Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 2
2 | T Ö L V U M Á L // Ritstjórapistill Skýrslutæknifélag Íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru m.a. að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar og að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Starfsemin er aðallega fólgin í, auk útgáfu tímarits, að halda fundi og ráðstefnur með fyrirlestrum og umræðum um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagsaðild er þrenns konar; aðild gegnum fyrirtæki, einstaklingsaðild og námsmannaaðild. Greitt er fullt félagsgjald fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki, hálft fyrir annan og fjórðungsgjald fyrir hvern félaga umfram tvo frá sama fyrirtæki. Einstaklingar greiða hálft gjald og námsmenn hálft lægsta gjald. Félagsgjöld 2008: Fullt gjald: kr. 21.500, hálft gjald: kr. 10.700 og fjórðungsgjald: kr. 5.400. Aðild er öllum heimil. Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands: Formaður: Magnús Hafliðason Varaformaður: Sigrún Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Bjarni Sigurðsson Ritari: Ragnheiður Magnúsdóttir Meðstjórnendur: Hjörtur Grétarsson, Ásrún Matthíasdóttir Varamenn: Jón Heiðar Þorsteinsson Nefndir og faghópar Ský eru: Orðanefnd Siðanefnd Ritnefnd Öldungadeild Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Vefstjórnendur, faghópur um árangursríka vefstjórnun UT-konur, félag kvenna í upplýsingatækni Fjarskiptahópur, faghópur um fjarskiptamál Öryggishópur, faghópur um öryggismál Faghópur um rafræna þjónustu Persónuvernd, fulltrúi Ský: Magnús Hafliðason Sigrún Gunnarsdóttir Fulltrúi í fjarskiptaráði: Aðalmaður: Sæmundur E. Þorsteinsson Varamaður: Jón Ingi Einarsson Fulltrúi Ský í nefnd Forsætisráðuneytis um þróun upplýsingasamfélagsins: Ebba Þóra Hvannberg Þorvarður Kári Ólafsson Ágæti lesandi Hrun bankanna á síðasta ári hefur beint hugum fólks inn á nýjar brautir, sem getur leitt af sér nýstárlegar hugmyndir. Sumar þeirra verða að veruleika og til verður ný vara, þjónusta eða annað gagnlegt. Slíkt kallast nýsköpun. Tölvumál eru að þessu sinni helguð nýsköpun í upplýsingatækni. Þeir sem hafa fengið hugmynd geta lesið hér um það helsta sem þarf að huga að þegar kemur að því að hrinda henni í framkvæmd, og hvar hægt sé að leita aðstoðar, m.a. við fjármögnun. Einnig má lesa um reynslu þeirra sem hafa reynt að hrinda ýmiss konar hugmyndum á sviði upplýsingatækni í framkvæmd og gengið misvel. M.a. er rætt við stofnendur Manna og músa, sem hafa náð langt með sína hugmynd, en einnig er rætt við fólk sem er að taka fyrstu skrefin og kýs að vera nafnlaust að sinni. Loks er hér, að venju, að finna ýmsar greinar um afmörkuð viðfangsefni og nýjungar upplýsingatækninnar. Ritstjórn vonast til að lesendur hafi bæði gagn og gaman af lestri blaðsins, og það verði jafnvel einhverjum hvatning til að gera eigin hugmynd að veruleika. Þorvarður Kári Ólafsson Ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.