Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200910 Yfirskrift ráðstefnunnar var „Upplifun og líðan sjúklinga og fjölskyldu af því að gangast undir blóð­ og beinmergsígræðslu“. Á ráðstefnunni voru innlendir og erlendir fyrirlesarar sem byggðu erindi sín meðal annars á rannsóknarniðurstöðum og þróunarverkefnum. Þátttakendur voru almennt sammála um að ráðstefnan hefði heppnast alveg einstaklega vel, bæði hvað varðar innihaldið og aðbúnaðinn. Að ráðstefnunni standa samtök hjúkrunar­ fræðinga á Norðurlöndunum sem starfa við blóð­ og beinmergsígræðslur (Nordic Forum for BMT Nurses). Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 1996 og hafa Norðurlöndin, þ.e. Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland, skipst á að halda hana. Árið 2004 gerðist Ísland virkur þátttakandi í þessum samtökum, sama ár og farið var að framkvæma ígræðslu eigin stofnfruma á Landspítala og var þá ákveðið að ráðstefnan yrði haldin á Íslandi árið 2008. Markmið þessara samtaka er að efla samskipti milli ígræðslusjúkrahúsa á Norðurlöndunum og að rannsaka, efla Í undirbúningsnefnd voru frá vinstri Nanna Friðriksdóttir, Þórunn Sævarsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þórunn Sævarsdóttir, Nanna Friðriksdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigrún Þóroddsdóttir, torunnsa@landspitali.is RÁÐSTEFNA UM BLÓЭ OG BEINMERGSÍGRÆÐSLUR Í REYKJAVÍK Rúmlega 80 þátttakendur komu á 13. ráðstefnu norrænna hjúkrunarfræðinga sem starfa við blóð­ og beinmergsígræðslur sem haldin var í fyrsta sinn á Íslandi dagana 20.­22. nóvember 2008. og skiptast á þekkingu, reynslu og hugmyndum. Til að ná þessum markmiðum hittist hópurinn einu sinni á ári á hverju hausti. Norræni hópurinn tekur einnig virkan þátt í starfi Evrópusamtakanna, European Group for Blood and Marrow Transplantation (EBMT) sem eru þverfagleg samtök og mjög virk innan Evrópu. Formaður og varaformaður hjúkrunarhóps samtakanna heiðruðu ráðstefnuna á Íslandi með þátttöku sinni. Undirbúningur ráðstefnunnar á Íslandi gekk vel og voru margir tilbúnir að styrkja

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.