Jökull

Útgáva

Jökull - 01.12.1993, Síða 87

Jökull - 01.12.1993, Síða 87
VORFERÐ JÖRFI Arleg rannsóknaferð félagsins var farin til Grímsvatna dagana 13.-21. júní. Þátttakendur voru 26. Ferðanefnd, undir formennsku Astvalds Guðmundssonar sá að mestu um undirbúning ferðarinnar. Fararstjóri var Helgi Bjömsson en Þóra Karlsdóttir og Ingibjörg Amadóttir höfðu stjóm á matseld. Landsvirkjun lagði að vanda til snjóbfl og bfl- stjóra, en einnig landmælingamann. Norræna Eldfjallastöð- in lánaði GPS-landmælingatæki til leiðangursins. Félagar bflanefndarformanns fluttu fólk til og frá jökli. Arangur af rannsóknum var góður, félagsandinn ágætur og veður mis- jafnt; hressilega hvasst í þijá daga og einn daginn ekkert unnið úti, en margir stórsigrar unnir í bridge. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð vatnsborðs Grímsvatna var mæld í vök undir Vest- ari Svíahnúk. Hinn 17. júní 1992 mældist hún 1389 m y.s., sem er um 60 m lægra en í fyrra. I hlaupinu haustið 1991 féll vatnsborðið um nálægt 80 m og hafði því risið um 20 m frá því hlaupi lauk 30. október. 2. Landmælt var 10 km langt snið norðaustur úr Vötnun- um til þess að fá mat á ísskrið inn að þeim. Hæð og hreyfing ísstíflunnar austan við þau var einnig mæld. 3. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist 5.12 m (af snjó), sem er nærri meðallagi. 4. Unnið var að umfangsmiklum mælingum á staðsetn- ingu mælistika á vestanverðum Vatnajökli með ná- kvæmum GPS-tækjum til þess að finna hæð og hreyf- ingu jökulsins. Hér er um að ræða gerbreytingu á landmælingum á jöklum, þar sem unnt er að vinna þær nær hvemig sem viðrar. 5. Samhliða GPS-landmælingum voru gerðar þyngdar- mælingar til þess að kannajarðlög undir vestanverðum Vatnajökli. 6. Mæld var nákvæmlega staðsetning fastpunkta á Hamrinum og Grímsfjalli (Saltaranum) með GPS- landmælingatækjum í þeim tilgangi að fylgjast með hreyfingum jarðskorpu vegna landreks og eldvirkni. Eru þetta fyrstu mælingar í þeim tilgangi inni á jöklin- um. 7. Unnið var að íssjármælingum til þess að kanna hvar íshellan á Grímsvötnum fer á flot. 8. Borið var á báða skálana, þeir þrifnir og unnið að við- haldi. Fjarlægðar voru tómar tunnur og annað msl af Grímsfjalli og flutt til bygða. 9. Gufubað var sett upp við Saltarann og við borholu austan við nýja skálann. MÆLINGAR Á JÖKULSPORÐUM OG FRAMHLAUP JÖKLA. Mælingar á stöðu jökulsporða vom með svipuðu sniði og áður undir stjóm Odds Sigurðssonar. Framhlaup Skeið- aráijökuls stóð fram á árið 1992 og um sumarið var mikill gangurí jöklinummilli Þórðarhymu og Háubungu. Snemma árs varð vart við framhlaup í Þjórsárjökli, um 200-300 m, og einnig í sunnanverðum Köldukvíslarjökli, en snemma um haustið hljóp Múlajökull. RANNSÓKNASTÖÐIN Á GRÍMSFJALLI. Sendingar gagna frá gagnasöfnunarstöð á Grímsfjalli gengu vel fram á haust en einhver bilun varð í stöðinni þegar mjög djúp lægð fór yfir landið 23. nóvember s.l., svo að frá þeim tíma vantar gögn. KÖNNUNÁ AFKOMU OG HREYFINGU Á VATNAJÖKLI. Síðastliðið sumar unnu jöklafélagar á Raunvísindastofn- un og Landsvirkjun að mælingum á afkomu og hreyfingu á Síðujökli, Tungnaáijökli, Köldukvíslaijökli og Dyngjujökli, auk Grímsvatnasvæðisins. Afkoma var mæld með borunum og hreyfing með GPS-tækjum. Af niðurstöðum má nefna að vestan í Háubungu, í 1600 m hæð, jafngilti afkoma í lok jökulárs 5700 mm af vatni, en 3500 mm í 1950 m hæð á Bárðarbungu. Hér var um að ræða heildarúrkomu á árinu vegna þess að ekkert leysingarvatn náði að renna frá jöklin- um, heldur sat öll úrkoman eftir á honum. Frost var enn í botni holunnar á Bárðarbungu í lok sumars! í Grímsvötnum var afkoman 2100 mm en í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í júní var vertarsnjórinn 2800 mm. Niðurstöður mælinga á hreyfingu voru einnig mjög athyglisverðar. Undanfarin ár hafa jöklamir ekki hreyfst nægilega hratt til þess að bera fram afkomu sem á þá hefur safnast. Því hafa þeir orðið stöðugt brattari og stefnt í framhlaup. Sumarið 1992 hafði hreyfing Tungnaárjökuls og Síðujökuls hins vegar aukist verulega og á næstu mánuðum mun fylgst náið með því hvort framhlaup er að hefjast. Sporður Tungnaárjökuls var um haustið enn flatur og ekki farinn að skríða fram, en stóð þó um 30 m framar en haustið 1991. AFKOMA HOFSJÖKULS. Samkvæmt mælingum félaga á Orkustofnun jafngilti jákvæð afkoma Hofsjökuls í lok jökulárs s.l. haust því að bæsthefði einn metri af vatni að jafnaði ofan á allan jökulinn. Efst á Hofsjökli urðu eftir 10 m þykkar snjófymingar og hafði leysingarvatn aðeins náð að hripa niður á 8 metra dýpi. Þarmældist því öll ársúrkoman, 5500 mm (frá 11.09. 1991 til 21.09. 1992). JÖKULL, No. 43, 1993 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.12.1993)

Gongd: