Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 50

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 50
5 0 | T Ö L V U M Á L 16. október 2008 Lausnir til framtíðar var heitið á ráðstefnu um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu sem haldin var á Hótel Loftleiðum í samvinnu Fókus - félags um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og Skýrslutæknifélags Íslands. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um ýmis konar verkefni þar sem m.a. er verið að nota upplýsingatæknina til að bæta aðgengi að þjónustu í heilbrigðiskerfinu og auka gæði meðferðar sjúklinga. Einnig hvernig nota má tæknina til að vinna þekkingu úr heilbrigðisgögnum og auka samfellda þjónustu. 30. október 2008 Í tilefni af 40 ára afmæli Skýrslutæknifélags Íslands var opnuð sýning á eldri tölvubúnaði í Þjóðarbókhlöðunni sem öldungadeild félagsins stóð fyrir. Búnaðurinn er frá því um 1978 - 1998 eða frá síðustu 2 áratugum liðinnar aldar. Boðið var upp á léttar veitingar í boði Nýherja og Vigor ehf. og mættu um 130 – 150 manns. Við viljum þakka af heilum hug Sigurði Bergsveinssyni og hans fyrirtæki og samstarfsfólki fyrir að halda sýninguna svona myndarlega. Þjóðarbókhlaðan var flott umgjörð og eigum við henni einnig þökk að gjalda. 6. nóvember 2008 stóð Skýrslutæknifélagið fyrir stuttu örnámskeiði sem kallað var „CRM námskeið á leið heim úr vinnu“ og var nýjung og haldið milli kl. 16:30 og 18. Þetta var fyrir félaga sem vilja fá hnitmiðaða kynningu á CRM en hafa lítinn tíma. Örnámskeiðið var haldið í salnum á neðstu hæðinni hjá Ský að Engjateigi 9. Það tókst afar vel og var ákveðið að halda þessu áfram. 20. nóvember 2008 Tími tækifæra – Hugbúnaður í nýsköpun var heiti á hinni árlegu hugbúnaðarráðstefnu Ský um möguleika nýsköpunar í hugbúnaðargeiranum, nýjungar í aðferðarfræði. Sem aldrei fyrr er þörf á fjölbreytni og nýjum tækifærum í atvinnulífinu. Upplýsingatækni er kjörinn vettvangur fyrir nýsköpun m.a. vegna þess að efniskostnaður þarf ekki að vera mikill og leiðin til markaðarins getur verið bein og kostnaðarlítil. Á þessari ráðstefnu var fjallað um tækifærin sem felast í hugbúnaðargerð, með áherslu á nýjungar í aðferðarfræði og þróunarumhverfi sem sérstaklega styðja við lítil fyrirtæki og þá, sem ekki geta kostað miklu til. Sjónum var beint að nýrri og spennandi þjónustu á netinu og í símum. Nokkur verðlaunuð nýsköpunarfyrirtæki, sem eru við það að markaðsetja vöru sína, kynntu afurðir sínar. Niðurstöður áhugaverðra þróunar- og rannsóknaverkefna á sviði hugbúnaðargerðar voru krufnar. Nokkrir atburðir féllu niður. Þrír aðrir atburðir voru skipulagðir á haustdögum 2008 en varð því miður að fella þá niður vegna ónógrar þáttöku sem rekja má væntanlega til fjármálaáfalls í þjóðfélaginu og voru það eftirtaldir atburðir: 3. október Grilluð upplýsingatækni - Unga fólkið og eldhússtörfin, með léttum veitingum og rappari ætlaði að mæta á staðinn 21. október Upplýsingatækni og tónlist: Ný viðskiptamódel? Hádegisfundur. 5. desember Jólaráðstefna um hvernig fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni getur mætt nýjum aðstæðum og byggt sig upp til framtíðar. 16. janúar 2009 Atvinnumál einhverfra í upplýsingatækni var nafnið á hádegisverðarfundi sem Ský hélt í samvinnu við Umsjónarfélag einhverfra í tilefni af útgáfu heimildarmyndarinnar „Sólskinsdrengurinn“ um stöðu einhverfra í atvinnulífinu. Aðalfyrirlesari var danski frum- kvöðullinn Thorkil Sonne en hann hefur hlotið heiðursverðlaun danska Upplýsingatæknifélagsins á árinu 2008 fyrir störf sín í þágu einhverfra. Thorkil hefur með góðum árangri nýtt, þjálfað og skapað verðmæt störf fyrir fólk með einhverfu í upplýsingatækni. Mikill fengur var, sérstaklega nú í kreppunni, að fá einstakling sem finnur tækifæri þar sem aðrir sjá aðeins vandamál. Hann kemur fram í íslensku heimildarkvikmyndinni Sólskinsdrengurinn sem frumsýnd var 9. janúar 2009. 22. janúar 2009 Tíu pyttir sem þú þarft að forðast var nafnið á örnámskeiði um gagnagrunna á leið heim úr vinnu og var það vel sótt. Síðan síðast... Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands seinni hluta árs 2008 og fyrri hluta árs 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.