Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 36
3 6 | T Ö L V U M Á L Upphafið Vefurinn er rekinn af sprotafyrirtækinu gogoyoko, sem var stofnað í nóvember 2007 af Hauki Magnússyni og Pétri Einarssyni, en báðir hafa þeir verið að fást við tónlist í áraraðir og sem meðlimir í hinum ýmsu hljómsveitum gefið út tónlist sína á Íslandi sem og erlendis. Haukur hefur jafnframt rekið plötuútgáfuna Arctic Wave Records. Í upphafi höfðu Haukur og Pétur uppi áform að stofna nýja plötuútgáfu, en sú hugmynd þróaðist fljótt út í að útbúa nýjan vettvang á netinu fyrir tónlistarmenn og tónlistaráhugafólk, vettvang þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri á alþjóðavettvangi, án þess að þurfa að fara í gegnum milliliði. Reynsla Hauks og Péturs af að selja sína eigin tónlist á netinu, þar sem listamaðurinn sjálfur hefur oft litla stjórn á því hvernig verk hans eru seld og takmarkaður hluti sölunnar skilar sér til listamannsins, er einn helsti hvati þeirrar hugmyndafræði sem liggur að baki gogoyoko. Reynir Harðarson, einn stofnenda CCP, sýndi hugmynd þeirra, um að stofna nýjan vettvang fyrir listamenn til að koma tónlist sinni á framfæri á alþjóðavettvangi, mikinn áhuga og er jafnframt einn af stofnendum fyrirtækisins. Ný nálgun Hugmyndafræði gogoyoko gengur út á að listamenn og áhugamenn um tónlist geta verið í beinu sambandi sín á milli og keypt/selt tónlist, án þess að þurfa fara í gegnum milliliði. Að brúa bilið milli tónlistarmanna og tónlistaráhugamanna, þar sem þeir síðarnefndu geta hlustað á, keypt af og verið í samskiptum við sína uppáhalds tónlistarmenn. Tónlistarvefurinn gengur jafnframt út á sanngjörn viðskipti (e. fair trade) þar sem listamenn og hljómsveitir hafa sem mesta stjórn á verkum sínum og geta haft af þeim tekjur, bæði í gegnum sölu og hlustun á tónlist sinni. Gegnum þennan vef geta listamenn og rétthafar tónlistarinnar sjálfir ákveðið verðið á afurðum sínum, þ.e.a.s. lögum og breiðskífum. Þeir fá jafnframt hluta af þeim auglýsingatekjum sem vefurinn skapar, í takt við hlustanir (e. ‘streaming’) á tónlist þeirra. Þjónustan er einnig opin fyrir plötuútgáfum, enda markmiðið að þjónusta bæði listamenn með plötusamninga sem og þá sem sjá um sín útgáfumál sjálfir. Góðgerðarmál Stefna fyrirtækisins, og þeirra sem að því standa, er að samfélagsleg ábyrgð sé hluti af því því að reka fyrirtæki á 21. öldinni. Stuðningur við mannúðar- og umhverfismálefni hafa því verið hluti af hugmyndinni á bakvið gogoyoko frá upphafi. Einnig er það trú aðstandenda fyrirtækisins að sambandið milli tónlistar og góðgerðarmála sé sterkt, ekki síst fyrir atbeina tónlistarmanna sem vilja styðja við ýmis góð málefni, m.a. með því að koma fram á góðgertónleikum, útvega lög á safnplötur fyrir ákveðin málefni eða leggja verðugum málstað nafn sitt. Plötubúð Vefur þessi er bæði tónlistarbúð og samfélagsvefur (e. social network). Notendur geta og selt tónlist - en einnig átt í samskiptum sín á milli, hlustað á tónlist og skipst á spilunarlistum og svo framvegis. Tónlistarmarkaður án milliliða gogoyoko.com er nýr vettvangur á netinu fyrir tónlistarmenn og hljómsveitir til að selja tónlist sína, koma sér á framfæri og halda sambandi við sína aðdáendur. Þetta er samfélagsvefur þar sem áhugamenn um tónlist geta átt í samskiptum sín á milli, hlustað á tónlist og keypt hana beint af tónlistarmanninum. Randver Þórarinsson, aðalritari gogoyoko.com Notendur geta verið í beinu sambandi sín á milli, sem og við tónlistarmenn og hljómsveitir – og öfugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.