Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200918 Þekkingarþróun og RAI- matstækið Stöðug þekkingarþróun og símenntun er lykillinn að því að tryggja íbúum á hjúkrunarheimilum bestu mögulegu þjónustu á hverjum tíma. Þar getur RAI­ matstækið komið að góðu gagni með því að leiða okkur að vísbendingum um gæði sem má bæta. Eins og kunnugt er eru gerðar rann­ sóknarmælingar á heilsufari, hjúkr unar­ þörfum og aðbúnaði aldraðra, svo kallað RAI­mat (Resident Assess ment Instru­ ment, raun verulegur að búnaður íbúa), á öllum hjúkrunar heimilum á landinu. RAI­ matstækið er samsett úr fimm þáttum, það er gagnasafni, gæðavísum, mats- lyklum, álagsmælingaflokkum sem mæla umönnunarálag og gefa þyngdar- stuðul umönnunar. Þetta er viðamikið mat og greining sem gefur tölulegar niðurstöður bæði um hjúkrunarþörf og vísbendingar um gæði þjónustunnar. RAI­matstækið er fjölþjóðlegt tæki en þróun þess hófst í Bandaríkjunum 1986 þegar kallað var eftir víðtæku skilgreindu matstæki sem gæti bætt og samræmt gæði þeirrar þjónustu sem veitt var á hjúkrunarheimilum aldraðra. Gagnasafnið inniheldur 396 atriði og þannig næst heildræn mynd af heilsufari og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum. Matstækið hefur verið þýtt og stað­ fært í meira en 20 löndum. Sýnt hefur Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, sigurveig@soltun.is MAT Á FRÆÐSLUÞÖRF MEÐ AÐSTOÐ GÆÐAVÍSA Í grein þessari er skýrt frá hvernig stuðst er við RAI­matstækið við að greina þörf starfsfólks, íbúa og aðstandenda á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík fyrir fræðslu. Í greininni verður kynnt hvernig markviss fræðsla er mikilvægur hluti af gæðavinnu til að bæta og þróa þjónustuna.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.