Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Page 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 35 Heilsuvernd Nú vil ég kynna ykkur þá þjónustu sem í daglegu tali er kölluð „heilsuvernd“ og er að mínu mati talsvert vanmetinn þáttur í þjónustu heilsugæslunnar. Þar sáum við þó oft fræjum sem fylgja einstaklingnum út lífið og hafa veruleg áhrif á heilbrigði og velferð viðkomandi. Hver man ekki eftir skólahjúkrunarfræðingnum sínum þegar eitthvað bjátaði á? Hvaða móðir man ekki eftir „sinni“ ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi ef eitthvað var að á meðgöngu, fæðingu eða í frumbernsku barns? Mæðravernd er það kallað þar sem verðandi foreldrum og barni er fylgt eftir frá 8 ­11 viku en eðlileg meðgöngulengd er 27­42 vikur. Markmið mæðraverndar er að stuðla að heilbrigði móður og barns með faglegri ummönnun, stuðningi og ráðgjöf. Greina skal áhættuþætti á byrjunarstigi og bregðast við þeim. Enn fremur er markmiðið að veita markvissa fræðslu og ráðgjöf um meðgöngu og fæðingu. Unnið er eftir „Nice“­leiðbeiningum um allt land en þær eru þýddar og staðfærðar af landlæknisembættinu og Miðstöð mæðraverndar og útgefnar í núverandi mynd í apríl 2008. Sjá má nákvæma lýsingu og leiðbeiningar á vefsíðu Heilsugæslunnar undir „Miðstöð mæðraverndar“. Skoðanir á meðgöngu eru að meðaltali 7­12 en eftirlit kvenna í áhættumeðgöngu fer undantekningarlítið fram á LSH. Boðið er upp á ýmiss konar foreldranámskeið eftir þörfum hvers og eins, svo sem fyrir frumbyrjur, fjölburameðgöngu, foreldra af erlendum uppruna, brjóstagjafarnámskeið og einnig sér tímar eingöngu fyrir feður. Boðið er upp á heimsókn á fæðingardeild eftir aðstæðum hverju sinni. Ung- og smábarnavernd. Markmið ung­ og smábarnaverndar er að fylgjast reglulega með almennu heilsufari barna ásamt andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska frá fæðingu til skólaaldurs auk þess að veita foreldrum og fjölskyldum barnanna stuðning, fræðslu og vísa áfram til annarra sérfræðinga eftir atvikum hverju sinni. Hjúkrunarfræðingar fara reglulega í heimsóknir á heimili foreldra og barns, allt að sex vikum eftir fæðingu en algengast er að þetta séu 2­4 heimsóknir ef allt gengur vel. Vitjanir til foreldra af ýmsum þjóðernum krefjast oft aukinnar þekkingar ljósmóður eða hjúkrunarfræðings á hinum ýmsu trúarbrögðum, venjum og siðum. Þannig skapast frekara traust og nýju foreldrarnir fá oft aðra sýn á þjónustuna, læra á boðleiðir og fordómum er rutt úr vegi. Almennar skoðanir og ónæmisaðgerðir á heilsugæslu eru 11 ef allt gengur vel. Oft verða þó þessar heimsóknir fleiri. Ný handbók fyrir ung­ og smábarnaverndina verður tekin í notkun nú í mars. Helstu breytingar þar eru á þroskaprófunum en 3 1/2 árs skoðun verður 2 1/2 árs og 4 ára skoðun kemur í stað 5 ára skoðunar. Í þessum skoðunum verður stuðst við skimunartækin Peds og Brigance. Drögin má skoða nánar á vefsíðu landlæknisembættis undir „heilsa“ en upplýsingar um aðrar skoðanir er að finna inn á vefsíðu Heilsugæslunnar undir „Miðstöð heilsuverndar barna“. Skólaheilsugæsla. Markmið skólaheilsu­ gæslu er að skólabörn 6­18 ára fái að þroskast við sem bestar andlegar, líkamlegar og félagslegar aðstæður og stuðla að vellíðan þeirra á þeim sviðum. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur með starfsfólki skólanna, foreldrum eða forráðamönnum skólabarna og öðrum sem eiga hlut að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Þjónusta við ungmenni hefur því miður ekki enn fengið fjárveitingar og stuðning heilbrigðisráðuneytisins til að festa rætur sem skyldi í framhaldsskólum en er orðin mjög virk og sýnileg í öllum grunnskólum landsins. Hjúkrunarfæðingar í grunn­ og framhaldsskólum eru orðnir faglegir ráðgjafar og tengiliðir við heimilin en ekki „plásturskonur“ eða „slysahjúkkur“ eins og þeir voru einu sinni kallaðir. Fræðsla og ráðgjöf hefur aukist til muna en dregið úr hinum föstu líkamlegu skoðunum. Handbók um skólahjúkrun kom út um 2004 og er nú notuð um allt land. Hún er aðgengileg í heild sinni á innra neti Heilsugæslunnar. Skráningarkerfi í skólaheilsugæslunni er ekki Saga eins og á öðrum sviðum heilsugæslunnar heldur Ískrá sem hönnuð var fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur nýst vel til skráningar og úrvinnslu. Gallinn er hins vegar sá að erfitt hefur reynst að láta þessi tvö tölvuskráningarkerfi lesa hvort annað. Vefmiðlar eru alltaf að verða ríkari þáttur Ung­ og smábarnavernd er mikilvægur hluti starfseminnar á heilsugæslustöðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.