Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 54
Helgarblað 24.–27. október 201454 Fólk Sveinbjörg Breiðholtsbúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, borgarfulltrúi Framsókn- ar og flugvallarvina, verður brátt Breiðholtsbúi og tilkynnti hún það formlega á Facebook-síðu sinni í vikunni. Fjölmargir vina hennar kunnu að meta færsluna og eru væntanlega ánægðir fyrir hennar hönd. Sveinbjörg sagði frá því í helgarviðtali í DV fyrir skömmu að hún byggi þröngt og hefði gert í töluverðan tíma. Þá hefur hún verið í skamm- tímahúsnæðislausnum og því flutt ansi oft á síðustu árum. Hús- næðið í Breiðholti mun vera eitt- hvað rýmra en núverandi hús- næði og einnig til frambúðar. Það er því ekki nema von að Svein- björg sé kát. n Segist ekki vera einkaþjálfari fræga fólksins E inkaþjálfarinn Antoine Hrannar Fons er ekki allur þar sem hann er séður. Eftir áramót er hann að fara í BA- nám í frönsku en hefur nú þegar lokið leiklistarnámi, IcelandA- ir-prófi til að verða flugþjónn og einkaþjálfaranámi ÍAK. Þess utan hefur hann klárað hálft mastersnám í fjölmiðlafræði. „Mér finnst gaman að læra og þar sem ég get gert það samhliða vinnu án þess að taka lán þá er það alveg frábært,“ segir hann. „Ég hef verið að mennta mig rosa- lega mikið og mér fannst vera kom- inn tími til að vinna við eitthvað sem ég er búinn að mennta mig í. Ég ætl- aði að fara í fjölmiðlafræði og komst inn í mastersnám í því í Háskóla Ís- lands en ákvað á sama tíma að fara í inntökuprófið hjá ÍAK á Keili í einkaþjálfun og komst þar inn líka. Ég ákvað að gera það frekar og hef verið að vinna hjá Laug- um síðan ég út- skrifaðist úr því námi.“ Vinsæll þjálfari Antoine er afar vinsæll þjálfari og alltaf mikið að gera hjá honum. Ein- hvern veginn æxlaðist það svo að hann fékk nokkra nafntogað fólk í þjálfun til sín eins og Unnstein í Retro Stefson, Emmsjé Gauta, Högna í Hjaltalín, Björgu Magnúsdóttur og Katrínu Oddsdóttur. En hann vill þó ekki kannast við að vera einka- þjálfari fræga fólksins. „Nei, það er mjög kjánalegt að segja það, ég er bara einkaþjálfari og fæ viðskipta- vini,“ segir hann og hlær. „Ég vakna eldsnemma á morgnana og byrja að þjálfa. Ég get ráðið tíma mín- um mikið sem þjálfari. Ef eitthvað kemur upp á hjá mér eða þeim sem ég þjálfa þá er því bara reddað. Ég er minn eigin herra. Ég er heldur ekkert að skamma fólkið ef það mætir ekki nema það geri það að vana sínum. Þá kannski læt ég það gera auka armbeygjur eða gef þeim smá spark í rassinn.“ Allt er gott í hófi Antoine finnst mikilvægt að ýta fólki ekki of hratt út í líkamsrækt og að allt sé best í hófi. „Ef fólk er nýbyrj- að og hefur ekki hreyft sig í mörg ár kannski er ekki gott að ýta of mikið á það. Þetta verður gera í stigum. Byrja rólega og þjálfa fólk upp. Ég funda yfirleitt með fólki í byrjun og þá kem- ur í ljós að það vill léttast eða kom- ast í form einn, tveir og tíu. En þetta er maraþon, ekki spretthlaup. Eins skiptir máli hvern þú ert að þjálfa, það er ekki hægt að láta fitness- gaur og sextuga konu taka sömu æf- ingarnar. Mér finnst það vera svolítið þannig í crossfit, að sama er sett yfir alla. En það er líka öðruvísi í svona hópþjálfun en einkaþjálfun. Þú sérð meira um þig sjálfur í hópi og mað- ur þarf kannski meiri aga til að vera í þannig íþrótt. Einkaþjálfarar hreyfi- greina fólk til að sjá hvernig æfingar hentar hverjum og einum. Ég hef alls ekkert á móti crossfit, maður þarf bara að passa sig. Allt er gott í hófi.“ Ekki lögverndað starf Hver sem er getur titlað sig einka- þjálfara í dag þar sem starfsheitið er ekki lögverndað. „Að mínu mati er mjög mikilvægt að vera allavega með grunnþekkingu á því hvernig vöðv- ar og líkaminn virkar ef maður ætl- ar að titla sig einkaþjálfara. Ég fékk mjög góðan grunn, ég kláraði 60 ein- ingar í skólanum á Keili. Þetta er eitt besta einkaþjálfaranámið á Íslandi því maður lærir alla anatómíu og lífeðlisfræði til dæmis, sem maður getur svo notað mikið í þessu starfi. En svo er líka mikilvægt að vera vel upplýstur því það er alltaf eitthvað nýtt að koma fram, greinar og rann- sóknir og slíkt. Ég reyni líka að halda mér við með því að fara á nám- skeið hjá ÍAK sem eru mjög flott og eru sérstaklega gerð fyrir útskrif- aða þjálfara. Á þessi námskeið eru fengnir prófessorar frá Bandaríkj- unum og Evrópu til dæmis. Þetta er bara eins og hvert annað fag, maður hættir ekkert að læra þó að mað- ur sé útskrifaður,“ segir Antoine að lokum. n Með næstum 5 háskólagráður Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Hálfgerður eilífðarstúdent Antoine finnst gaman að læra og segist vera í þeirri frábæru stöðu að geta farið í háskólanám án þess að taka lán. Antoine Fons Til í slaginn í Laugum. „Eins og þú sért að fá rafstuð“ Arna Birna keppir í popping um helgina É g gæti ekki hugsað mér lífið án dans, ég er alltaf dansandi. Ég hef prufað allt, djassballett, ballett og samkvæmisdansa en fann mig best í hiphopp- inu,“ segir Arna Birna, dansari og fyrsta árs nemi í Menntaskólanum við Sund. Arna Birna byrjaði að læra ball- ett þegar hún var sex ára en færði sig yfir í „street“-dans þegar hún var tíu. Hún segir ballettgrunninn hafa hjálpað í street-dansinum. „Ballettinn var bara ekki fyrir mig. Í hiphoppi getur maður meira ver- ið maður sjálfur. Þá þarf maður ekki að læra eitthvað aftur og aftur en getur gert það sem maður vill, svo lengi sem maður er með taktinn og í stuði til að dansa.“ Þessa vikuna er danshátíð í Reykjavík og af því tilefni verður street-dans einvígi í íþróttahúsi Seljaskóla á laugardaginn. Þetta verður í þriðja skiptið sem Arna Birna keppir en hún ætlar að dansa popping en það er stíllinn sem Brynjar Dagur heillaði þjóðina með þegar hann sigraði í Ísland Got Talent. Arna Birna segir popping alls ekki bara fyrir stráka. „Það eru samt fáar stelpur í þessu. Margar stelp- ur vilja dansa stelpulegri dansa. Í popping er eins og þú sért að fá raf- stuð. Ég hef verið að dansa þennan stíl í tvö ár og hef æft mig með hjálp Youtube og netsins,“ segir hún og bætir við að þótt stíllinn virki erfið- ur sé hann það alls ekki. „Ekki þegar þú hefur náð grunninum, þá verður þetta einfalt.“ Aðspurð segist hún ekki ætla að semja dans fyrir keppn- ina um helgina. „Maður fer bara beint í þetta. Það er ekki hægt að búa til rútínu því þú veist ekk- ert við hvern þú keppir eða hvaða lag verður spilað undir. Þú þarft bara að finna taktinn og byrja. Þetta verð- ur alvöru „battle“. n indiana@dv.is Arna Birna Arna Birna hefur dansað frá sex ára aldri. Nýtt stjörnupar? Bjarni í Mínus og Saga Sig tísku- ljósmyndari hafa sést mikið saman upp á síðkastið og velta menn fyrir sér hvort þau séu far- in að rugla saman reytum. Saga var um tíma með Ella Egilssyni sem er í hljómsveitinni Steed Lord og Bjarni var með Hrefnu Óskarsdóttur sem nú er með Magnúsi Scheving. Bjarni hefur verið meðlimur hljómsveitarinn- ar Mínus frá upphafi en Saga var í University Arts London þar sem hún lærði tískuljósmyndun. Gleðitíðindi fyrir Stefán Jón Stefán Jón Hafstein, fjölmiðla- maður og starfsmaður hjá Þróunarsamvinnustofnun, greindi frá því fyrir nokkrum dögum á Facebook að nærri átta þúsund evrur hefðu safnast á Karolina Fund til að kosta útgáfu ljósmyndabókar hans um Afríku. Stefán Jón þakkaði fyrir stuðn- inginn á Facebook en bók hans var að koma út. Færst hefur í aukana að höf- undar reyni að fjármagna bækur sínar í gegnum Karolina Fund en ekki er víst að öllum takist eins vel upp og Stefáni Jóni. Fjár- mögnunarleiðin virðist geta ver- ið stórsniðug, líklega sérstaklega fyrir unga höfunda sem eru að koma sér á framfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.