Jökull - 01.12.1993, Side 83
viðkomu í sundlauginni á Brautarholti á Skeiðum.
Ekki er búið að vinna úr mælingum ferðarinnar
nema að litlu leyti. Frumniðurstöður og yfirlit yfir
mælingar fer hér á eftir:
V ök fannst á gosstöðvunum undir S víahnúk Vestri.
Hæð vatnsborðsins í vökinni var 1410 m y.s. þann 19.
júní. Hefur það því risið um 21 m frá sama tíma í
fyrra.
Landmælt var 4 km langt snið upp úr Vötnunum að
norðan. Landmælingarnar vann Ingvar Þór Magnús-
son, Landmælingum Islands.
Vetrarafkoman í Grímsvötnum var með meira
móti, mældist hún 5,96 m og vatnsgildi hennar var
3170 mm.
I djúpu kjarnaholunni á Grímsvatnahellunni var
rnældur eðlismassi hjarnsins og hitastig þess. Sýni
voru tekin til samsætumælinga en frekari athuganir
verða gerðar á kjarnanum í bænum.
Issjármælingarnar tókust vel. Auk þess sem botn
var kannaður á þeim stöðum sem að framan greinir
fóru fram ýmsar prófanir á íssjánni.
Vegna borfestunnar náði holan á Öræfajökli ekki
gegnum vetrarlagið. Var kjarninn þó orðinn 11,20 m
á lengd og vatnsgildi hans 5820 mm þegar hætta varð
borun. Benda þessar tölur til þess að Öræfajökull sé
úrkomusamasti staður á landinu og kemur e.t.v. fáum
á óvart. Hitastig kjarnans var mælt og sýni tekin til
samsætumælinga.
Hæð Hvannadalshnúks, 2119 m, var ákvörðuð
með þríhyrningamælingum sumarið 1904. Sú aðferð
sem þá var notuð þykir nú úrelt en mælingar með nýj-
ustu landmælingatækni hafa ekki verið gerðar. Því
var í ferðinni gerð tilraun til að mæla hæð Hvanna-
dalshnúks með svokölluðum DGPS mælingum. Ut
kom talan 2111 m y.s. en ekki má taka hana of há-
tíðlega því óvissan er talin a.m.k. 5 metrar. Ekki er
því tímabært að breyta hinni viðteknu hæðartölu en
rétt væri að stefna að því á næstu árum að fara með
nákvæm GPS tæki til landmælinga á Öræfajökul og
mæla Hvannadalshnúk og fleiri tinda.
Margt hjálpaðist að til að gera þessa ferð hina
ánægjulegustu. Veður var með eindæmum gott og
skíðamenning því með meiri blóma en oft áður. Allir
lögðust á eitt við að vinna þau verkefni sem fyrir lágu.
Matráðskona og birgðastjóri var Sólveig Kristjánsdótt-
ir og var hennar hlutur ekki lítill í farsælli útkomu
ferðarinnar. Þá bar ferðanefnd undir forystu Astvalds
Guðmundssonar hitann og þungann af undirbúningi
ferðarinnar. Landsvirkjun lagði til vörubíl í ferðirnar
að og frá jökli, einnig hefil til að opna leiðina inn í
Jökulheima.
Þar sem snjóbíll Landsvirkjunar var bilaður gat hún
ekki lagt til bíl í þetta sinn. Því var tillegg Hjálpar-
s veitar skáta í Hafnarfirði ómetanlegt en snj óbíll þeirra
flutti allt eldsneyti og mikinn hluta annarra birgða leið-
angursins á Grímsfjall. Þá vakti það Ijúfsáran söknuð
margra að bíll nr. 1, Bombinn (Bombardier snjóbíll
JÖRFI), hafði hægt urn sig á meðan á ferðinni stóð og
hélt kyrru fyrir í híði sínu í Jökulheimum. Bílanefnd
félagsins stóð þó fyllilega fyrir sínu og brást félögum
hennar hvergi bogalistin við úrlausn hinna margvís-
legustu verkefna, hvort heldur voru boranir, viðgerðir
eða nýsmíði.
JÖKULL, No. 43,1993 81