Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200922 Ásgerður Jónsdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 1989. Talsvert margir úr árganginum fóru á Borgarspítala. Einn hópur fór á slysadeild og fjórar byrjuðu saman á hjartadeild þar sem Ásgerður átti eftir að vinna næstu 10 árin. Tólf úr útskriftarhópnum hafa haldið vel saman og voru lengi með leshring þar sem fræðigreinar voru brotnar til mergjar. Á seinni árum hafa áhugamálin hins vegar breyst og þegar hópurinn hittist nú er meira talað um daglegt líf. Hvernig kom það til að þú fluttir í Búðardal? „Ég vann eins og gengur þrískiptar vaktir á Borgarspítalanum. Maðurinn minn var einnig með langan vinnudag og okkur fannst við varla hittast. Einn daginn ákváðum við að nú væri komið nóg af því að vinna svona. Fyrir bráðum 10 árum keyptum við kúabú. Maðurinn minn er úr bændafjölskyldu og hann hefur alltaf langað í sveit,“ segir Ásgerður. Bærinn, sem þau keyptu, heitir Kverngrjót og stendur 40 km frá Búðardal ef farið er yfir Svínadal. Eitt kvöld í júní mættu þau á staðinn og byrjuðu að mjólka strax morguninn eftir. Ásgerður hafði aldrei mjólkað áður en þetta lærðist smám saman. „Að mjólka er svo róandi. Fyrstu árin mjólkuðum við hjónin saman á hverjum degi og náðum að tala um allt milli himins og jarðar.“ Nú eiga þau 50 kýr og eru einnig með geitur og hænur. Þau hjónin eiga þrjá stráka og það tekur mikinn tíma að sinna þeim og heimilinu. Allt er þetta mikil vinna og það fór því svo að í nokkur ár urðu tölublöð Bændablaðsins ofar Tímariti hjúkrunarfræðinga á náttborðinu. Ásgerður fór í nám á Hvanneyri en lauk því ekki vegna meðgöngu og barneigna. Hún segist þó vera „hálfur búfræðingur“ og var í bústörfum fyrstu fimm árin. Að lokum fannst henni bústörfin líkamlega allt of erfið og ákvað að fara aftur í hjúkrun. Núna vinnur hún á heilsugæslustöðinni í Búðardal. Um 1000 manns búa á þjónustusvæðinu. Ásgerður er eini hjúkrunarfræðingurinn í Búðardal en að auki er einn í 40% starfi á Reykhólum sem tilheyra sama svæðið. Ásgerður sinnir einnig vitjunum í heimahjúkrun. Hún getur þurft að fara í 2­3 vitjanir á dag, allt frá innliti og sáraskiptingum upp í lyfjatiltekt og böðun. Í dreifbýli þýðir það mikla keyrslu, 93 km fram og til baka þegar sem lengst er að fara. „Keyrslan og þeytingurinn er mest lýjandi í þessu starfi. Einu sinni keyrði ég á einum degi 200 km milli vitjana. Í fyrravetur festi ég mig einn km frá bænum sem ég var að fara í vitjun á. Það var ekkert símasamband og ekki annað að gera en að fara fótgangandi að bænum. Ég var að vonast til að bóndinn myndi sjá mig og koma keyrandi á móti en það gerðist ekki. Ég baðaði konuna og bóndinn fór svo með mig á dráttarvél að losa bílinn. Sama veturinn þurfti ég að fara á bæ sem stendur hátt uppi í brekku. Í eitt skipti komst ég ekki upp fyrr en í fjórðu atrennu. Þá hefði verið gott að vera á jeppa.“ Ásgerður sinnir einnig skólahjúkrun. Grunnskólinn í Búðardal er með 90 nemendur og svo er grunnskólinn í Tjarnarlundi með 18 nemendur. Ásgerður fer einu sinni í viku í skólann í Búðardal en 2­4 sinnum yfir skólaárið í Tjarnarlund. Fastir viðtalstímar í skólunum eru ekki mikið nýttir. „Nemendurnir koma og tala við mig þegar þeir þurfa, annaðhvort í skólanum eða þeir koma upp á heilsugæslustöð. Það er þó ekki mikið af kvörtunum hjá börnunum, þessi flóra af kvörtunum sem sést í þéttbyli er ekki til hér,“ segir hún. Á heilsugæslustöðinni er einnig mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit. Ásgerður fer í heimsókn 4­6 daga eftir fæðingu og eftir þörfum fyrstu sex vikurnar og mæður koma svo með börnin í skoðun. BÓNDI OG HEILSUGÆSLUHJÚKRUNARFRÆÐINGUR Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Ásgerður Jónsdóttir býr á bónda bæ og vinnur á heilsu­ gæslustöðinni í Búðardal. Rit nefnd Tímarits hjúkrunar­ fræðinga sótti hana heim og átti við hana gott spjall um lífið og starfið. Ásgerður með kaffibolla.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.