Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 18
i6
Sigurður Konráðsson
Jón sem kennari og frumkvöðull í barnamálsrannsóknum
Verkefni og próf sem Jón Gunnarsson lagði fyrir nemendur í lok nám-
skeiða voru dálítið sérstök. Þess minnast þeir sem sátu yfir prófum hans
í „Þróun málvísinda“ á hátíðasalnum og áttu erfitt með að slíta sig frá
prófborðinu vegna þess að þeir vildu ekki láta Jón hafa veður af því að
þeir hefðu ekki lesið nógu vel og vegna þess að þeim þótti svo óttalega
gaman að skrifa um efnið sem hann lagði fyrir. Það var afar opið: Rask.
Kennarínn
Hægt er að lýsa Jóni á margvíslegan hátt sem kennara. Grundvallarein-
kennið var mikill áhugi hans á því sem hann hafði að segja. Fyrir utan það
að kunna þetta allt saman var hann vel undir fyrirlestrana búinn með full-
skrifað handrit. Hann las þó alls ekki upp af því heldur þeyttist um pall-
inn og skrifaði á töfluna. Nemendur kepptust við að skrá sem mest af því
sem hann sagði og skrifaði. Það tókst yfirleitt nokkuð vel vegna þess að
skipulagið á framsetningunni var mjög þægilegt með tilvísunum í það sem
áður hafði komið fram. Eitt með fyrstu námskeiðunum sem flestir tóku
var „Þróun málvísinda“. Fyrirlestrar voru haldnir snemma á mánudags-
morgnum. Þrátt fyrir það var ævinlega fullt hús. Nemendur sváfu ekki
yfir sig. Ekki þessir nemendur, en vert er að hafa í huga að þeir voru oftar
en ekki af betra taginu, ekki síst þeir sem settust við skör meistarans um
1980 strax að loknu stúdentsprófi úr fornmáladeild MR, jafnan að minnsta
kosti hálfdúxar eða því sem næst.
Eg ætla að leyfa mér að lýsa dálítið námskeiðinu „Sögulegum málvís-
indum“. Það var haldið veturinn 1979—1980. Fyrirlestrar hófust 12. októ-
ber 1979 og sá síðasti var fluttur 29. apríl 1980, samtals að minnsta kosti
27 fyrirlestrar. I glósum sem til eru frá þessu námskeiði kemur ekki fram
hve langir fyrirlestrarnir voru, en á stundaskrá voru þeir tveir tímar í
senn, alltaf með tveggja vindlinga hléi sem þrátt fyrir það var ekki lengra
en korter. I minningunni voru þeir oft nær þremur tímum. Fyrirlestrarnir
hófust með örstuttri kynningu á því hvar við vorum stödd síðast og hvað
væri fram undan. Jón byrjaði yfirleitt á því að reyna að fá nemendur til að
sjá heildarmynd áður en hann þrengdi sjónarhornið, en spurði auðvitað
áður: „Ekki satt?“ I þessu námskeiði áttu nemendur að hita sig upp með
því að lesa bók eftir Bynon (1977). Hann byrjaði á að fara í ungmálfræð-
ingana, þá formgerðarstefnuna með de Saussure, Pragarskólann með
Roman Jakobson, Kurylowicz og Kaupmannahafnarskólann og endaði á