Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 33
Helgarblað 24.–27. október 2014 Fólk Viðtal 33
uð og átti erfitt með að treysta fólki.
Ég treysti bara á sjálfa mig. Ég hef
reyndar unnið mikið í því síðustu
árin. Þetta var nefnilega þannig að
eftir að málinu lauk þá var þetta
ekkert rætt í mörg ár. Þetta var það
sárt og erfitt allt saman.“
Það gekk ýmislegt á milli foreldra
hennar og allt samfélagið í kringum
þau dróst inn í deilurnar. Úr urðu
ýmsar lögfræðiflækjur og að lok-
um fór málið fyrir dómstóla. „Þetta
snerist bara um hvar hag okkar
systkininna yrði betur borgið,“ út-
skýrir Þórhildur.
Ætlaði að verða barnasálfræðingur
Hún segir deilum foreldra sinna þó
hafa lokið á farsælan hátt, en á end-
anum fékk móðir hennar forræðið
yfir þeim systkinunum og þau
bjuggu hjá henni á Flúðum. Fað-
ir hennar bjó í Reykjavík og systk-
inin heimsóttu hann eitthvað um
helgar.
Þórhildur segir þau systkinin í
raun ekki hafa fengið almennilega
fagaðstoð vegna deilna foreldra
sinna. „Ég talaði við einhverja sál-
fræðinga sem krakki en ég sá svo í
gegnum þá. Mér fannst þetta svo
asnalegt og þeir spurðu mig asna-
legra spurninga. Mér fannst þetta
ekkert hjálpa mér. Eftir þetta ætlaði
ég mér lengi vel að verða barnasál-
fræðingur svo ég gæti í alvörunni
hjálpað börnum. Mér fannst þetta
fólk nefnilega ekki geta hjálpað
okkur.“
Lætur sjúkdómin ekki stoppa sig
Mörkin á milli frekju og ákveðni
eru ekki alltaf skýr, og Þórhildur
segist nú ekki bara vera frek, heldur
sé hún líka ákveðin. Hún segir það
lýsandi fyrir ákveðni sína hvern-
ig hún tókst á við það þegar hún
greindist með sykursýki 1 þegar
hún var þrettán ára.
„Það var ákveðin sorg. Það var
mjög erfitt fyrir mig sem ungling að
þurfa allt í einu að breyta lífi mínu.
Ég man bara þegar ég þurfti að
sprauta mig sjálf í fyrsta skipti. Þetta
er minning sem ég gleymi aldrei og
mér fannst heimi mínum kollvarp-
að. Ég er með mjög mikla sprautu-
fóbíu og finnst óþægilegt að fara í
sprautur, en þetta er eitthvað sem
ég er orðin vön, enda búin að gera
þetta mörgþúsund sinnum,“ segir
Þórhildur en hún þarf að sprauta
sig með insúlíni nokkrum sinnum
á dag.
„Eftir að ég komst upp á lag-
ið með þetta þá ákvað ég að láta
þennan sjúkdóm ekki stoppa mig.
Ég hef líka kosið að líta ekki á þetta
sem sjúkdóm, þetta er bara hluti af
mér. Allir hafa sinn djöful að draga
og þetta er minn. Ég var allavega
það heppin að ég fékk sjúkdóm
sem get lifað með og hann þarf ekk-
ert að há mér.“
Insúlínið hvarf í Kambódíu
Þegar Þórhildur fór í Asíureisu fyrir
fjórum árum varð hún því að gjöra
svo vel að drösla með sér þriggja
mánaða skammti af insúlíni, sem
var töluverð fyrirhöfn. „Ég reyndi
að „gúgla“ hvernig ætti að ferðast
með sykursýki í allt öðru loftslagi
en það er mjög lítið til af upplýsing-
um um það. Við vorum náttúrulega
að fara í skítugt bakpokaferðalag en
ekki gista á flottum hótelum. Ég var
með insúlínið í sér tösku sem var
svolítið pirrandi, en það erfiðasta
var að lyfið þarf að geymast í kæli.
Ég var allaf að redda mér klakapok-
um í sjoppum til að skítmixa þetta,“
segir hún hlæjandi. „Stundum voru
ísskápar í herbergjunum sem við
gistum í en annars þurfti ég bara að
treysta fólkinu í móttökunni til að
geyma þetta fyrir mig. Svo lenti ég
í því í Kambódíu að meginhluti lyf-
janna var horfinn þegar ég kom að
sækja þau.“
Þórhildur fékk eðlilega mikið
áfall, enda er í raun ekkert heil-
brigðiskerfi í Kambódíu og ferða-
menn sem veikjast þar eru fluttir
til Taílands. „Málið með sykursýki
er að ef þú færð ekki insúlín þá get-
ur þú dáið á innan við sjö dögum.
Þetta er jafn nauðsynlegt og súrefni
fyrir líkamann,“ útskýrir hún hrein-
skilin.
Eftir smá panikkástand fann hún
hins vegar stóran hluta af insúlín-
pennunum á víð og dreif í nágrenni
gististaðarins. Hún komst aldrei að
því hvað gerðist, en telur líklegt að
einhver forvitinn hafi komist í pakk-
ann en fljótlega áttað sig að þetta
var ekkert merkilegt.
Hamingjusöm með Hjalta
Aðspurð hvort hún hafi orðið fyr-
ir einhverju áreiti, þá aðallega frá
karlpeningnum, eftir að andlit
hennar fór að birtast á sjónvarps-
skjáum landsmanna, segir Þórhild-
ur það hafa verið eitthvað. Þó ekkert
neikvætt. Aðallega hefur verið um
pot á Facebook að ræða og einhver
skilaboð. Henni þykir þó ekki heill-
andi að láta pota í sig með þessum
hætti og kýs þá frekar að fá símtöl
eða sms-skilaboð.
Í vikunni voru því eflaust ein-
hver hjörtu kramin þegar fréttir af
því bárust að Þórhildur væri farin
að slá sér upp með Hjalta Harðar-
syni, framkvæmdastjóra Kjarnans.
En hann potaði einmitt ekki í hana
á Facebook. „Við kynntumst í sumar
og það gengur mjög vel og við erum
voða hamingjusöm,“ segir Þórhild-
ur og verður hálffeimin. Hún vill
lítið ræða sambandið, enda tiltölu-
lega nýhafið og hún veit ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér.
Lærði að lifa í núinu og keypti sófa
„Líf mitt hefur svolítið einkennst af
því að ég hef alltaf verið að leita að
nýju ævintýri og lifa í morgundeg-
inum. Lifa í framtíðinni. Ég stóð
mig til dæmis að því þegar ég var á
ferðalagi um Asíu að vera að hugsa
um hvað ég ætti að gera næst. Eft-
ir að ég byrjaði að vinna sem frétta-
maður þá fann ég mig svo mikið og
fann ástríðuna fyrir því sem ég var
að gera, og þá breyttist þetta. Þá fór
ég meira að lifa hvern dag fyrir sig
og ekki hugsa jafn mikið um fram-
tíðina eins og ég gerði. En ég er nátt-
úrulega bara 24 ára og fullorðnað-
ist mjög hratt. Ég upplifi mig mjög
unga og finnst ég eiga rosalega mik-
ið eftir og inni,“ segir Þórhildur og
brosir.
„Ég var til dæmis að kaupa
mér sófa í fyrsta skipti,“ segir hún
ánægð og bendir á fallegan ljósan
tungusófa sem passar vel inn í
bjarta stofuna. „Ég fékk alveg hrað-
an hjartslátt þegar ég skrifaði undir
kaupin í búðinni. Mér fannst þetta
eitthvað svo varanlegt og hugs-
aði með mér, hvað ef ég flyt út á
morgun? Eins og hefur verið hugs-
unarhátturinn minn, ég hef alltaf
getað farið án fyrirvara. Það var
skuldbinding fyrir mig að kaupa
þennan sófa og mér fannst það
mjög fullorðinslegt skref.“
Unga konan sem bjó í ferðatösku
þangað til fyrir einu og hálfu ári er
því orðin ansi ráðsett í miðbænum.
Eigandi kattar og nýs tungusófa.
Lifði af bílslys fyrir kraftaverk
Þórhildur segist sem betur fer ekki
hafa orðið fyrir miklum áföllum í líf-
inu. Eða það er allavega ekki henn-
ar upplifun. „Ég er mjög lítið í því
að vorkenna mér út af einhverju
sem kemur fyrir mig, eða aðstæð-
um sem ég lendi í. Ef ég hefði dottið
í einhverja vorkunn í hvert einasta
skipti sem eitthvað hefði komið upp
á, þá væri ég einhvers staðar annars
staðar. Þetta er svolítið „áfram veg-
inn“ viðhorf.“
Hún lenti þó í alvarlegu bílslysi
fyrir rúmu einu og hálfu ári á
Skeiðavegi. Þau voru fjögur í bíln-
um á leið heim af balli og Þórhildur
sat í farþegasætinu þegar ökumað-
urinn sofnaði undir stýri á um 90
kílómetra hraða. „Ef við hefðum
ekki verið í beltum þá hefðum við
öll dáið. Þetta var algjört kraftaverk.
Bíllinn fór út af veginum og við fór-
um þrjár, fjórar veltur og enduðum
í skurði.“
Þórhildur reynir að sýna það
með höndunum hvernig bíll-
inn valt og endaði með ótrúleg-
um hætti ofan í skurði, en það varð
þeim hugsanlega til lífs. „Í skurðin-
um var vatn, mýrarrauði og mold
þannig undirlagið var mjúkt. Við
lentum ekki á jörðinni, á vegg eða
götunni. Þetta var mikið áfall. Ég
rankaði við mér í vatni upp á bringu
og við vissum ekkert hvort við kæm-
umst út. Ég var ansi vönkuð og slös-
uð eftir þetta, en það brotnaði samt
ekkert. Við hefðum ekki geta ver-
ið heppnari. Allir sem komu þarna
að, sjúkraflutningamenn og lækn-
ar, sögðu að þetta væri ótrúlegt og
algjör mildi að ekki hefði farið verr.“
Hélt hún myndi deyja
En hvað hugsaði hún þegar hún átt-
aði sig á því að bíllinn var á leið út af
veginum? „Það fyrsta sem ég hugs-
aði var: „jæja, nú er þetta búið. Þetta
eru mín örlög“. Ég hélt það yrðu mín
örlög að deyja í þessu bílslysi. Ég
hugsaði það í veltunni en svo datt
ég út og rankaði ekki við mér fyrr en
við vorum í skurðinum.“
Þórhildur segir að þau hafi í raun
ekki vitað hvort þau kæmust út úr
bílnum eða ekki. Það var svarta-
myrkur og kalt vatnið umlukti þau.
Bíllinn var alveg ofan í skurðinum
og þau því illsjáanleg frá veginum.
Það var hins vegar fyrir algjöra til-
viljun að vinur hennar, sem sat í
aftursætinu, hafði náð að halda á
símanum sínum í veltunni og forða
honum þannig frá því að lenda í
vatninu. Hann gat því hringt eftir
hjálp.
„Þetta fór sannarlega betur en á
horfðist. Við komumst öll heil frá
þessu og gjörsamlega sigruðum
þetta. Það er svo fjarlægt manni
að lenda í bílslysi og maður hugs-
ar aldrei að þetta geti komið fyrir
sig. Þetta var ekki skemmtileg lífs-
reynsla en allt svona fær mann til
þess að hugsa skýrar,“ segir Þórhild-
ur alvarleg í bragði.
Hefur unnið fyrir hlutunum
Að lokum leikur blaðamanni
forvitni á að vita hvort svona ung,
en samt lífsreynd kona, líti á eitt-
hvað eitt í lífi sínu sem sérstakt af-
rek? „Allir litlir sigrar eru sigrar út
af fyrir sig. Ég hugsa mikið þannig
að ég búi mér sjálf til tækifæri. Ég
fæ stundum að heyra frá alls kon-
ar fólki að ég hafi verið heppin
að fá hitt eða þetta tækifærið. En
staðreyndin er bara sú að þú upp-
skerð eins og þú sáir og þú þarft að
vinna fyrir hlutunum. Það er algjör-
lega þannig í mínu tilfelli. Ekkert
sem hefur gerst hef ég fengið upp
í hendurnar. Þetta er bara þrotlaus
vinna,“ segir Þórhildur ákveðin
„Það fer í taugarnar á mér þegar
fólk stimplar mig á ákveðinn hátt og
er fullvisst um að ég hafi verið ráðin
í vinnu af þessari eða hinni ástæð-
unni. Af því ég er ung og sæt kona.
Ég þoli þetta ekki. Eins og mað-
ur geti ekki verið frambærilegur og
klár. Í fréttabransanum þá er það oft
þannig að ungir strákar sem koma
inn eru strax mjög efnilegir á með-
an ungar konur þurfa miklu meira
að sanna sig. En þetta er sem bet-
ur fer að breytast,“ segir Þórhildur,
þessi skelegga fréttakona, að lok-
um. n
Fullorðnaðist allt of hratt