Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Síða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Síða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200930 Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ávarpaði þingheim í upphafi þingsins. Bauð hún velkomna Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra LSH, sem var sérstakur gestur þingsins. Huldu var einnig árnað heilla í sínu nýja starfi og boðin bæði samvinna og samráð við hjúkrunarfræðinga á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Á þinginu var boðið upp á fyrirlestra um nýja möguleika hjúkrunarfræðinga með breyttum lagaramma um skipulag heilbrigðisþjónustu, heilsustefnu Íslend inga og hvernig hjúkrunar fræðingar geta virkjað leið togann í sjálfum sér bæði í lífi og starfi. Nokkrir hjúkrunarfræðingar deildu með þátttakendum framtíðarsýn sinni varðandi hlutverk og starfs­ vettvang hjúkrunarfræðinga innan heil­ brigðisþjónustunnar og um menntun hjúkrunarfræðinga. Mikill fjöldi hjúkrunar­ fræðinga sótti þingið og tók þátt í umræðuhópunum sem fjölluðu um hjúkrun og heilbrigðisþjónustuna, hlutverk hjúkrunar fræðinga til ársins 2020, stjórnun og starfsumhverfi og hvers konar hjúkrunar menntunar sé þörf fyrir í breyttu umhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Á þinginu kom greinilega í ljós að mikill hugur er í hjúkrunarfræðingum. Þeir eru tilbúnir til að takast á við breytingar og nýta þau tækifæri sem breytt lagaumhverfi og samfélagið býður upp á. Þeir þurfa að kynna sér vel lögin, gefa kost á sér og sækjast eftir því að taka að sér verkefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Fram kom í máli eins frummælanda að hjúkrunarfræðingar hefðu ríka áhættumeðvitund sem væri eftirsótt hjá stjórnendum dagsins í dag og því þyrfti að auka þátt þeirra í stjórnun heilbrigðisstofnana. Auk þess þurfa hjúkrunarfræðingar að taka aukinn þátt í sjálfstæðum rekstri á heilbrigðissviði þar sem byggt er á gildum og hugmyndafræði hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar vilja og geta tekið þátt í heilbrigðisþjónustunni á sviði heilsueflingar, forvarna, snemmskoðana, greininga, meðferðar og endurhæfingar. Þeir geta sinnt þessari þjónustu bæði utan heilbrigðisstofnana og innan, s.s. í heilsugæslunni, á sjúkrahúsum, á göngudeildum, hjúkrunarmóttökum og víðar. Hjúkrunarfræðingar geta verið og eru í forystuhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar þar sem byggt er á grunnhugmyndum hjúkrunar. Um er að ræða heildræna sýn varðandi stuðning við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, heilsuvernd, og fræðslu og ráðgjöf varðandi forvarnir og heilbrigði. Þeir þurfa í auknum mæli að koma auga á möguleikana í breyttu umhverfi og hafa frumkvæði og þor til að nýta þau sóknarfæri sem skapast. Á þann hátt ná þeir að nýta þekkingu sína á sem bestan hátt til heilla fyrir fólkið í landinu og samfélagið í heild. Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is HJÚKRUNARÞING 2008 Halla Grétarsdóttir og Hrund Helgadóttir vinna að samantekt frá hópvinnunni á þinginu. Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið dagana 6.­7. nóvember sl. Yfirskrift þingsins í ár var „Breytt umhverfi – ný tækifæri“. Átti yfirskriftin að vísa til breytts lagaumhverfis, það er nýrra laga um heilbrigðisþjónustu og laga um sjúkratryggingar. Þessi lög hafa áhrif meðal annars á starfsumhverfi og möguleika hjúkrunarfræðinga til að starfa sjálfstætt. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu fékk yfirskriftin annað og jafnframt aukið vægi og má segja að umfjöllun okkar um breytt umhverfi heilbrigðisþjónustu og hugsanleg ný tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga hafi hitt á hárréttan tíma.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.