Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 13
Fréttir 13Helgarblað 24.–27. október 2014
E
bólufaraldurinn sem nú geis-
ar í Vestur-Afríku hefur sýkt
um 8.600 manns og lagt um
helming þeirra að velli. Talið
er að tilfellin séu miklu fleiri,
jafnvel tugþúsundir. Fjöldi hjálp-
arstarfsmanna hvaðanæva að úr
heiminum hefur starfað um lengri
eða styttri tíma í þeim löndum sem
verst hafa orðið úti. Meðal þeirra
eru hjúkrunarfræðingurinn Magna
Björk Ólafsdóttir og Gísli Rafn Ólafs-
son, sérfræðingur í upplýsingatækni
á hamfarasvæðum. Dánartala sjúk-
dómsins er mjög há, eða 30 til 90
prósent. Núverandi faraldur er sá
mesti hingað til og sá fyrsti sem fram
kemur í Vestur-Afríku. Hann hefur
að mestu verið bundinn við Gíneu,
Síerra Leóne og Líberíu. n
Íslendingar í eldlínu ebólu
n Forðast smit með öllum tiltækum ráðum n Fólk hvatt til að borða ekki apakjöt
Óttast ekki smit
Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunar-
fræðingur dvaldi í Síerra Leóne sem sendi-
fulltrúi á vegum Rauða krossins síðasta
sumar og gegndi starfi heilbrigðisfulltrúa
Rauða krossins fyrir allt landið. Hún segir
tilfellum ebólu í landinu fara fjölgandi.
„Dánartíðnin getur verið allt upp í 90 pró-
sent en hefur verið 50 til 60 prósent. Ekki
er til nein þekkt meðferð og því er fræðsla
svo mikilvæg til að koma í veg fyrir smit.“
Starf Mögnu fólst að mestu í að styðja
landsfélag Rauða krossins og var hún
því í nánu samstarfi við sjálfboðaliða
við að skipuleggja hvernig best væri að
miðla fræðslu um ebólu til íbúa landsins.
„Stærsta hlutverkið var þó að skipuleggja
greftranir því þörfin var mikil.“ Magna
segir ebólu smitandi fyrst eftir andlát og
því mikilvægt að setja upp gott kerfi og
bregðast fljótt við og koma í veg fyrir að
fólk snerti lík. „Þá eru sérstakar reglur um
tegund líkpoka, hversu djúp gröfin á að
vera og hversu langt er á milli grafa.“
Allt snýst um ebólu
Að sögn Mögnu snertir útbreiðsla ebólu
daglegt líf fólks í Síerra Leóne og í fjöl-
miðlum er vart fjallað um annað. „Áhrifin
eru víðtæk og búið var að loka skólum og
hindra að fólk kæmi saman. Sums staðar
var búið að loka mörkuðum og jafnvel setja
heilu þorpin í einangrun. Til langframa á
þetta eftir að hafa gífurleg áhrif á efnahag
og lifibrauð íbúa landsins,“ segir hún.
Ekki hættuför
Magna hefur farið í nokkrar ferðir sem
sendifulltrúi Rauða krossins, meðal annars
til Haíti, Íraks og Filippseyja. Hún kveðst
ekki hafa litið á ferðina til Síerra Leóne
sem hættuför. „Ég sá þetta sem faraldur
því þarna er smitsmjúkdómur að breiðast
út. Maður gæti ekki unnið þetta starf ef
maður væri hræddur um að smitast. Ef
fólk fylgir leiðbeiningum og veit hvernig
það á að haga sér gengur yfirleitt vel þó
að auðvitað geti orðið slys.“ Magna dvelur
nú í Swiss og starfar fyrir Alþjóða Rauða
krossinn og hefur umsjón með námskeið-
um fyrir sendifulltrúa á leið til starfa á
spítölum í þeim löndum þar sem ebóla
hefur breiðst út.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagny@dv.is
Fólk hvatt til að snertast ekki
Gísli Rafn Ólafsson er yfirmaður neyðar-
mála hjá Net Hope sem eru regnhlífar-
samtök 41 stærstu hjálparsamtaka í heimi
og dvaldi hann í Líberíu í tíu daga fyrr í
mánuðinum. Talið er að rúmlega 4.000
manns hafi smitast af ebólu í Líberíu en
íbúar landsins eru um fjórar milljónir. Gísli
segir að lífið gangi að mestu leyti sinn
vanagang hjá almenningi. „Smitaðir eru
lítið brot af heildarfjöldanum. Það er þó
mikill ótti við að smitast og er reynt að fá
fólk til að breyta ýmsum venjum sínum til
að minnka líkur á smiti. Til dæmis er fólk
hvatt til að hætta að heilsast og snertast.
Í frumskógunum er algengt að fólk borði
apakjöt og leðurblökur og er því reynt að
fá fólk til að hætta því til að minnka líkur
á smiti.“
Bæta flæði upplýsinga
Í Líberíu vann Gísli að úttekt á fjarskipta-
málum og nauðsynlegum útbótum til að
bæta viðbrögð vegna ebólu. „Mitt hlutverk
var að taka út fjarskipta- og upplýsinga-
kerfin í landinu til að hægt væri að sjá
hvað þyrfti að koma með inn til að bæta
fjarskiptin og upplýsingaflæðið sem er
takmarkað í dag. Talið er að fjöldi smitaðra
sé mun meiri en opinberar tölur segja til
um,“ segir hann. Gísli segir farsímakerfin
í Líberíu ekki byggð með mikla notkun í
huga enda sé byggð mjög strjál fyrir utan
höfuðborgina. „Stór hluti landsins er frum-
skógur og lítil þorp og því mjög erfitt og ekki
talið fjárhagslega hagkvæmt að setja upp
farsímakerfi alls staðar. Talið er að á bilinu
40 til 60 prósent fólks eigi farsíma, sem
er ágætt en þó lægra hlutfall en í mörgum
öðrum Afríkuríkjum.“
Aðeins 50 læknar
Tíu ár eru liðin síðan 18 ára borgarastyrjöld
lauk í Líberíu og því eru innviðir landsins
mjög viðkvæmir. „Þegar ebóla fór að
breiðast út voru aðeins 50 læknar í landinu
öllu. Alþjóðasamfélagið er á fullu að veita
aðstoð og þetta er mjög stórt verkefni
þegar ekki eru neinir spítalar sem geta tekið
við sjúklingum. Það þarf að byrja á að reisa
tjaldsjúkrabúðir til að taka við sjúklingum
og reyna að aðstoða þá. Fyrir hvern sjúkling
þarf tæplega fimm starfsmenn og því er
stórmál að fá þjálfað fólk sem getur unnið
við þessar aðstæður.“
Handsprittið mikilvægt
Gísli hefur áður starfað á hamfarasvæðum
og aðspurður hvort hann hafi óttast að
smitast af ebólu í Líberíu segir hann alltaf
hættu til staðar á hamfarasvæðum en að
hann reyni að meta hana og lágmarka með
öllum tiltækum ráðum. „Maður var ekki
að heilsa neinum og notaði einn brúsa af
handspritti á dag og ýmislegt þess háttar
til að takmarka áhættuna.“ Hann bendir á
að hættulegast sé að vera í framlínunni að
hjúkra sjúklingum.
Mælir hitann
tvisvar sinnum á dag
Þegar Gísli flug frá Líberíu til Brussel í síðustu
viku fór hann í athugun hjá Bandarísku sótt-
varnastofnuninni, CDC, sem er með teymi á
flugvellinum í Líberíu. Þar svaraði Gísli spurn-
ingum um heilsufar og hiti hans var mældur.
Það sama var svo gert í Brussel. Í 21 dag eftir
komuna þangað mun hann mæla líkamshit-
ann tvisvar sinnum á dag og fylgjast með að
engin af einkennum ebólu geri vart við sig,
eins og uppköst, niðurgangur og hiti.
Fer líklega aftur til Líberíu
Gísli hefur starfað undanfarin fjögur ár hjá
Net Hope og var áður í þrjú ár hjá Microsoft,
þá einnig við ráðgjöf um notkun upplýs-
ingatækni í hamförum. Núna dvelur hann
í Brussel við undirbúning á uppsetningu
gervihnattabúnaðar í þeim löndum sem
verst hafa orðið úti eftir ebólufaraldurinn.
Fjölskylda Gísla býr á Íslandi og kemur hann
heim um miðjan nóvember en segir líklegt
að hann fari aftur til Vestur-Afríku og hafi
umsjón með uppsetningu á búnaðinum.
„Við verðum með mjög öflugt starf þarna
næstu þrjá til sex mánuðina svo ég geri ráð
fyrir að fara þangað aftur. Þá verð ég reynsl-
unni ríkari og með nóg af handspritti.“
Síerra Leóne
Greftrunarteymi
að störfum. Lík
eru meðhöndluð á
sérstakan hátt til
að koma í veg fyrir
smit. LjóSMynD/REutERS
Sendifulltrúi Rauða
krossins Magna Björk
Ólafsdóttir hjúkrunar-
fræðingur .
Á hamfarasvæðum Gísli Rafn
Ólafsson. Myndin er tekin á Haítí eftir
jarðskjálftann mikla árið 2010.
„Smitaðir eru
lítið brot af
heildarfjöldanum
Síerra
Leóne
Líbería
Gínea
Ebólufaraldurinn í Afríku
Þau lönd sem hafa orðið verst úti
Ebólufaraldurinn sem nú geisar í
Vestur- Afríku hefur, samkvæmt op-
inberum tölum, sýkt um 8600 manns
og dregið um helming þeirra til dauða.
Talið er að tilfellin séu miklu fleiri, jafn-
vel tugþúsundir. Ebóluveiran greindist
fyrst árið 1976 í Kongó og Súdan.
Dánartala er mjög há, eða 30 til 90
prósent. Núverandi faraldur er sá mesti
hingað til og sá fyrsti sem fram kemur
í Vestur-Afríku. Hann hefur að mestu
verið bundinn við Gíneu, Síerra Leóne
og Líberíu. Hann hófst í desember 2013
með andláti tveggja ára barns, en hans
varð þó ekki að fullu vart fyrr en í mars
2014 í landamærahéruðum Gíneu.
Heimild: Vísindavefurinn