Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 28
Helgarblað 24.–27. október 201428 Fólk Viðtal Þ etta hékk yfir mér í fjögur ár en nú er langþráður dómur fallinn. Ég hef fengið uppreisn æru,“ seg- ir Mummi Týr Þórarinsson eða Mummi í Götusmiðjunni eins og hann er jafnan kallaður. Nýlega féll dómur í meiðyrðamáli Mumma gegn Braga Guðbrandssyni, for- stjóra Barnaverndarstofu. Ummæli Braga frá árinu 2010, um að Mummi hefði hótað krökkum vistheimilisins ofbeldi, voru dæmd dauð og ómerk. Götusmiðjunni var lokaði en nú fjórum árum síðar er Mummi stað- ráðinn í að opna hana aftur. Skömmin erfiðust „Ég var úthrópaður ofbeldismaður og kynferðisafbrotamaður. Fólk hreytti í mig ónotum og ruglað- ist á mér og Gumma í Byrginu. Ég forðaðist að fara niður í bæ,“ segir Mummi sem missti algjörlega und- an sér fæturna fyrir vikið. „Ég dró mig inn í skel og týndist. Ég var 52 ára og Götusmiðjan var ævistarf mitt. Fólk á erfitt með að trúa að það geti einhver starfað í þessu af hug- sjón og ég þurfti að sitja undir ásök- unum um að ég væri í einhverjum „monkey-business“. Breiðavíkur- málið var í umræðunni og Byrgið og hverju vistheimilinu á fætur öðru var lokað. Við vorum öll sett undir sama hatt, þóttum öll sömu krimm- arnir. Ég varð örugglega þunglyndur, gerði alls konar þvælu, hljóp út undan mér, fór til Las Vegas og gifti mig en það hjónaband entist í kort- er. Ég gerði alls kyns gloríur. Ég var bara svo týndur,“ segir Mummi sem ákvað loks að taka á sínum málum. „Það erfiðasta í þessu öllu saman hefur verið skömmin. Ég er af þeirri kynslóð sem er alin upp undir þeim formerkjum að þurfa að standa sig. Skömmin yfir því að hafa verið tek- inn niður, ekki í bakherbergi, held- ur fyrir framan alla þjóðina, var yf- irþyrmandi. Fjölmiðlar hjóluðu í mig og RÚV tók þá stöðu að ég væri þessi maður. Ég var máttlaus rödd að reyna að standa á móti þessu. Á kvöldin á koddanum hugsaði ég með mér að það bara hlyti að vera eitthvað mikið að mér. Þetta var mikill rússíbani.“ Íhugaði að stiga til hliðar Mummi hefur aldrei sagt sína hlið en fær hér tækifæri til þess: „Ég kem úr fríi árið 2010 og fer beint á fund hjá Barnaverndarstofu. Bragi spyr hvort ég sé ekki orðinn þreyttur og býður mér að hverfa út úr Götu- smiðjunni. Ég segist ætla að skoða það og hugsa með mér að kannski sé þetta orðið fínt; að minn tími sé kominn. Ég var hreykinn af starf- inu, nú gæti annar tekið við keflinu. Ég var til í að stíga til hliðar ef Götu- smiðjan yrði rekin áfram og það eina sem ég bað um var að skuld- irnar yrðu yfirteknar og að ég hefði sex mánuði til að fóta mig í lífinu. Það var allt guðvelkomið. Það sem ég vissi hins vegar ekki var að Bragi hafði þegar lagt til við félagsmála- ráðuneytið að Götusmiðjunni yrði lokað í sparnaðarskyni. Þegar ég kemst að því dreg ég samninginn til baka, segi nei takk.“ Kem í eyðibýli Mummi segist síðan hafa lent í orðaskaki við starfsmann sem Bragi hafi ráðið inn á Götusmiðj- una. „Hann neitar að taka fyrirmæl- um frá mér og segist aðeins taka við fyrirmælum frá Barnaverndar- stofu. Hann verður það æstur að ég bið hann rólega að yfirgefa stað- inn. Þarna voru krakkar í meðferð sem ég vildi ekki að yrðu vitni að þessum látum. Hann fer af staðn- um en nær fyrst að segja við krakk- ana að ég hefði rekið hann, sem ég gerði alls ekki. Daginn eftir verður þessi örlagaríki fundur. Krakkarnir eru reiðir við mig fyrir að hafa rekið starfsmanninn. Við spjöllum saman og ég útskýri að ég hefði ekki rekið hann, aðeins beðið hann að fara heim þar sem hann hafi ekki verið í jafnvægi. Ég bið krakkana um að standa við bakið á honum og sýna Ég var tekinn af lífi Mummi Týr Þórarinsson er mættur aftur eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara síðustu fjögur árin. Mummi segist hafa fengið uppreisn æru eftir að dómur í meiðyrðamáli féll honum í vil. Mummi ræðir hér um Götusmiðjuna, deilurnar við forstjóra Barnaverndarstofu, erfiða æsku, foreldrana sem brugðust honum, ástina og börnin á götunni sem eiga hjarta hans. honum trúnað. Í kjölfarið fer um- ræðan að snúast um trúnað og umræðan færist út á götu. Krakk- arnir tala um hvað sé lítill trúnað- ur á götunni, að hann þekkist ekki í eiturlyfja heiminum. Þá segi ég að ef trúnaður í undirheimum sé ekki virtur sé fólk einfaldlega hnébrotið. Það var engin hótun meint til krakk- anna og þau voru alveg sammála því út frá sínum reynsluheimi. Svo lýkur fundinum og allir eru glaðir. Tveimur dögum seinna er ég á fundi í borginni þegar ég fæ símtal frá lögfræðingi mínum um að stór- skotaliðið sé mætt austur, það er Bragi og félagsmálastofnun Kópa- vogs. Þá var búið að „tvista“ um- ræðuna þannig að ég á að hafa sagt að ef unglingarnir héldu ekki trún- að við mig þá myndi ég hnébrjóta þau! Á þessu byggði Bragi þau rök að ég hefði beitt þau hótunum. Þegar ég kem austur er búið að loka staðnum. Ég kem bara í eyði- býli og blaðamenn eru farnir að hringja í mig. Bragi fór sjálfur með þetta í fjölmiðla. Ég var bara jarðað- ur, markmiðið var að breyta mér í Gumma í Byrginu,“ segir Mummi og bætir við að það hafi verið reiðarslag fyrir mann eins og hann sem gefi sig út fyrir að vera heiðarlegur. „Og trúðu mér, ef ég ætlaði að krimmast myndi ég gera það á stærri skala en að ræna meðferðarheimili. Það er á hreinu. Ég margbað um að fá lögreglu- rannsókn á þessu því hótun um líkamsmeiðingar er klárlega lög- brot. Bragi hafnaði þeirri beiðni al- farið en tók sér fullt rannsóknar- leyfi, dómarastöðu og sá um aftökuna og jarðaði mig og starf- semina. Blóm og kransar voru af- þakkaðir af hálfu Barnaverndar- stofu. Ég og lögfræðingur minn sendum lögreglunni bréf en feng- um þau svör að það væri engin ástæða til að skoða þetta. Braga kom ekkert við ágrein- ingur milli mín og ónefnds starfs- manns þar sem Götusmiðjan var algerlega sjálfstætt batterí en Barnaverndastofa hafði, lög- um samkvæmt, eftirlitsskyldu. Þar höfðum við alltaf komið út með A+ einkunn. Þeir pappírar eru til hjá Barnaverndarstofu ef einhver vill skoða.“ Með kjaftforari mönnum Mummi segir þeim Braga aldrei hafa verið vel til vina. „Ég var óþægileg stærð, var með kjaft- forari mönnum og hjó fólk ósvíf- inn niður. Ég reif kjaft og var dug- legur í því. Mér fannst samfélagið bara svo áhugalaust gagnvart þess- um krökkum og tók þessu öllu svo persónulega. Ég þekkti þessa krakka, hvernig átti ég ekki að taka þessu persónulega? Ég fór í taugarnar á kerfinu. Ég kem úr þessu umhverfi, er kvik- myndagerðarmaður að mennt, en ekki sálfræðingur eða uppeldis- fræðingur, er þessi gaur með þessa miklu lífsreynslu og spurði óþægi- legra spurninga. En ef þú móðgar kerfið meiðir kerfið þig til baka.“ Hann segist vita um afdrif krakk- anna sem fluttir voru út þegar Götusmiðjunni var lokað. „Sum fóru heim en öðrum var reynt að koma fyrir á fósturheimilum,“ segir Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Fólk hreytti í mig ónotum og ruglaðist á mér og Gumma í Byrginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.