Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Side 12

Tölvumál - 01.11.2009, Side 12
1 2 | T Ö L V U M Á L Efnahagshrunið hefur orðið til þess að mikið er lagt upp úr nýsköpun af öllu tagi og sprotafyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur. Það að fá góða hugmynd og stofna um það fyrirtæki ætti að vera í hópi þeirra stóru ákvarðana sem fólk tekur í lífinu eins og að velja sér menntun, maka, stofna fjölskyldu eða kaupa sér þak yfir höfuðið. Ef fólk ákveður að fara þessa leið þarf að huga að mörgu eins og fram kemur í viðtali við ónefnda viðmælendur sem stofnuðu fyrirtæki á árinu 2008. Þau kjósa að vera nafnlaus þar sem fyrirtækið er á viðkvæmu stigi í þróunarferlinu. Að hverju þarf að huga þegar stofnað er fyrirtæki? Fyrst er það viðskiptaáætlun fyrirtækisins sem er mikilvægt að sé vel unnin en viðmælendur okkar voru búnir að ganga með viðskiptahugmynd í maganum í mörg ár áður en þeir leituðu eftir þekkingu og aðstoð í gerð viðskipaáætlana. „Við fórum á sitt hvort námskeiðið um stofnun fyrirtækja og gerðum sitt hvora viðskiptaáætlunina sem báðar sýndu möguleika á vexti svona fyrirtækis. „En þó að áætlunin væri komin þá var ekki farið af stað: „Við ákváðum að bíða um stund þar sem við töldum að markaðurinn væri ekki tilbúinn fyrir þá þjónustu sem við ætluðum að bjóða. Við höfum svo öðru hvoru skoðað málin og létum síðan slag standa síðastliðið sumar.“ Næst er það húsnæðið. Fyrsta verkefni fyrirtækisins var að gera upp lýs- ingasíður um hugmyndina og var vefurinn unninn við eldhúsborðið til að byrja með. Það getur verið erfitt að vinna heima fyrir, sérstaklega ef aðstaða til slíks er ekki fyrir hendi, því skilin á milli vinnu og einkalífs hverfa smám saman. Því fannst okkur mikilvægt að við fengum inni í aðstöðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir sprotafyrirtæki. Góð vinnuaðstaða og gott vinnuumhverfi skiptir miklu máli eða eins og þau segja: „Við höfum nýtt okkur þessa góðu aðstöðu til hins ýtrasta og það fer vel um okkur. Það hefur skipt sköpum fyrir okkur að komast inn því fleira fylgir með í pakkanum en húsnæði. Nýsköpunarmiðstöðin hefur veitt okkur mikinn stuðning og ráðlagt okkur á margan hátt. Þá höfum við fengið fjölmiðlaumfjöllun sem vakið hefur athygli á starfsemi okkar og þannig höfum við fengið innlegg í markaðssetningu á þjónustu okkar.“ En það er meira sem felst í góðri vinnuaðstöðu því þau leggja áherslu á að samneytið við aðra í svipuðum sporum sé gríðarlega mikilvægt eða svo notuð séu þeirra orð: „Síðast en ekki síst er hér hópur fólks sem er að vinna við sprotana sína og flestir eru að ganga í gegnum svipaða hluti, þ.e. útfæra viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, leita að fjármagni og markaði fyrir vörur sínar og þjónustu. Fólk getur því borið saman bækur sínar, leitað að samlegð eða bara krufið þjóðmálin yfir kaffibolla.“ Þá er það fjármögnunin. Í framtíðinni ætlar fyrirtækið sér að reka beina þjónustu við fyrirtæki og rafræna þjónustu á netinu. Frá því fyrirtækið fór af stað hefur mikill tími farið í að afla hugmyndinni brautargengis og finna leiðir til þess að fá inn tekjur. „Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig í því efnahagsástandi sem hér ríkir því fyrirtækin í það heila halda að sér höndum og reyna að vera sem mest sjálfbær um alla hluti. Ástandið gerir því nýjum fyrirtækjum eins og okkar ennþá erfiðara um vik en ella að selja vörur sínar og þjónustu“ segja þau. Það þarf að gefa nýjum fyrirtækjum góðan tíma til að marka sér sess – það geti tekið nokkur ár að sanna tilveruréttinn eins og dæmin um Marel, Össur og CCP sýna. Þetta kostar mikla vinnu og mikinn tíma. „Við vörðum nánast heilum mánuði í það að Nafnlaust sprotafyrirtæki í fæðingu Reynslusaga: N.N (viðtal: Ásrún Matthíasdóttir)

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.