Jökull


Jökull - 01.12.1993, Page 85

Jökull - 01.12.1993, Page 85
voru flutt 4 erindi sem öll snertu Auðœfi á hafsbotni, en eftir hádegi var veggspjaldasýning í sýningarsaln- um í kjallara hússins með um 35 erindum. Þátttaka í ráðstefnunni var ágæt, yfir 100 manns létu sjá sig og fjölmiðlar veittu henni einnig nokkra athygli. Meðal þeirra sem töluðu á morgunfundinum var yfirmaður jarðfræðideildar Shell International í Haag, David M. Loftus. Hann kom hingað til lands til þess að flytja þettaerindi í boði olíufélagsins Skeljungs hf. og kunn- um við þeim Skeljungsmönnumbestu þakkir fyrir vel- vildina. ÁHUGAHÓPUR Loks er að geta starfsemi sérstaks áhugahóps um djúpgerð íslands sem hafur haldið regluleg málþing í vetur, alls 7 sinnum. Þátttaka hefur verið mjög góð, frá 20 til 40 manns á hverjum fundi, og þetta umræðuform hefur þótt takast nokkuð vel. Það er von okkar að fleiri taki sig til og reki svona áhugahópa um sérstök málefni undir merkjum Jarðfræðafélagsins. ORÐANEFND Orðanefnd Jarðfræðafélagsins situr óbreytt frá fyrri árum, en formaður hennar er Jón Eirrksson. Nefndin hyggst á næstunni senda félagsmönnum JFI fyrsta skammtinn úr orðabelgnum: 50 orð sem varða eldfjöll og eldfjallafræði. I haust er von á orðalista um jarðlagafræði og höggun, og því næst kemur röðin að jöklafræði. Alls hefur nefndin á fundum sínum fjallað um skilgreiningar á rúmlega 300 orðum. RITNEFND JÖKULS Leó Kristjánsson hefur setið í ritnefnd Jökuls fyrir hönd Jarðfræðafélagsins og verður svo enn um sinn. Af ýmsum ástæðum hefur útkomu ritsins seinkað, en von er á 1991 heftinu nú í sumar og 1992 ekki alltof löngu síðar. Auk Leós hafa þau Bryndís Brandsdóttir og Helgi Björnsson lagt hér hönd á plóg. SIGURÐARSJÓÐUR Af Sigurðarsjóði er lítið að frétta annað en að fjár- hagsstaða hans er nokkuð góð. Höfuðstóllinn var í haust ríflega ein milljón króna og vextir tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Stjórn sjóðsins hefur komið einu sinni formlega saman á starfsárinu. Nú má telja tímabært að hugsa sér til hreyfings, og mun stjórnin bjóða hingað fyrirlesara næsta vetur. STJÓRN FÉLAGSINS í stjórn Jarðfræðafélagsins síðastliðið ár sátu auk formanns þau Hjalti Franzson, Gestur Gíslason, Guð- rún Larsen og Guðrún Sverrisdóttir. Gestur og Hjalti ganga nú úr stjórninni og vil ég nota tækifærið til að þakka þeim fyrir samstarfið. Eg vil sérstaklega geta þess að Hjalti hefur gegnt störfum gjaldkera bæði ár- in sem hann hefur setið í stjórninni og farist það vel úr hendi. Endurskoðendur félagsins eru þeir Þórólfur Hafstað og Ásgrímur Guðmundsson. NÝIR FÉLAGAR Á síðasta aðalfundi bættust þrír meðlimir í félagið og voru félagar þar með orðnir 203, samkvæmt nýjustu talningu. Fyrirþessum fundi liggja síðan 6 umsóknir. Freyr Þórarinsson JÖKULL, No. 43, 1993 83

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.