Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 53
T Ö L V U M Á L | 5 3
Gerðar hafa verið gerðar breytingar hjá skrifstofu Ský. Guðbjörg Baldvina
Karlsdóttir og Pálína Kristinsdóttur hafa báðar hætt störfum og við þeirra
starfi tekur Arnheiður Guðmundsdóttir.
Guðbjörg Baldvina Karlsdóttir hefur ráðið sig í gamla starfið sitt aftur og um
leið og við óskum henni velgengni á þeim vettvangi viljum við þakka henna
frábært samstarf.
Einnig viljum við þakka Pálínu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra fyrir gott
samstarf og óskum henni velgengi í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Í júlí var ráðinn nýr framkvæmdastjóri til félagsins, Arnheiður Guðmunds-
dóttir. Hún er kerfisfræðingur að mennt, með IPMA vottun frá árinu 2003
og er nú í MBA námi í HÍ. Arnheiður vann á Tölvudeild RSP í 8 ár og hjá
Skýrr í 14 ár, síðast sem hópstjóri í Hugbúnaðarlausnum Skýrr. Hún hefur
góða þekkingu á Skýrslutæknifélaginu sem félagi til margra ára og hefur m.
a. verið stjórnarmaður í Fókus, fagfélagi innan Ský um upplýsingatækni í
heilbrigðisgeiranum. Við bjóðum Arnheiði innilega velkomna til starfa.
Eins og getið hefur verið áður hefur svokölluðum faghópum innan félagsins
fjölgað þar sem stjórnirnar eru skipaðar sérfræðingum á sínu sviði.
Faghóparnir geta einbeitt sér að viðkomandi efni og komið með margvíslega
vinkla á viðfangsefni sitt. Á árinu var stofnaður faghópur um rafræna
opinbera þjónustu og er formaður hans Halla B. Baldursdóttir, verkefnastjóri
hjá forsætisráðuneytinu. Aðrir stjórnarmenn eru Bragi Leifsson, Eggert
Ólafsson, Guðfinna B. Kristjánsdóttir og Örn Kaldalóns.
Reynt var að stofna á árinu faghóp ritara í upplýsingatækni en það hafðist
ekki að þessu sinni og verður væntalega reynt síðar. Við hvetjum alla félaga
til að taka þátt í starfsemi faghópa félagsins.
Frá skrifstofu
Ský