Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 52

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 52
5 2 | T Ö L V U M Á L _____________________________________________________ Hvað er framundan? 12. nóvember nk. Það er hefð fyrir því að Ský haldi árlega ráðstefnu um hugbúnaðargerð. Hvað er það allra nýjasta? 24. nóvember nk. SKÝ í samvinnu við Fókus, félags um upplýsingatækni heilbrigðisþjónustu mun halda heilbrigðisráðstefnu. 8. desember nk. Jólaráðstefna Ský verður haldin vonandi að þessu sinni en í fyrra varð að aflýsa henni vegna ónógra þátttöku og látum við ekki koma til þess aftur. Stöndum saman í baráttunni. 2. – 4. júní 2010 verður alþjóðaráðstefna um heilbrigðismál sem nefnist EFMI STC 2010 og er titill hennar Seamless care - safe care The challenges of interoperability and patient safety in health care. Sjá nánar á næstu blaðsíðu. Frekari upplýsingar um atburðina og glærukynningar fyrirlesara er að finna á vef Ský www.sky.is 16. apríl 2009 Facebook forritun á leið heim úr vinnu var heitið á stuttu örnámskeiði í Facebook forritun sem Skýrslutæknifélagið stóð fyrir. Við fengum tvo reynslubolta til að kynna fyrir okkur aðferðir við að forrita á Facebook og nýta þetta skemmtilega samskiptaforrit á sem nýtilegastan hátt fyrir ólík verkefni. 30. apríl 2009 Framtíðin er núna - Rafrænir reikningar var heiti á fyrstu ráðstefnu ársins sem haldin var í samvinnu Ský, Icepro og FUT. Viðfangsefni ráðstefnunnar var þróun og staða mála er varðar innleiðingu á rafrænum reikningi í íslenskt viðskiptaumhverfi. Fjallað var um tæknilegan undirbúning, væntan ávinning, viðhorf og þátttöku hugbúnaðarfyrirtækja, ofl. Reynslusögur voru sagðar og viðfangsefnið nálgað frá sem flestum hliðum. 13. maí 2009 Tengingar Íslands við umheiminn – Ljósleiðarahringur var nafnið á hádegisverðarfundi sem fjarskiptahópur Ský stóð fyrir, þar sem kynnt var staðan á tengingum við umheiminn um sæstrengi, staða og þróun ljósleiðarahrings Mílu og hugmyndir um gagnaver á Íslandi. 19. maí 2009 UT – dagurinn var haldinn á Hilton Nordica í samvinnu forsætisráðuneytis, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Samtaka upp- lýs inga tæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélags Íslands og bar yfirskriftina Upplýsingatækni til endurreisnar: Bætt þjónusta – lægri kostnaður og var mjög góð þátttaka eða nálægt 170 manns. Forsætisráðherra frú Jóhanna Sigurðardóttir setti ráðstefnuna. Á ráðstefnunni var fjallað um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Þar var m.a. kynnt aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækniverkefnum og verkefni þar sem góður árangur hefur náðst. framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.