Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 20
2 0 | T Ö L V U M Á L Reynslusaga: Sprotalíf Í sviðsljósinu Fyrr á þessu ári var töluvert fjallað um leikjafyrirtækið Gogogic í fjölmiðlum, aðallega vegna þess að á skömmum tíma gerðist margt jákvætt sem snerti félagið. Það hlaut tilnefningu til norrænna verðlauna fyrir fyrsta iPhone leikinn sinn, þá var það útnefnt til Vaxtarsprotans og samdi síðar sama dag við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um kaup á hlutafé í félaginu. Stuttu seinna kom í ljós að það var einnig í hópi fyrirmyndarfyrirtækja í könnun VR um fyrirtæki ársins. Allt var þetta árangur af mikilli vinnu, baráttu og margra ára uppbyggingu. Þetta unga sprotafyrirtæki hefur reyndar áorkað meiru á árinu. Snemma vors tók það höndum saman við Háskólann í Reykjavík og stóð að keppni í gerð örleikja. Leikirnir áttu að tengjast Facebook vefnum og vera spilanlegir innan hans. Keppnin tókst í alla staði vel og niðurstaðan voru tveir leikir sem sýndu klárlega getu íslenskra háskólanema til þess að sinna störfum í þessum iðnaði. Í framhaldi ákvað Háskólinn í Reykjavík að bjóða háskólanemum upp á sérstakt námskeið í hönnun tölvuleikja. Skólinn fékk framkvæmdastjóra Gogogic til liðs við sig og kennsla hófst á sumarönn. Þar að auki hafði hópur nemenda unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum, við lokaverkefni sitt, en það snérist einmitt um að gera tölvuleik sem starfsmenn höfðu hannað. Tveir til þrír þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu eru starfsmenn fyrirtækisins í dag. Af þessu er ljóst að hér er dæmi um sprotafyrirtæki sem tengist háskólasamfélaginu talsverðum böndum. Það er reyndar ekkert undarlegt þar sem þrír af stofnendum fyrirtækisins stunduðu saman nám í Háskólanum í Reykjavík og í raun var grunnurinn að fyrirtækinu lagður þar. Upphafið Á vormánuðum ársins 2006 varð Gogogic til og upphaflega taldi félagið tvo starfsmenn en þeir deildu lítilli skrifstofu með öðru fyrirtæki og voru flestum stundum staðsettir hjá viðskiptavinum, í útseldri vinnu. Þremur árum síðar voru starfsmennirnir orðnir 16 og litla skrifstofan orðin að 420 fermetra húsnæði þar sem nóg pláss er fyrir alla. Að lifa af Fyrirtækið hefur þó ekki látið af því að selja út vinnu til annarra, en það hefur alltaf aflað þjónustutekna meðfram því að þróa eigin vörur. Í fyrstu sinnti félagið forritunarverkefnum, í samræmi við þekkingarsvið stofnenda, en smám saman færðist vinnan í farveg sem átti meira sammerkt með leikjagerðinni, sem var ávallt aðal markmið fyrirtækisins. Undanfarin ár hefur Gogogic búið til alls kyns netborða, auglýsingaleiki og vefherferðir fyrir viðskiptavini sína. Sú stefna, að sinna vinnu fyrir aðra meðfram þróun, hefur agað félagið mikið. Það þurfti strax að koma sér upp grunnferlum, læra að skila af sér vinnu til notenda og halda utan um verkefni frá byrjun til enda. Þetta, ásamt því að stofnendur félagsins ákváðu snemma að stofna ekki til langtíma skulda, varð sennilega til þess að fyrirtækið gat staðið af sér versta storminn í kjölfar þess sem gerðist í íslenska viðskiptalífinu haustið 2008. Þó varð félagið fyrir talsverðum búsifjum vegna samdráttar í útseldri vinnu en aginn og fjárhagsleg seigla skilaði af sér Kreppuspilinu, sem gefið var út í desember þetta sama ár. Þannig snéri félagið verkefnaskorti upp í framleiðslu á nýrri vöru og nýtti sér þá þekkingu og getu sem útselda vinnan hafði myndað. Niðurlag En hvað felst í þessari stuttu grein? Sennilega lítil dæmisaga af rekstri íslensks sprotafyrirtækis sem er stofnað í logni en rekið í stormi, þar sem áherslan á góð gildi skilar mönnum heilum í höfn. Að svo stöddu er Gogogic að ná ágætis árangri en auðvitað verður að hafa í huga að félagið er enn að slíta barnskónum og því er töluverð áhætta enn til staðar. En hugsanlega verður sú uppskera, sem þegar hefur náðst í hús, nægilegt veganesti til þess að skila félaginu og starfsmönnum þess áframhaldandi árangri. Jónas Björgvín Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic Snéri félagið verkefnaskorti upp í framleiðslu á nýrri vöru og nýtti sér þá þekkingu og getu sem útselda vinnan hafði myndað Félagið er enn að slíta barnskónum og því er töluverð áhætta enn til staðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.