Jökull


Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 75

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 75
JOKLABREYTINGAR 1930-1960, 1960-1990 og 1991-1992 Oddur Sigurðsson Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT Jöklamælingamenn komu á 39 staði við jökul- sporða haustið 1992. Þannig háttaði til á fimm þessara staða að ekki var unnt að mæla ýmist vegna snjóskafla sem lágu á jökuljaðrinum, vatn hindraði aðkomuna eða jaðarinn var hulinn auri svo að ekki sást í hann til mælinga. Af þeim 34 jökuljöðrum sem voru mældir höfðu 11 gengið fram, tveir staðið í stað en 21 hopað. Sumarið 1992 var allkalt og tíð snjókomaá fjöllum og einkum til jökla. Sérstaklega voru hörð hret sem gengu yfir norðanvert landið um Jónsmessu og í lok ág- úst. SnjóaðiþániðuríbyggðáNorðurlandi. Mjögdró úr jöklaleysingu við þetta bæði vegna kulda og vegna þess að þegar jöklar verða alhvítir að sumri, endurkasta þeir mörgum þeim geisla sem annars bræddi ís. A þeim jöklum sem mældir eru urðu ekki óvæntar breytingar utan þess að Múlajökull rauk af stað rétt einu sinni og var á fullri ferð þegar hans var vitjað í september. Vel má nefna hér að gangur var í þrem öðrum jökl- um á árinu þótt þeir séu ekki mældir sérstaklega. Fyrri hluta vetrar gekk jaðar Þjórsárjökuls fram um 200- 300 m. Þarna var um að ræða syðsta þriðjung jökulj- aðarsins frá Arnarfelli að Miklafelli. Ekki sáust um sumarið sprungur sem bentu til þess að þetta framskrið hafi náð upp fyrir „Lágsteina“. I mars og apríl 1992 gekk suðvestur horn Köldu- kvíslarjökuls fram um nokkur hundruð metra og stífl- aði aftur upp Hvítalón sem tæmdist 1989. Sprungur sem tengdustþessum hreyfingum náðu upp með Hamr- inum að norðan og varð vart í 1500 m y.s. a.m.k. að því er Astvaldur Guðmundsson segir. Magnús Tumi Guðmundsson veitti því athygli að norðvestur jaðar Sléttjökuls (norðanverður Mýrdals- jökull) gekk fram á þessu ári. Ekki er vitað nákvæm- lega hvenær og ekki hefur verið gengið úr skugga um hve langt jaðarinn gekk fram. Rétt er að gera grein fyrir því að jöklar hér á landi hafa tvenns konar eðli sem vel er hægt að greina í flestum tilvikum. Hér er átt við að sumir jöklanna eiga það til að taka á rás með nokkurra ára eða áratuga millibili. Þetta gera þeir án þess að menn hafi komið auga á orsökina svo óyggjandi sé. Að minnsta kosti virðist það óháð þeim veðurfarsþáttum sem venjulega hafa mest áhrif á jökla svo sem því hvort undan hef- ur gengið tímabil hlýinda eða kuldatíð með úrkomu. Sumir jöklarhlaupa sjaldan eða aldrei fram á þennan hátt. Þeim jöklum sem bregða svona undir sig betri fætinum hefur verið gefið heitiQ framhlaupsjöklar og kallast á ensku surge-type glaciers. Þessir jöklar hopa nánast alltaf ört í allmörg ár milli þess sem þeir ganga fram og er jaðar þeirra því jafnan flatur og sprungulítill jafnvel á tímabilum þegar aðrir jöklar ganga almennt fram. Héðan af verður sett merki í töfluna yfir jökla- breytingar við þájökla sem taldir eru framhlaupsjöklar. Svo sem sagt er hér að framan er yfirleitt hægt að sjá með stuttri athugun á sögu jökulsins hvort hann á vanda til að hlaupa fram með fyrr greindum hætti. Má telja mjög líklegt að þeir jöklar sem hafa hopað jafnt og þétt undanfarinn aldarfjórðung séu framhlaupsjöklar þótt ekki sé kunnugt um að í þá hafi komið mikill gangur í seinni tíð. ,, AFKOMUMÆLIN G AR‘ ‘ Þegar byrjað var að mæla breytingar á sporðum íslenskra jökla 1930 var það m.a. gert til að finna sam- hengið milli veðurfars og jöklabreytinga. Ekki gerðu menn sér vonir um að einfalt yrði sjá þetta samhengi og JÖKULL, No. 43, 1993 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.