Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 39
T Ö L V U M Á L | 3 9 eru mjög í takt við það sem þekkist úr Google Maps. Með einum hnapp má skipta í loftmynd af svæðinu þar sem viðkomandi er staddur og gengur þetta skrefinu lengra en hið eiginlega Google Maps á Netinu þar sem götukort af Reykjavík er t.d. enn ekki til. Erlendis væri á ýmsum stöðum líka hægt að skipta í svokallað Street View og sjá götuljósmynd á skjá símans þar sem viðkomandi er staddur og þá „líta í kringum sig“ til vinstri og hægri og fara fram og tilbaka. Hægt væri að nota götukort með leiðsögn milli staða og með því að skipta í myndir og sjá umhverfið jafnóðum. Má nærri geta hversu mikið þessi tækni einfaldar að rata á framandi slóðum. Nokia er á leiðinni með kortagrunn fyrir Ísland. Nokia Maps eins og þjónustan kallast mun hafa það framyfir Google Maps á Íslandi að bjóða upp á akstursleiðsögn. Sömuleiðis mun tæknin líka innifela göngustíga. Hvar ertu eiginlega? Enn einn eiginleiki Google Maps í farsímum er að staðsetja vini á korti. Upplýsingarnar eru í rauntíma og ná um alla veröld en nákvæmnin ræðst af því hvort viðkomandi er með GPS síma eða ekki en frávik er sýnt ef síminn er án GPS. Notendur geta takmarkað hver sér hvern þar sem vinir þurfa að samþykkja sín á milli hvort þeir séu sýnilegir. Víðtækari þjónusta með þessa staðsetningartækni er að koma fram eins og að sjá hvar umferðarálag er mikið og farsíminn getur sýnt það á korti og leiðbeint notandanum framhjá hnútnum. Með GPS væddum símum og kortum getur síminn einnig hnitsett ljósmyndir sem teknar eru með innbyggðum myndavélum. Sports Tracker Nokia hefur um skeið verið með í beta útgáfu athyglisvert forrit og vefþjónustu sem kallast Sports Tracker. Hún hefur þann tilgang að fylgjast með árangri þess sem er í útivist svo sem að ganga eða hlaupa og geta sent þessar upplýsingar síðan á vefinn til að deila með öðrum. Þannig geta umræður farið fram og hægt að benda á nýjar og gamlar göngu-, hlaupa- eða hjólaleiðir ásamt tímasetningum og hvernig landslagið er á leiðinni. Forritið getur skráð þá leið sem er farin, hæð yfir sjó, hvar farið er hraðast, hver hraðinn er og hvar farið er hæst yfir sjó. Ef verið er að hlusta á tónlist í leiðinni er skráð hvaða lög það voru og ef ljósmyndir eru teknar á símann eru hnitin skráð og myndatakan staðsett með nákvæmni. Kortin sem fara á vefinn eru merkt með upplýsingum um lög og myndir og tákn sýna hvar nýtt lag byrjaði, og hvert það var, hvar ljósmyndir voru teknar og skoða má myndina með því að smella á íkon hennar. Síminn gæti einnig mögulega skráð hjartslátt notandans og á línuriti má sjá samspil ýmissa þátta i útivistinni. Vefur Sports Tracker leyfir að upplýsingar séu sendar annað, eins og til dæmis á Fésbókina og einnig er hægt að senda útkomuna úr æfingalotunni frá símanum inn á Google Earth og skoða þar. Farsími notandans með Sports Tracker þarf stuðning frá GPS en hægt er að fá sjálfstæða GPS græju sem tengist við farsímann með blátönn og þannig er nákvæmri staðsetningu komið til skila inn í símann. Af vef Nokia að dæma getur Sports Tracker gengið í nokkuð á áttunda tug mismunandi Nokia síma. Þjónustan fékk sérstök verðlaun fyrr á árinu en tvær og hálf milljón notenda munu hafa sótt hugbúnaðinn og heildarvegalengd þeirra sem hafa þjálfað með aðstoð Sports Tracker mun jafngilda 31 ferð til tunglsins. Tilgangur SportsTracker að fylgjast með árangri þess sem er í útivist svo sem að ganga eða hlaupa og geta sent þessar upplýsingar síðan á vefinn til að deila með öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.