Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 43
T Ö L V U M Á L | 4 3 Í námi hafa nemendur samskipti við kennara, samnemendur, námsefnið og aðrar bjargir. Í fjarnámi þarf sérstaklega að huga að og styðja við fjölbreytt samskipti en í rannsóknum hefur komið fram að í fjarnámi skortir oft á verkefni sem hvetja til samskipta á milli fjarnema. Óánægjuraddir sem heyrast meðal fjarnema tengjast oftast drætti á svörum og endurgjöf frá kennara sem og miklu vinnuálagi. Fjarkennarinn Megin einkenni góðs fjarkennara, eins og annarra kennara, er góður stuðningur við nemendur og gott skipulag kennslu. Fjarkennarinn þarf að vera virkur í að svara spurningum og gefa nemendum uppbyggjandi endurgjöf. Kennslustundin, þar sem hægt er að bera fram spurningar, koma með svör og stuðla að umræðu, er ekki til staðar og því þarf að leita annarra leiða til að efla samskipti og umræðu. Oft taka samskipti kennara við fjarnemendur meiri tíma en við aðra nemendur þar sem þeir þurfa hver og einn ólíka aðstoð og skortir oft aðstoð frá samnemendum sem aðrir nemendur geta fengið á einfaldan hátt innan veggja skólans. Margir fjarkennarar eru vakandi yfir nýjum möguleikum, nýjum aðferðum og betri tækni og hugbúnaði á meðan aðrir eiga fullt í fangi með að nýta sé það sem til staðar er og sjá ekki nýja notkunarmöguleika tækninnar. Undirbúningur og skipulag Mikil vinna liggur í að undirbúa og bjóða uppá fjarnám hvort sem um er að ræða nýtt nám eða nám sem þegar er til staðar. Á meðal þess sem huga þarf að er gott skipulag og aðgengilegt námsefni fyrir fjarnemendur, en ekki síður að verkefni frá kennara henti til fjarnáms. Verkefni sem hafa gengið vel í hefðbundnu námi henta oft ekki í fjarnámi, oft þarf að hugsa hlutina upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til þess að nemendur geta lítið sem ekkert hist og þurfa að vinna flest verkefni rafrænt. Best er ef fjarnám er hannað sem slíkt frá grunni og allir þættir námsins skipulagðir með fjarnemann í huga því með því er tryggt að fjarnámið nýti betur þá tæknikosti sem til staðar eru hverju sinni. Skipulagið, námsefnið og verkefnin eru þá hugsuð frá grunni útfrá fjarnámi og fjarkennslu. Fjarnám er ekki sjálfsnám, það þarf að sinna fjarnemum af alúð og skapa þeim frjótt námsumhverfi og öflug menntunartækifæri sem stuðlar að gagnrýnni og skapandi hugsun. Tæknin þróast hratt og oft finnst kennurum alveg nóg um, þeir hafa ekki undan við að kynna sér nýjungar og tengja það sinni kennslu. Stundum halda þeir að toppnum sé náð, það sé ekki hægt að finna upp neitt betra en auðvitað kemur fljótlega í ljós að allt er hægt að betrumbæta. Ef hugsað er til baka síðasta áratug er erfitt að ímynda sér hvernig upplýsingatæknin muni þróast og hvaða aðferðir verði bestar til að tryggja gæði fjarnáms eftir tíu ár. Frá 1994 til 2004 fór bandbreiddin úr 9.600 kb í 2 MB, árið 2008 var 8 MB bandbreidd orðin algeng og árið 2010 ætti hún að vera komin í 16MB. Með sömu þróun verður hún orðin 100 MB árið 2014. Hvernig nýtum svo mikla bandbreidd í námi og kennslu í framtíðinni? Munum við segja Beam me up, student? Megin einkenni góðs fjarkennara, eins og annarra kennara, er góður stuðningur við nemendur og gott skipulag kennslu Mikil vinna liggur í að undirbúa og bjóða uppá fjarnám hvort sem um er að ræða nýtt nám eða nám sem þegar er til staðar Best er ef fjarnám er hannað sem slíkt frá grunni og allir þættir námsins skipulagðir með fjarnemann í huga Tæknin þróast hratt og oft finnst kennurum alveg nóg um. Munum við segja Beam me up, student?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.