Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 6
6 | T Ö L V U M Á L
Frá hugmynd til framkvæmdar
Það er ekki nóg að fá góða hugmynd að nýjung, það þarf að taka hana
áfram og setja hana í framkvæmd til að nýsköpun eigi sér stað. Til að byrja
með þarf að fullmóta hugmyndina og svo þarf að taka ákvörðun um hvort
leggja eigi tíma og fjármagn í að hringda hugmyndinni í framkvæmd og
sjá hvort markaðurinn viðurkenni útfærslu hugmyndarinnar og gefi henni
lífsmöguleika.
Sá stuðningur sem boðið er upp á í tengslum við nýsköpun tengist
framkvæmdaaðilum, umfangi og uppruna verkefnisins.
Fjármögnun
Það sem flestir álíta erfiðasta hjalla nýsköpunar er fjármögnun. Svo hægt sé
að hrinda hugmynd í framkvæmd þarf að fá fjármögnun til þess að geta lagt
vinnu í að útfæra næstu skref og keypt þau aðföng sem reynast nauðsynleg.
Þörf fyrir fjármögnun getur komið upp á ólíkum skrefum í nýsköpuninni,
það getur verið á fyrstu stigum þegar verið er að móta almennilega vöruna,
þegar hugmyndin er orðin að sprota og farið er að stíga fyrstu skrefin í
markaðssetningu og öflun viðskiptavina, eða þegar framleiðsla og sala er
komin á fullt skrið. Margvísleg úrræði eru í boði fyrir sprotafyrirtæki, hægt er
að sækja um styrki frá ýmsum sjóðum eða fá inn fjárfesta.
Námskeið og ráðgjöf
Stuðningsaðilar nýsköpunar eru ekki eingöngu í því að veita fjármagn
til sprotafyrirtækja. Hægt er að sækja námskeið um ákveðna þætti sem
sprotafyrirtæki standa frammi fyrir, til að mynda markaðssetningu, einnig er
hægt að fá stuðningsþjónustu í formi ráðgjafar eða jafnvel handleiðslu. Þó
svo að hugmyndirnar sem sprotafyrirtæki byggjast á séu ólíkar, þá þurfa þau
að fara í gegnum sömu skrefin og þroskann. Því er gott að geta nýtt sér þá
ráðgjöf og handleiðslu sem í boði er fyrir sprotafyrirtæki.
Samantekt þeirrar stuðningsþjónustu sem kynnt var á ráðstefnunni er sýnd í
töflu á næstu síðu.
Nýsköpun getur verið margvísleg og í ólíku formi þó í grunninn megi líta á hana sem afleiðingu hugmyndar.
Nýsköpun getur til að mynda verið afleiðing rannsóknaverkefnis, fæðst út frá hugmynd einstaklings um vöru
eða þjónustu eða komið sem bein markaðseftirspurn. Frá því að hugmynd um nýjung fæðist yfir í að hún
er fullmótuð og sett á markað er langur og oft strangur vegur. Á Íslandi er margvíslegt stuðningsumhverfi
fyrir nýsköpun og hægt er að sækja námskeið, fá ráðgjöf og handleiðslu sem og að sækja um styrki eða
annars konar fjármögnun til framkvæmdar nýsköpunar. Þann 12. maí 2009 var haldinn kynningarfundur á
vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, RANNÍS, Útflutningsráðs og Samtaka iðnaðarins ásamt Hátækni- og
sprotavettvangi þar sem veitt var yfirsýn um stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.
Stuðningsumhverfi
nýsköpunar
á Íslandi
Júlía Pálmadóttir Sighvats, langtímavarsla
rafrænna gagna hjá Þjóðskjalasafni Íslands
Sá stuðningur sem boðið
er upp á í tengslum
við nýsköpun tengist
framkvæmdaaðilum, umfangi
og uppruna verkefnisins.