Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 27 að stjórnendur í hjúkrun gripu til aðgerða til að efla ígrundun í starfi, auka hugrekki, endurraða forgangsverkefnum, styrkja þjónandi forystu (e. servant leadership), bæta fjármálastjórnun, efla samfélagslega virkni og nýta betur fjölbreytileika meðal starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar. Leiðir, sem greindar voru og settar í forgang til að efla færni og persónulegan styrk leiðtoga í hjúkrun, eru birtar í töflu 1. Í töflu 2 má sjá leiðir sem greindar voru og settar í forgang til að efla færni og forystuhæfileika leiðtoga í hjúkrun almennt. Í töflunum er bent á tengt efni sem hjúkrunarstjórnendur geta nýtt sér til að efla sig í leiðtogahlutverkinu. Leiðtogar í lykilhlutverkum Hjúkrunarstjórnendur á Íslandi gegna lykilhlutverkum í heilbrigðisþjónustunni. Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að nýta styrkleika hópsins. Málþing fagdeildar hjúkrunarstjórnenda í október sl. endur­ speglaði kraft og hugmyndaauðgi hjúkrunarfræðinga. Fyrirlestur dr. Jaffe­Ruiz fjallaði um brýn verkefni leiðtoga í hjúkrun um þessar mundir og í vinnusmiðjunni greindu stjórnendur sjálfir hvernig þeir telja farsælast að bregðast við aðkallandi málum í heilbrigðisþjónustunni. Meðal þess sem talið var mikilvægast var að styrkja persónulega þætti leiðtogans hjá hverjum og einum með ígrundun, hugrekki og auðmýkt og styrkja hagnýta þekkingu á skipulagningu og fjármálum. Síðast en ekki síst var kallað eftir enn frekari samstöðu hjúkrunarstjórnenda og samfélagslegri virkni sem skapar starfsgleði og árangur. Höfundar þakka stjórn fagdeildar hjúkrunar­ stjórnenda og öllum þátttakendum á málþingi deildar hjúkrunarstjórnenda fyrir skemmtilegt og gagnlegt samstarf. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við hjúkrunar­ fræðideild Háskóla Íslands. Dr. Helga Bragadóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og þróunarráðgjafi hjúkrunar á Landspítala. Heimildir American Association of Critical Care Nurses (2005). AACN standards for establishing and sustaining healthy work environments. American Association of Critical Care Nurses. Sótt 10. janúar 2009 á www. aacn.org. Porter­O’Grady, T., og Malloch, K. (2007). Quantum leadership; a textbook of new lead­ ership (2. útg.). Boston: Jones and Bartlett Publishers. Til að varpa enn frekara ljósi á mikilvægi forystu í hjúkrun kynntu Sigrún og Helga líkan samtaka bandarískra gjörgæsluhjúkrunarfræðinga (American Association of Critical Care Nurses, 2005) um grunnstoðir góðs starfsumhverfis í hjúkrun sem byggist á niðurstöðum nýjustu rannsókna. Samkvæmt líkaninu er trúverðug forysta (e. authentic leadership) ein af sex grunnstoðum sem tryggja mest gæði fyrir sjúklinga og klíníska færni hjúkrunarfræðinga. Aðrir þættir líkansins eru þátttaka allra í ákvörðunum, merkingarbær umbun, raunveruleg samvinna, hæfni í samskiptum og síðast en ekki síst næg mönnun. Mynd 4 lýsir líkaninu og tengslum þáttanna sem móta líkanið. Efni og skipulag vinnusmiðjunnar Að loknum inngangi með fræðilegri samantekt skipuðu þátttakendur sér í fjóra hópa til að takast á við efni vinnusmiðjunnar. Verkefni vinnu­ smiðjunnar var samræða í litlum hópum og kynning samræðunnar með þátttöku allra í vinnusmiðjunni. Skipulagið var í tveimur hlutum, annars vegar var fjallað um greiningu viðfangsefnisins og hins vegar um aðgerðir til úrbóta. Í fyrri hluta vinnusmiðjunnar greindu þátttakendur leiðtogafærni stjórnenda í hjúkrun og í seinni hlutanum var rætt um raunhæfar aðgerðir til að efla leiðtogafærni meðal stjórnenda í hjúkrun. Báðir hlutar vinnusmiðjunnar (greining og aðgerðir) skiptust í tvennt þar sem fyrst voru samræður í litlum hópum í 40 mínútur og síðan kynning með þátttöku allra í 40 mínútur. Þátttakendur skiptu með sér verkum í hópunum og fylgdu fyrirframgefnum leiðbeiningum. Alls tók vinnusmiðjan tæpar þrjár klukkustundir. Niðurstöður vinnusmiðjunnar Umræður í hópunum voru líflegar og komu margar athyglisverðar hugmyndir fram um leiðtogafærni hjúkrunarstjórnenda. Hópstjórarnir stýrðu og ritarar skráðu niðurstöðurnar jafnóðum. Fyrst voru kynntar niðurstöður hópanna um leiðtogafærni hjúkrunarstjórnenda hér á landi. Hóparnir voru sammála um að hjúkrunarstjórnendur hafa margar sterkar hliðar. Persónulegir kostir hjúkrunarstjórnenda sem leiðtoga eru að þeir eru ábyrgir, heiðarlegir, hafa sterka sýn, eru sveigjanlegir, traustir og góðar fyrirmyndir. Þeir hafa samstarfsfólk sitt með í ráðum og eru góðir hlustendur. Þátttakendur voru sammála um að hjúkrunarstjórnendur gætu styrkt sig í starfi með ígrundun, auknu þori og hugrekki og með því að forgangsraða verkefnum sínum í auknum mæli. Það sem þátttakendur töldu einkum kosti í færni hjúkrunarstjórnenda sem leiðtoga eru einkunnarorð hjúkrunarfræðinga: hugur, hjarta, hönd, almenn reynsluþekking innan hópsins, þekking á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga, heildræn sýn hjúkrunar á manninn og samfélagið, hæfni hjúkrunarfræðinga til að sinna mismunandi þörfum og sætta ólík sjónarmið og það að hafa sjúklinginn í brennidepli. Í lok seinni hluta vinnusmiðjunnar kynntu þátttakendur tillögur sínar um aðgerðir til að efla leiðtogafærni hjúkrunarstjórnenda hér á landi. Tillögurnar voru um sjö meginverkefni og voru tilgreindar aðgerðir fyrir hvert verkefni. Þátttakendur lögðu til Árangur í heilbrigðisþjónustu: Starfsumhverfi og forysta Mynd 4. Gott starfsumhverfi í hjúkrun (American Association of Critical Care Nurses, 2005). Mestu gæði fyrir sjúkling Þátttaka allra í ákvörðunum Merkingarbær umbun Næg mönnun Hæfni í samskiptum Trúverðug forysta Klínísk færni Raunveruleg samvinna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.