Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 44
4 4 | T Ö L V U M Á L
Í þeim tæknivædda heimi sem við lifum og
hrærumst í er oft leit að skemmtilegu „dóti“ til að
stytta sér stundir eða gera dagleg störf þægilegri og
skemmtilegri. Í þessum stutta pistli er skimað yfir
tvö slík fyrirbæri.
Meccano Spykee „The WiFi Spy Robot“
Margir minnast eflaust Meccano sem var eins og Lego en bara úr járni og
bauð upp á búa til allt sem hugurinn gat hugsað úr mislöngum og mislitum
járnstöngum, öxlum, dekkjum, trissum og fleira. Þessi leikföng voru vinsæl
á sínum tíma en nú hafa hönnuðir Meccano samtvinnað sín leikföng tölvum
og tölvusamskiptum í ljósi breyttra tækniforsenda í daglegu lífi okkar.
Niðurstaðan er Spykee.
Hver hefur ekki gaman af því að eiga vélmenni sem:
• Hægt er að stjórna þráðlaust á heimilisnetinu eða yfir Internetið
• Getur talað í síma
• Er með myndavél sem getur virkað sem vefmyndavél
• Er með hreyfiskynjara og getur sent þér myndir eða tölvupóst þegar
eitthvað hreyfist heima hjá þér ef þú ert ekki á staðnum.
• Er með vöggu fyrir Ipod tónhlöðuna þína
• Getur gefið frá sér bæði hljóð og hin ýmsu ljósfyrirbrigði
Og til að kóróna þetta allt saman þá fer Spykee sjálfur í hleðslukvína sína
og hleður sig þegar þörf er. Þegar fullri hleðslu er náð snýr hann aftur til
þess verkefnis sem hann var í áður en hleðsla hófst.
Meccano bendir á ýmsar leiðir til að nota Spykee eins og t.d. að hafa fyrir
framan ísskápinn og nota hreyfiskynjarann til að taka mynd af þeim sem
þar læðist inn til að ná sér í bita, njósna um nánustu ættingja á heimilinu
eða sem færanlega vefmyndavél fyrir Skype samskipti.
Þó að framleiðendur segi að þessi búnaður sé fyrir 8 ára og eldri þá ná
vinsældir Spykee upp eftir öllum aldri. Nánari upplýsingar er að finna á
vefsíðu Mekkano um Spykee http://www.spykeeworld.com/spykee/UK/
index.html
ObjectDock+,
Margir Apple notendur vinna á Windows tölvum og sakna þá oft ýmissra
þæginda sem til staðar eru á Apple tölvum. ObjectDock er ein af þeim
viðbótum sem setja má í Windows tölvur til að ná fram umhverfi sem
minnir á MacOS stýrikerfið. Með þessari viðbót geturðu skipulagt mun betur
vinnuumhverfið og stytt leiðir að þeim kerfum, skjölum og upplýsingum
sem þú ert mest að nota. Margt má segja um viðbætur við Windows sem
hafa komið fram í gegnum tímann en veikasti þáttur í þeim hefur alltaf verið
að þær taka of mikið minni og örgjörvakraft. En með ObjectDock virðist
hafa tekist að finna leið til að nýta sér hið myndræna vinnslukerfi Windows
án þess að fórna afköstum kerfisins eða tölvunnar sem kerfið keyrir á. Það
tekur smá tíma að stilla ObjectDock ef þú vilt breyta verulega frá staðal
uppsetningunni en stillingavalkostir eru mjög margir, bæði í virkni og ásýnd.
Það eru tvær útgáfur til, önnur er ókeypis en hin kostar um 20 dollara.
Helsti munur liggur í að sú síðari gefur kost á mun betri og fjölbreyttari
stillingum. Fyrir þá sem vilja prófa eða kaupa þá er meira að finna á http://
www.stardock.com/products/objectdock/
Dótakassinn
Ágúst Valgeirsson, framkvæmdastjóri
tæknisviðs 365 miðla
Skemmtilegt dót til að stytta sér
stundir eða gera dagleg störf
þægilegri og skemmtilegri
Spykee er Meccano í tölvu og á
neti. ObjectDock líkir eftir MacOS
umhverfi
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík býður tveggja ára (120 ECTS eininga)
framhaldsnám í eftirfarandi greinum:
MSc-gráða í tölvunarfræði
MSc-gráða í hugbúnaðarverkfræði
MSc-gráða í máltækni
Boðið er upp á tvær leiðir í meistaranámi; annars vegar er hefðbundið meistaranám þar sem nemendur taka
námskeið í þrjár annir og ljúka svo meistaraverkefni. Hins vegar er rannsóknarmiðað meistaranám þar sem
nemendur taka námskeið í eitt ár og vinna svo í heilt ár að rannsóknarverkefni sem lýkur með meistararitgerð.
Námið veitir nemendum verulegt forskot í atvinnulí og góðan undirbúning fyrir doktorsnám.
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er stærsta og ö ugasta tölvunarfræðideild landsins. Við
deildina starfa sex rannsóknarsetur sem stunda rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi. Nemendur við
tölvunarfræðideild HR vinna að raunhæfum verkefnum sem þjálfa fagleg vinnubrögð, auka þekkingu
og skapa sterk tengsl við atvinnulíf og rannsóknarsamfélag. Eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og
hugbúnaðarverkfræðingum eykst stöðugt og mun aukast enn meira á næstu árum.
Ýmsar leiðir eru fyrir meistaranema til að a a sér styrkja eða tekna meðan á námi stendur. Háskólinn í
Reykjavík býður upp á nýnemastyrki fyrir afburðanemendur og fá þeir skólagjöld niðurfelld á fyrstu
önn sinni í námi. Aðrar leiðir eru m.a. dæmatímakennsla og rannsóknarstyrkir.
Nálgast má upplýsingar um námið á vef tölvunarfræðideildar HR, http://hr.is/td
MEISTARANÁM
VIÐ TÖLVUNARFRÆÐIDEILD HR
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. NÓVEMBER