Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 48

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 48
4 8 | T Ö L V U M Á L Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá Þetta orti Davíð Stefánsson þegar hann sá eftir einhverju, býst ég við. Hann brauðfæddi sig mér vitanlega sjálfur en hefði vafalaust getað fengið inni hjá Erlendi og mömmu hans í Unuhúsi ef hann hefði þurft stað að yrkja á. Þórbergur og Halldór Kiljan nutu báðir gestrisni í Unuhúsi enda má segja að þar hafi verið rekin klakstöð fyrir upprennandi listamenn. Fleiri þáðu kaffi þar en urðu frægir, enda er með höppum og glöppum hvernig sprotar dafna. Umhverfið Mörg hugbúnaðarfyrirtæki urðu til í Kísildal. Mér skilst að þar hafi mistök verið fyrirgefin og verið auðvelt að komast á lappir aftur eftir þau. Þar hittu frumkvöðlar líka þá sem þeir þurftu að hitta, hvort sem átti að hanna örflögur eða gúmmíhúða bolta inn í tölvumýs. Xerox PARC var annar svona staður. Það er eins og helmingurinn af öllum góðum hugmyndum í tölvubransanum hafi orðið til á einu bretti þar á sama tíma. Samt hagnaðist Xerox fyrirtækið lítið á öllu saman enda töldu þeir sig vera ljósritunarvélafyrirtæki, ekki tölvufyrirtæki. Það eru ekki alltaf þeir sem kveikja eldana sem njóta þeirra. Frumkvöðlum nægir ekki húsaskjól og kaffivél, þeir virðast líka þurfa góðan félagskap fólks á svipuðum nótum sem getur aðstoðað og hvatt til dáða. Frumkvöðlakúltúr virðist vera mismunandi eftir löndum. Dani sagði eftirfarandi sögu: Ef kóreubúi stofnar fyrirtæki vinnur stórfjölskyldan í því myrkranna á milli þar til það kemst á legg. Ef bandaríkjamaður stofnar það kaupa vinirnir hlutabréf. Ef dani gerir það segja vinirnir að það muni aldrei ganga og ef honum tekst það samt, rispa þeir nýja Bensinn hans. Þetta er væntanlega sértilfelli af „janteloven“ sem danir ræða oft sín á milli en kemur samt ekki í veg fyrir að sprotafyrirtæki verði þar til stöku sinnum. Sprotafyrirtæki eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum en í þeim er falin ákveðin áhætta. Þegar leysigeislinn var fundinn upp sögðu margir: „Sniðugt – en ef þetta er svarið, hver var þá spurningin?“ Það leið langur tími þar til einhverjum datt í hug not fyrir nýja ljósið og hætt við að þeir sem fjármögnuðu rannsóknirnar hafi fengið lítið í sinn hlut. Oft sitja menn og grúska í langan tíma og ekkert fjármagn kemur inn. Ef eitthvað verður úr fyrirtækinu að lokum er það sagt hafa fylgt „The Hockey Stick Curve“ en það er línurit sem er flatt í lengri tíma áður en það tekur stefnuna uppávið. Það er minna talað um þau fyrirtæki sem fylgja „The Billiard Cue Curve“ sem er lárétt allan tímann. (Ég var að finna þetta hugtak upp, þið finnið það ekki í MBA bókunum). Tækifærin Kreppan sem nú gengur yfir er tímabil tækifæra. Allt í einu dreymir mig að gera dýnur úr íslenskri ull, fiskisúpur í fernum, rafmagnsjeppa og sitthvað fleira. Þegar hið svokallaða góðæri var í algleymi var ódýrara að flytja hlutina inn, það var miklu auðveldara að vera neytandi en frumkvöðull. Mikið er ég feginn að góðærið er búið! CCP, Össur og Marel eru frábær fyrirtæki, en þau eru einu fyrirtækin sem allir nefna á hátíðisstundum. Það eru 100 þúsund íslendingar um hvert þeirra. Við þurfum miklu fleiri slík og þau þurfa ekki öll að vera stór. Vinur minn hefur haft í sig og á í mörg ár með nokkra tugi viðskiptavina sem kaupa af honum fjárhagskerfi skrifað í COBOL. Ég hugsaði um hvort ég vildi stofna sprotafyrirtæki á sínum tíma en gerði það ekki. Ég las mér þó til. Einhver benti á að ef markaðurinn fyrir nýju Eyður skrifar: Til eru fræ....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.