Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Síða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200912 Vistor hf. er í fremstu röð á sviði markaðs­ setningar á lyfjum, heilsu­ og dýra heil­ brigðisvörum sem og vörum fyrir heil­ brigðis þjónustu og rannsóknarstofur. Fyrirtækið er í samstarfi við fjölmörg alþjóðleg lyfja­ og heilbrigðistæknifyrir­ tæki og veitir þeim þjónustu í sölu­ og markaðsmálum. Lyfjafyrirtækin eru meðal annars Astra Zeneca, Janssen­Cilag, Pfizer, Novartis, Sanofi­Aventis, Schering Plough, Abbott og Novo Nordisk. Hvert þeirra er sjálf stæð eining innan Vistor. Frá öðru sjónarhorni Hjá Vistor starfa margir hjúkrunarfræðingar sem sölu­ og markaðsfulltrúar og einnig sem sölu­ og markaðsstjórar. Helstu FORRÉTTINDI AÐ VINNA MEÐ GÓÐ LYF Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is samstarfsaðilar þeirra eru læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar og sjúklingasamtök. Starf sölu­ og markaðs­ fulltrúa er fjölbreytt og nýtist þekking og reynsla hjúkrunarfræðinga vel í því starfi. Meðal annars sjá sölufulltrúar um fræðslufundi og kynna þar ný lyf og rannsóknir. Auk þess vinna þeir að gerð ýmiss konar fræðsluefnis. Starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga verður æ fjölbreyttari. Sú var tíðin að þeir störfuðu einkum og helst á sjúkrahúsum og við heilsugæslu en á síðari árum hafa fjölmargir ráðið sig til starfa hjá lyfjafyrirtækjum. Á því sviði eru umsvif Vistor hf. í Garðabæ talsverð. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 80 manns. Hjúkrunarfræðingarnir í þeim hópi eru alls 25, þeirra á meðal Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir og Bjarnfríður Guðmundsdóttir. Hjá Vistor starfa alls um 25 hjúkrunarfræðingar, þeirra á meðal þær Bjarnfríður Guðmundsdóttir, til vinstri, og Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir. Báðar hafa þær langa reynslu af klínískri hjúkrun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.