags, sem mundi að sjálfsögðu skýra ýmislegt. Lítið er um heimildir um gróðurfar á Breiðar- merkursandi á fyrri tíð. Þó getur ísleifur Einarsson um Fjallsfit 1709, og svo vill til að hægt er að vita nokkurn veginn hvar hún var, því til er vitnisburður frá 1701 um að mörkin milli Fjalls og Kvískerja voru um vörðu vestast á Fjallsfit, en mörkin munu vera óbreytt. Meðan Fjallsfit var við lýði hlýtur Fjallsá að hafa runnið nokkuð mikið austar en hún gerði í byrjun þessarar aldar, sennilega í farvegi í Króknum, en rétt fyrir aldamótin rann þar hluti Fjallsár og var sú á nefnd Deildará (sögn B.P.). Vestan viðFjallsfit var aðal gras- og slægjuland Kvískerja og voru Fitjar sem Fjallsá og Hrútá hafa nú eytt vestasti partur þess. Nærri austur við mörkin sem áður getur, héldust tvö örnefni fram á sjöunda tug síðustu aldar, sem bentu til að þar hefði áður verið meiri gróður; Langibakki og Stórasvæða (B.P. eftir móður sinni). Um svipað leyti var jökullinn að ganga yfir svæði austan við mörkin vaxið það háum víði að lítið bar á kindum þar. Þegar sást hvað að fór skóguðu Hofsmenn viðinn sem var á nokkra hesta. TILVITNANIR Blanda I. Fróðleikur gamall og nýr, 1918. Jón Eyþórsson, 1952. Þættir úr sögu Breiðár. Jökull 2,17-20. Kristian Kálund, 1914. Afmælisrit. Eggert Olafsson og Bjami Pálsson, Ferðabók 1975. BREIÐAMERKURSANDUR Breiðamerkursandur, originally Breiðársandur, was named after the farm Breiðá, settled in the Age of Settlement (874- 930 AD). It is argued that the farm was located in the area between the present glacial lagoons of Breiðárlón and Jök- ulsárlón (Figure 1). The farm was apparently prosperous, but was later ruined by the glacial advance. Last remains were seen in 1793. The glacier and the sandur advanced over vegetated areas, and a layer of soil and peat, presuma- bly from this time, is found beneath the sandur in a few places. JÖKULL, No. 43, 1993 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.