Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 27
T Ö L V U M Á L | 2 7 Samantekt á svörum Þekking á tölvunarfræði: Krakkarnir vita almennt ekki mikið um tölvunarfræði en 78,6% vita lítið eða ekkert um tölvunarfræði. Mynd 3 hér sýnir að 99 nemendur vita lítið eða ekkert um tölvunarfræði. Mynd 3: Þekking á tölvunarfræði Greinilegt er að tækifæri eru til að gera betur í kynningu á náminu og faginu almennt. Ljóst er að auka verður við þekkingu og áhuga elstu nemenda í grunnskóla á náminu ef bæta á aðsókn í tölvunarfræði í háskólum. Ímynd tölvunarfræðinga: Ímynd krakkanna af tölvunarfræðingum kemur ekki beint á óvart því 37,3% hafa þá ímynd að tölvunarfræðingar séu „nörd“ og 68,3% telja að tölvunarfræðingar séu gáfaðir. Mynd 4 sýnir að 47 nemendur segja að tölvunarfræðingar séu „nörd“ og 86 að þeir séu gáfaðir. Mynd 4: Ímynd tölvunarfræðinga Niðurstöðurnar úr þessari spurningu eru að hluta til mjög jákvæðar þar sem það að telja að tölvunarfræðingar séu gáfaðir er jákvætt fyrir starfsgreinina út á við, enda þykir alla jafna áhugavert hlutskipti að vera gáfaður. Hinsvegar þarf ekki að vera bein tenging á milli þess og áhuga fyrir náminu. Of „gáfuð“ ímynd getur verið hamlandi þar sem það getur verið fráhrindandi ef fólk treystir sér ekki í námið. Nokkrir minntust á það í könnuninni að þeir væru ekki nógu gáfaðir til að vera tölvunarfræðingar sem styður þá kenningu. Stór hluti lítur einnig á tölvunarfræðinga sem „nörd“ sem er líklega ekki spennandi hlutskipti. Á þessum aldri skiptir félagsskapur flesta töluverðu máli og fæstir vilja að litið sé á sig sem „nörd“. Styrkja þarf því ímynd tölvunarfræðinga sem líflega og skemmtilega einstaklinga, sem eru félagslyndir og hafa gaman af íþróttum eða öðrum spennandi áhugamálum. Hvað gera tölvunarfræðingar? Krakkarnir voru spurðir hvað þau telji að tölvunarfræðingar geri. Þar var ekkert sem kom á óvart því 61,9% telja að tölvunarfræðingar forriti. Eins og mynd 5 sýnir þá eru langflestir sem telja að tölvunarfræðingar sitji og forriti allan daginn, eða 78 nemendur af 126. Mynd 5: Hvað gera tölvunarfræðingar Greinilegt er að kynna mætti betur það fjölbreytta val sem tölvunarfræðingar hafa þegar þeir fara á vinnumarkaðinn. Ljóst er á svörum nemenda að þeir telja starfið vera einhæft. Hið rétta er að starfið er fjölbreyttara en svo og er forritun einungis einn hluti af því sem tölvunarfræðingar geta valið sér sem framtíðarstarf. Hvað ætlar þú að læra í framtíðinni? Þegar krakkarnir voru spurðir hvort þau voru búin að ákveða hvað þau ætluðu að læra í framtíðinni kom í ljós að krakkarnir voru ekki ánægð með þær greinar sem þau gátu valið um því 38% völdu annað. Flestir, eða um 17% ætluðu að læra lögfræði eða iðngrein. Einungis 8% völdu tölvunarfræði sem hugsanlegt nám í framtíðinni. Mynd 6 sýnir niðurstöður um hvað grunnskólanemendurna langar til að læra í framtíðinni. Mynd 6: Hvað langar þig að læra í framtíðinni. Orðið „nörd“ er búið að festa sig við tölvunarfræðinga og erfitt er að taka það af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.