Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 11
T Ö L V U M Á L | 1 1 Húsnæði Nokkuð auðvelt er fyrir sprotafyrirtæki að fá húsnæði í dag. Nýsköp- unarmiðstöð Íslands hefur í samvinnu við t.d. Landsbankann og Íslands- banka boðið fólki aðstöðu á sanngjörnu verði og fleiri aðilar eins og Innovit, Klak, V6 og Hugmyndahús Háskólanna hafa líka leigt út aðstöðu hjá sér. Auk þessa er mikið af tómu leiguhúsnæði hér og þar og nokkuð auðvelt að semja um hagstæð leigukjör, þannig að húsnæðismál er ekki eitthvað sem ætti að stoppa fólk í núverandi árferði. Hjálplegt fólk Mikið er til af hjálplegu fólki sem er tilbúið til að deila reynslu sinni með þeim sem ætla sér út í sprotabransann og hægt er að fara á ýmsa fundi til þess að kynnast fólki sem er í svipuðum sporum og maður sjálfur. Til að nefna dæmi er góð hugmynd að fara á fundi Hugmyndaráðuneytisins sem haldnir eru vikulega. Það er um að gera að tala við sem flesta um hugmyndina sína. Reynslan sýnir að þegar þú ræðir hugmyndina við annað fólk, æfist þú í að segja frá hugmyndinni og allar líkur eru á því að þú fáir góðar ábendingar og aðstoð við að gera hugmyndina enn flottari. Fjárfestar Ef þú vilt fá fjárfesta inn í fyrirtækið þitt þá skaltu gera ráð fyrir að það sé nokkuð stórt verkefni að finna þá. Fjárfestar koma inn í sprotafyrirtækin á mismunandi þroskastigum fyrirtækisins. Þolinmóðustu fjárfestarnir eru svokallaðir Englar. Englar leita yfirleitt af fyrirtækjum sem eru rétt að byrja en eru með vöru eða þjónustu sem þeir telja að eigi mikla möguleika til að stækka og dafna. Þeir eru oft tilbúnir til þess að setja bæði pening inn í fyrirtækið og aðstoða við að koma fyrirtækinu á legg með því að veita ráðgjöf. Aðrir fjárfestar gætu sett kröfur um að hugmyndin hafi verið sannreynd, eða jafnvel sölumöguleikar hennar, áður en þeir setja peninga inn í fyrirtækið. Oftast líta fjárfestar ekki við fyrirtækjum nema að þau séu að leita að 25 milljónum króna eða meira og flestir fjárfestar líta ekki við fyrirtækjum nema að það sé til góð viðskiptaáætlun með arðsemismat fyrir vöruna. Að lokum Hér hefur verið stiklað á stóru og ofangreint er alls ekki tæmandi listi yfir það sem búast má við við stofnun sprotafyrirtækis en ætti að taka á flestum þeim þáttum sem fólk er að fást við sem er að vinna í sprotafyrirtækjum. Það tekur oft á taugarnar að elta drauminn og stofna fyrirtæki en það mikilvægasta er að hafa trú á hugmyndinni, hafa nóg af þolinmæði og gott teymi sem hefur breiða þekkingu. Mikið er til af hjálplegu fólki sem er tilbúið til að deila reynslu sinni með þeim sem ætla sér út í sprotabransann og hægt er að fara á ýmsa fundi til þess að kynnast fólki sem er í svipuðum sporum og maður sjálfur Í viðskiptaáætluninni er mikilvægt að fara ofan í sem flesta þætti sem við kemur vörunni eða þjónustunni sem verið er að þróa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.