Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 201

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 201
Andmóili við doktorsvöm Hauks Þorgeirssonar 199 þar með leyfa þeim að stuðla eða ríma saman? Hér geta auðvitað oft komið til hefðarreglur sem eiga sér sögulegar rætur, enda eru slíkar reglur fyrirferðarmikið viðfangsefni Hauks í þessari ritgerð. En ekki er síður áhugavert að kanna til hlít- ar hvað liggur til grundvallar jafngildi (í bragfræðilegum skilningi) þegar hefðar- reglur koma ekki við sögu. Hér hafa ýmsir fræðimenn fyrri áratuga stundum vísað til hljóðkerfisgerðar, ýmist til baklægrar eða morfófónemískrar gerðar í anda generatífrar hljóðkerfisgreiningar eða þá hefðbundinnar fónemískrar gerðar í anda formgerðarstefnunnar. Hér tekur Haukur nokkuð róttækan pól í hæðina og virðist telja — ef ég hef skilið hann rétt — að hljóðfræðileg líkindi séu ein og sér nægilegur grundvöllur fyrir jafngildi, og að braghefðir styðjist ekki við annað en slík yfirborðslíkindi (auk hefðarreglna, að sjálfsögðu, þar sem þær eiga við).2 Ef þetta er tekið bókstaflega þýðir það þá væntanlega að bragkerfið skírskotar í raun aldrei til hljóðkerfisgerðar af nokkru tagi, ekki einu sinni til fónemískrar gerðar í hefðbundum skilningi. Ástæðan fyrir því að sýnd rímar t.d. ekki við mynd hlýtur þá alls ekki að vera sú að /i/ og /1/ séu ólík fónem í íslensku hljóðkerfi, heldur einungis að hljóðin [i] og [1] séu ekki nógu lík í hljóðfræðilegu tilliti til að bragkerfið geti talið þau jafngild. Eg vil leyfa mér að efast um að þetta eigi við rök að styðjast, enda á ég bágt með að trúa því að fónemískur munur hljóða — og sú djúpstæða tilfinning mál- notandans að tvö hljóð séu „ekki sama hljóðið" ef þau eru aðskilin fónem, en að þau séu „sama hljóðið" ef þau eru hljóðbrigði eins og sama fónems — komi ekk- ert við sögu í þeim óskráðu bragreglum um rím og stuðlasetningu sem skáld fara eftir. Nú eru [i] og [1] til dæmis hljóðbrigði í mörgum öðrum tungumálum. Ættum við virkilega að trúa því að rímreglur slíkra mála væru allt eins líklegar til að sundurgreina þessi tvö sérhljóð eins og íslenskan gerir? Tökum annað dæmi. Stutt /ai/ verður oft að hljóðgildi ákaflega líkt stuttu /a/ eða stuttu /e/ (sbr. breytingu eins og atla > [ahtla] í máli sumra). Er raunhæft að skáld myndu nokk- urn tíma leggja slík sterk hljóðfræðileg (yfirborðs)líkindi til grundvallar og taka upp á því að ríma skipulega og reglubundið saman orðapör eins og <xst: hvasst eða móildi : valdi? Er trúverðugt að það sé stafsetningarmunurinn einn sem haldi þarna aftur af mönnum? Þessu má líka snúa við og velta fyrir sér hvort hljóðfræðileg ólíkindi (ef svo má segja) geti ein og sér verið nægur grundvöllur fyrir því að tvö hljóðbrigði sama fónems séu sett í sinnhvorn jafngildisflokkinn í kveðskap. Nú er til dæmis frá- blástur lokhljóða talsvert lengri og hefur aðra hljóðrófseiginleika ef á eftir fer frammælt og nálægt sérhljóð eins og [i] eða [1] en ef sérhljóðið er fjarlægt og mið- eða uppmælt eins og [a] eða [ai] (sjá t.d. Ohala 1983). Er raunhæft að ímynda sér að skáld gætu lagt þennan hljóðfræðilega mun til grundvallar og látið orð eins og 2 Haukur bendir réttilega á að hljóðfræðileg líkindi taka ekki aðeins mið af hljóð- myndunarlegum atriðum heldur ekki síður hljóðeðlis- og hljóðskynjunarlegum eiginleik- um viðkomandi hljóða og hljóðaraða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.