Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 22
2 2 | T Ö L V U M Á L
Mentor hefur sótt inn á sænska markaðinn með góðum árangri og er
einnig komið með viðskiptavini í Sviss og Englandi. Mentor hefur unnið
Vaxtarsprotann undanfarin 2 ár, titil sem veittur er því sprotafyrirtæki sem
vex hraðast. Ísland er heimamarkaður Mentors en vöxturinn er allur á nýjum
mörkuðum. Hlutverk fyrirtækisins er að auka árangur í skólastarfi.
Menn og mýs er leiðandi fyrirtæki á heimsmarkaði í þróun á netfanga
umsjónarkerfum. Sala fyrirtækisins er nær eingöngu erlendis. Helsta vara
fyrirtækisins, Men & Mice Suite, samþættir uppsetningu á DNS, DHCP og
tengdum IP og hlutneta stillingum. Viðskiptavinir eru fyrst og fremst stór
fyrirtæki og símafyrirtæki. Meðal viðskiptavina eru Royal Dutch Shell,
T-Mobile, British Telecom, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Xerox o.fl.
Tölvumál tóku þá félaga í smá viðtal og lagði fyrir þá nokkrar spurningar.
Sp: Hvernig fæddist hugmyndin að Mönnum og músum, var þetta einhver
atburður, einstaklingur eða eitthvað annað sem kveikti á hugmyndinni svo
ákveðið var að keyra þetta af stað?
Upphafleg verkefni fyrirtækisins voru þróun á Mentor kerfinu fyrir skólana
og kerfisþýðingar fyrir Radíóbúðina (Apple-umboðið). Þá komumst við
í kynni við Sigurð Ásgeirsson og réðum hann í hliðarverkefni við þróun á
vörum fyrir alþjóðamarkað. Það var alltaf einbeittur vilji stofnenda að sækja
inn á erlenda markaði.
Tánni dýft í vatnið
Það var árið 1991 sem við byrjuðum að dreifa deilihugbúnaði (shareware)
fyrir Macintosh með nokkrum árangri t.a.m Monitor Expander, tóli sem
„stækkaði“ skjáinn á Makkanum um 20%. Einnig „Desktop Strip“ sem var
nokkurskonar undanfari „TaskBar“ í núverandi MS Windows. Þá vaknaði sú
hugmynd að skrifa nafnamiðlara fyrir Mac OS. Við áætluðum að það tæki
þrjá mánuði og átján mánuðum síðar var forritið tilbúið. Við settum upp
vefsíðu og tilkynningu á netið og fyrr en varði tóku pantanirnar að streyma
inn. Sigurður Ásgeirsson smíðaði afar gott forrit fyrir fyrirtækið en hélt síðan
til annarra starfa.
Sp: Leituðuð þið eftir leiðbeinslu eða aðstoð frá tæknilegum og/eða
viðskiptalegum sérfræðingum áður en ákveðið var að steypa sér í Mýs og
menn?
Við höfðum enga reynslu að byggja á. Það voru fáir í útflutningi hugbúnaðar
á þeim tíma. Við létum bara vaða með bjartsýni og trú að leiðarljósi.
Sp: Var búin til viðskiptaáætlun og stefnumörkun áður en ákveðið var að
halda áfram?
Við endurskilgreindum fyrirtækið árið 2000 og hófum smíði á nýrri kynslóð
af hugbúnaði, „Men & Mice Suite“. Við gerðum ítarlegar áætlanir, sóttum
okkur hlutafé og hófum fjárfestingu fyrir mörg hundruð milljónir króna.
Sprotafyrirtæki
spretta af bjartsýni og trú
Pétur Pétursson og Jón Georg Aðalsteinsson
stofnendur Manna og músa (viðtal: Ágúst
Valgeirsson)
Pétur Pétursson og Jón Georg Aðalsteinsson stofnuðu fyrirtækið Menn og mýs fyrir 19 árum síðan. Upphaflegt
verkefni Manna og músa var smíði á upplýsingakerfi fyrir skóla en fljótlega tók þróun á umsjónarkerfum
fyrir netföng (DNS og IP) yfir sem aðalverkefnið. Skólahugbúnaðurinn var fluttur yfir í sér fyrirtæki, Mentor,
árið 2000. Saman veltu þessi fyrirtæki hálfum milljarði á síðasta ári þar sem 80% veltunnar kemur erlendis
frá. Heildar útflutningur á vöru og þjónustu er að nálgast tvo milljarða.
Reynslusaga: