Jökull

Issue

Jökull - 01.12.1993, Page 89

Jökull - 01.12.1993, Page 89
BÍLAMÁL OG FARARTÆKI Bflanefnd telur æskilegt að félagið eignist nýtt farar- tæki til jöklaferða, auk Bombans. Bendir nefndin á að tor- færujeppi hefði ýmsakosti, þarsem slíkurbfll gæti nýstbæði til flutninga að jökulrönd og á jökli. Þessi mál eru nú mikið rædd í stjóm og nefndum félagsins því að þau tengjast fyrir- huguðum verkefnum félagsins í rannsóknum, útgáfumálum, viðhaldi skála og nýbyggingum. Auknum bflakosti fylgir þörf á bflageymslu í Reykjavík, jafnvel í Jökulheimum, ef snjóbfll yrði keyptur. HAUSTFERÐ Haustferðin í Jökulheima var farin 11.-13. septemberog tókst vel að vanda. Fararstjóri var Stefán Bjamason. ÁRSHÁTÍÐ Arshátíð var haldin laugardag 30. október í Skíðaskál- anum í Hveradölum og tókst hún ágætlega. Stjómin þakkar þeim sem unnu að undirbúningi mjög vel unnin störf. GJÖRFI Skíðagöngufélagar í GJÖRFI fóm sínar venjulegu heilsubótagönguferðir frá Nesti í Ártúnsbrekku. FYRIRHUGAÐAR RANNSÓKNIR Það er venja í lok þessarar skýrslu að drepa á rannsókna- verkefni sem framundan eru. í vor mun væntanlega unnið að íssjármælingum á Skeiðarárjökli með tilstuðlan Vegagerðar og Landsvirkjunar. Um er að ræða 1500 km2 svæði og að loknum þeim mælingum verður Vatnajökull allur mældur að undanskildum Öræfajökli, litlu svæði norðan við Esjufjöll og smájöklunum sem falla austur frá Breiðubungu. Lang- jökull verður þá einn eftir af stóru jöklunum. Að lokinni kortagerð af þessum jöklum mun íssjármælingum væntan- lega beint að könnun á útbreiðslu öskulaga í jöklum til þess að kanna afkomu jöklanna frá því öskulögin féllu. Þá kann einnig að koma að því að borað verði til botns í einhvem stóru hveljöklanna, m.a. til þess að kanna öskulög og fræð- ast um eldvirkni og aldur jöklanna. Á næstu árum munu aukasthérá landi mælingar á afkomujökla og skriði íss nið- ur að jökulsporðum, auk jökulleysingar og sjálfvirkar veð- urathugunarstöðvar verða settar á jökulsker. Kæmi vel til greina að þær yrðu við alla skála félagsins. Þessar rann- sóknir munu tengjast auknum áhuga manna á áhrifum lofts- lagsbreytinga á afkomu jökla um allan heim. í Grímsvötnum er á næstu ámm stefnt að auknum bor- unum með bræðslubor gegnum íshelluna og ýmsa sigkatla til þess að mæla hitastig og efnasamsetningu vatns. Það yrði til aukins skilnings ájarðhitasvæðumundirjökli og eðli jökulhlaupa. Þá er rætt um að hefja samfelldar mælingar á vatnshæð Grímsvatna með því að koma fyrir þrýstingsmæl- um á botni þeirra. Niðurstöður yrðu sendar með fjarskiftum upp á Grímsfjall og síðan til byggða. Þá vil ég geta þess að í ágústmánuði næstkomandi verð- ur hér á landi vinnufundur um líkangerð af jöklum á vegum Vísindastofnunar Evrópu, sem hefur aðsetur í Strasbourg. Einnig er fyrirhugað að halda hér alþjóðlega ráðstefnu um rof jökla árið 1995. Þá verða 100 ár frá fæðingu Jóns Ey- þórssonar, stofnanda og fyrsta formanns þessa félags. Færi vel á að minnast þess með slfkri ráðstefnu. BREYTINGAR í STJÓRN FÉLAGSINS Sveinbjöm Bjömsson, varaformaður félagsins, hefur beðist undan endurkosningu í stjóm vegna anna sem rektor Háskólaíslands. Hann var formaður félagsins 1986-89, hef- ur verið varaformaður frá 1989, var ritstjóri Jökuls, 1967- 1977. Sveinbjöm tók við Jökli af Jóni Eyþórssyni, dauð- vona, hélt uppi ritinu í áratug og ég veit að til þess þurfti hann oft að endurskrifa fyrir höfunda fjölmargar greinar í hverju hefti. Hann tók við félaginu af Siguijóni Rist, heilsutæpum, þegar enginn annar fékkst til þess og stýrði því meðan það var að ná áttum eftir að brautryðjendur höfðu fallið frá eða látið af störfum. Það hefur verið okkur mikill styrkur að hann hefur setið sem varaformaður eitt kjörtímabil eftir að hann lét af formennsku. Hann hefur gert það sem hann hefur verið beðinn um. Hann situr nú í valnefnd og ég vona að svo geti orðið áfram. Fyrir hönd félagsmanna færi ég Svein- birni þakkir fyrir ómetanlegt starf fyrir Jöklarannsóknafélag Islands. Helgi Björnsson JOKULL, No. 43,1993 87

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.12.1993)

Actions: